Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 24

Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 24
PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 33 63 9 Demants skart -falleg jólagjöf jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind E nda þótt margir íbúar höfuð-staðarins nytu mjólkurafurð-anna sem „Reykjavíkurbændur“ framleiddu var ánægja Reykvíkinga með kúabúskap í bænum um og upp úr miðri 20. öld blendin á köflum. Kýrnar þóttu þó tiltölulega saklausar skepnur og héldu sig yfirleitt innan girðingar og voru fremur auðveldar viðureignar. Börnum og unglingum fannst mörgum spennandi að kynnast sveitabúskapn- um og eldri háttum. Og óbyggðu landi fylgdi svigrúm til athafna sem krakk- arnir nýttu sér til hins ítrasta. Bryndís Schram leikkona bjó á barnsaldri við Bollagötu í Norðurmýr- inni á fimmta áratugnum og þurfti að fara framhjá Klömbrum og Sunnuhvoli þegar hún heimsótti afa sinn og ömmu við Háteigsveg. Ef enginn sá til gat hún stytt sér leið yfir Klambratúnið: „Okkur krökkunum var annars bannað að stíga fæti inn á þetta tún því að þar voru kýr á beit. Stundum voru þar líka bolar. Ég var nú hálfhrædd við þessar meinlausu skepnur því að ég vissi að bolar gátu stangað ... Suma dagana var verið að slátra að Klömbrum og þá staldraði ég við til þess að virða fyrir mér hrollvekj- andi, hauslausa skrokka sem ég hafði þó enga ástæðu til að óttast úr þessu. Þeir áttu vart annað eftir en að verða etnir upp til agna. Við Sunnuhvol var stór mykjuhaugur sem ilmaði stórfeng- lega. Þar voru líka kýr og ef ég var á ferðinni á réttum tíma var mér fenginn bolli, fullur af spenvolgri mjólk.“ Flest börn kynntust „sveitalífinu“ í bænum með einum eða öðrum hætti á fimmta og sjötta áratug 20. aldar. Sonja Back- man ritari þurfti t.d. sem barn á fimmta áratugnum að sækja mjólk nokkurn spöl: „Við áttum heima við Háaleitisveg, rétt hjá þar sem Miklabraut og Háaleit- isbraut mætast nú. Þaðan var dýrðlegt útsýni til Esjunnar og yfir alla Reykja- vík og flóann. Það var sveitabragur á þessu, afi og amma ráku þarna lítið bú um tíma, enda lítil byggð í kring, ekki einu sinni Smáíbúðahverfið tekið að byggjast. Við lékum okkur með leggi og skeljar í þúfunum þarna og þegar ég sótti mjólkina í bæ við Grensásveginn þá fór ég yfir holtið sem allt var í þúfum og götuslóðum, og mér fannst þetta mikið ferðalag.“ Stór tún ætluð búpeningi inni í miðri byggðinni vöktu ekki mikla hrifningu fólks sem þótti skortur á skipulögðum barnaleikvöllum tilfinnanlegur. Um miðja öldina þótti t.d. langt í slíkan leikvöll fyrir krakka sem bjuggu við Miklubrautina. Þeir nutu hins vegar góðs af Klambratúninu á veturna en þegar voraði og kúnum var hleypt á túnið var umferð um það bönnuð. Frú einni við Miklubrautina þótti súrt í broti að börnin skyldu þurfa að víkja fyrir beljunum, einkum þar sem enginn leikvöllur var í grenndinni. Undir þetta tóku aðrar húsmæður við Miklubraut- ina og þótti landrýmið einmitt nægt á opnu túnunum austan Rauðarárstígs og meðfram Miklubraut. „Höfum við hús- mæður á þessum slóðum reynt að beina börnum okkar til leikja inn á þessa víðu velli – en hvað skeður?“ ritaði húsmóðir við umferðargötuna vorið 1949, og svar- aði síðan spurningunni: „Börnin hafa ... verið rekin jafnóðum út á götuna, svo kýr og annar búfénaður geti verið þar á beit, ótruflaður af ágengni barna.“ Þannig tókust á ólík sjónarmið. Ýmis önnur óþægindi gátu fylgt kúabúskap inni í miðri íbúðarbyggð. Í Skjólunum var t.d. kúm stundum sleppt lausum á fimmta áratugnum. Kýrnar áttu það þá til að narta í „þau fáu strá sem eftir kunna að leynast í forinni milli hinna nýbyggðu húsa. Og þá er ekkert því til fyrirstöðu að kýrnar bregði sér inn á illa girtar lóðir eða inn um hlið, sem börn skilja eftir opin, og eyðileggi blómabeð, og hríslur og gras- flatir.“ En fleira angraði nágrannana í Skjólunum því af og til nudduðu kýrnar sér upp við nýlega múrhúðuð hús, húsahorn og tröppur skreyttar skelja- sandi, svo skrautið hrundi úr veggj- unum og sum húsin stóðu „jafnvel eftir hornasnjáð eftir beljurassana“. Íbúarnir voru orðnir langþreyttir. Hjá lögregl- Sveitabragur Í bókinni Sveitin í sálinni fjallar Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur um horfinn heim í Reykjavík, þann tíma þegar sveitafólk var að koma sér fyrir á mölinni og hafði með sér siði og venjur úr heimahögunum. Við grípum hér niður í kafla þar sem sagt er frá búskap í borginni. Á Grettisgötu 20a, milli Klapparstígs og Frakkastígs, var fjós fram á sjötta áratuginn. Kúabóndi þar var Hjörleifur Guð- brandsson og á sumrin rak hann kýrnar á beit í Vatnsmýrina. Krakkarnir í nágrenninu höfðu gaman af því að fylgjast með atganginum þegar kýrnar héldu af stað á beitilandið. unni virtist ekkert þýða að kvarta og „eigandinn svarar engu góðu ef að er fundið við hann. Skjólbúar hafa lauslega rætt það sín á milli hvort ekki væri reynandi að taka kýrnar og mjólka þær upp í staðinn og vitja hvort það gæti ekki orðið til þess að eigandinn reyndi að gæta þeirra betur.“ Í miðbænum var meiri andstaða gegn kúabúskap en víðast annars staðar. Á Grettisgötu, milli Klappar- stígs og Frakkastígs, var fjós fram á sjötta áratuginn og þá hafði það staðið þar í um þrjá áratugi. „Ég byrjaði strax með eina kú og síðan óx þetta. Gat ekki látið þetta vera þó að ég væri fluttur úr sveitinni. Og svo var nú borgin ekki stærri en það að hún bauð manni tækifæri til að hafa einhverjar skepnur, þó ekki væri nema til gamans,“ sagði kúabóndinn, Hjörleifur Guðbrands- son. Ekki voru allir nágrannar fjóssins sáttir við búskapinn vegna óþrifnaðar sem sagður var stafa af honum. Bóndinn réð ekki yfir beitilandi í grenndinni en hann hafði ræktað talsvert tún sem hann hafði í erfðafestu í Vatnsmýrinni og auk þess leigði hann þar annað tún, en þegar lagning Reykjavíkur- flugvallar hófst á styrjaldarárunum varð hann að draga saman seglin. Þá hafði Hjörleifur byggt fjárhús í Vatnsmýrinni og hélt þar um hundrað kindur en fjárhúsið sitt fékk hann flutt til; inn á garðasvæð- ið sem þar var. Kýrnar urðu þrettán þegar mest var. Bærinn útvegaði Hjörleifi slægjuland á Korpúlfsstöð- um þegar hann missti aðaltúnin í Vatnsmýrinni undir flugvöllinn. Eftir stríð hélt Hjörleifur kúabú- skapnum áfram og hafði skika í Vatnsmýrinni. Þangað rak hann kýrnar á beit á sumrin. Kvölds og morgna spásseruðu þær eftir Grettisgötu, upp Frakkastíg, niður Njarðargötu og á beitilandið. Kýrn- ar torvelduðu stundum umferð við nærliggjandi götur. Borgurum þótti sem kúahjarðir á umferðargötum gerðu umferðina ekki auðveldari eða bægðu hættum hennar frá. Ýmsum þótti lítill menningar- bragur að kúahjörðinni og ekki við- eigandi að hún sprangaði í hjarta höfuðstaðarins. Bent var á að það þætti vafalaust skrítin sjón að sjá hlutfallslega jafn stóran hóp kúa í miðhluta New York, eða nokkur hundruð samtals. Eða í Kaup- mannahöfn, London og Moskvu. [...] Ýmsum fannst á sínum tíma bæj- arbúar vera að breytast í ansi „fínt fólk“ fyrst þeir gætu ekki þolað húsdýr eins og kýr í nágrenni við sig, dýr sem fylgt höfðu Íslend- ingum um aldir. En tímarnir voru breyttir og svo virtist sem ófáir Ís- lendingar væru góða stund að átta sig almennilega á því að stór hluti þjóðarinnar bjó ekki lengur í sveit. „Það er eins og þeir haldi að þeir geti alveg athafnað sig nákvæmlega eins með búfénað sinn í Reykjavík eins og vestur á Hornströndum,“ var t.d. ritað í upphafi sjötta áratug- ar þegar deilur um sauðfé í bænum stóðu sem hæst. 24 bækur Helgin 19.-21. desember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.