Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Side 36

Fréttatíminn - 19.12.2014, Side 36
þessir tímar voru raunveruleiki hér á landi. Það er í raun ótrúlega stutt síðan,“ segir Elma. „Þetta er nátt- úrulega góð saga sem nóbelskáldið gaf okkur og vonandi komum við henni til skila.“ Er þá einhver ótti gagnvart gagn- rýnisröddum? „Nei, alls ekki,“ segir Elma. „Ég vona að sýningin sjálf skapi um- ræðu og kalli á viðbrögð hjá áhorf- endum. Upphaflega var undirtitill á Sjálfstæðu fólki; hetjusaga. Þetta var auðvitað alger kaldhæðni en Laxness tók síðar út undirtitilinn því fólk fattaði ekki kaldhæðnina.“ Ertu tilbúin í þetta hlutverk? „Já,“ segir Elma án þess að hika. Kannski löngu tilbúin? „Maður þarf tíma, og það er ekk- ert gott að fá of stór hlutverk strax, en já ég er tilbúin í þetta.“ Ný bók, Kjarval og bíómynd Mikael Torfason hefur gefið út fimm skáldsögur og verið tilnefndur til ótal verðlauna. Hann hefur að auki leikstýrt bíómynd sem hann skrif- aði sjálfur handritið að. Þá hefur hann verið umdeildur ritstjóri oft á tíðum og skrifað fyrir leikhús og er nú á fullu að skrifa sjónvarpsþætti fyrir Stöð 2 ásamt félaga sínum, Þór Birgissyni. Og hann er með enn fleiri járn í eldinum þessa dagana: „Ég er að skrifa nýtt leikrit fyrir Þjóðleikhúsið sem heitir Síðustu dagar Kjarvals og verður vonandi sett upp á næstu árum. Við ætlum að reyna að setja upp leiksmiðju í vor með leikstjóranum Unu Þor- valdsdóttur og Ingvari E. Sigurðs- syni sem leikur Kjarval. Við gefum okkur góðan tíma til þess að þróa verkið og það finnst mér mjög spennandi,“ segir Mikael. „Eins er ég að vinna að bók fyrir næstu jól og efna til samstarfs við Borgarleik- húsið um nýtt verk sem verður von- andi sett upp á næstu árum þannig að maður er með hugann við margt. Svo erum við Elma að vinna að því saman að kvikmynda Harmsögu sem er verk sem er okkur mjög kært,“ segir Mikael. Er það samt ekki erfitt að vera kominn aftur á rithöfundarlaunin, sem eru alla jafna lægri en ritstjóra- launin? „Það er nú bara þannig á Íslandi að hver króna sem þú vinnur fyrir er dýr,“ segir Mikael. „Það þarf að vinna fyrir öllu. Fyrir mig sem hef verið síðastur og með þeim fremstu í tekjublaði Frjálsrar verslunar þá tekur það meiri toll af manni að vera með há laun. Það þarf að vinna fyrir þessum launum, og það er ekkert endilega neitt fengið með því að eiga of mikið af peningum. Fólk þarf að eiga nóg, en það er enginn tilgangur með því að eiga of mikið.“ Ævistarfið áhugamál Elma og Mikael eru greinilega mjög samrýnd og samtaka í sínu lífi. Það skín í gegn aðdáun þeirra á hvoru öðru og greinilegt að þau ætla sér stóra hluti, saman. En eru þau oft ósammála? „Nei, við erum mjög sammála almennt séð en við erum alveg óhrædd við að gagnrýna hvort ann- að,“ segir Elma. „Oftast eru það þó réttir punktar og góðir og þá þarf maður að vera nógu snjall til þess að nýta þá rétt. Maður vill alltaf gera betur og þá er mikilvægt að geta tekið gagnrýni.“ „Ég hef náttúrulega aldrei gagn- rýnt Elmu, bara svo það sé á hreinu. Hún er algerlega fullkomin,“ grípur Mikael inn í við hlátur eiginkonunn- ar. „En jú, okkur finnst ofboðslega gaman að því sem við erum að gera og höfum auðvitað miklar skoðanir á verkefnum hvors annars. Ég fæ mikið út úr því að heyra af því sem hún er að fást við og störfin okkar eru líka þannig að þau eru allt um lykjandi og tengjast svo mörgu sem er að gerast í lífinu. Starf leikkonu og rithöfundar er eitthvað sem er bæði ævistarf og áhugamál um leið. Við erum bæði mjög ástríðu- full gagnvart vinnu hvors annars og fáum líka mikla hvatningu hvort frá öðru,“ segir Mikael. Hvernig er að horfa á fjölmiðlana þegar menn stíga út úr hringiðunni? „Það er áhugavert að sjá muninn á honum,“ segir Elma. „Þegar hann er ritstjóri þá sér hann fréttir í öll- um hornum og flokkar allt niður í ákveðin hólf kannski. Þetta gerir rithöfundurinn ekki því hann hefur fyrst og síðast áhuga á fólki.“ „Rithöfundurinn er betri mann- eskja, held ég,“ segir Mikael. „Rit- stjórinn hefur meiri fjarlægð og því annað gildismat,“ segir Elma. „Síðasti leiðarinn sem ég skrifaði í Fréttablaðið fjallaði um virðisauka- skatt,“ segir Mikael. „Ég man þegar ég var búinn að skrifa hann þá hugs- aði ég með mér að þetta væri vissu- lega mikilvægt en að ég vildi óska þess að ég hefði eytt morgninum í að skrifa eitthvað annað.“ Mikið traust í Þjóðleikhúsinu En svona að lokum, Elma Stefanía, stóð það alltaf til að verða leikkona? „Já, það stóð alltaf til en auðvitað var alltaf í manni pínu ótti við það. Þetta er erfitt starf og flókið en ef maður hefur í sér einhverja ástríðu verður maður að fylgja henni eft- ir til að eiga séns á hamingjunni. Þetta er vissulega krefjandi starf og harður bransi oft, sýnist manni,“ segir Elma sem er full auðmýktar og þakklætis þegar hún er spurð af hverju það gangi svona vel hjá henni. Eftir að Sjálfstæðu fólki lýk- ur fer hún og leikur aðalhlutverk í nýju verki Sigurðar Pálssonar sem einnig verður í Þjóðleikhúsinu og í haust eru það tökur á nýrri bíómynd Kristínar Jóhannesdóttur leikstjóra en lengi hefur verið beðið eftir nýrri mynd frá henni og fékk myndin full- an styrk frá Kvikmyndamiðstöð Ís- lands. „Þetta er auðvitað flókið. Ég út- skrifaðist með níu öðrum frábærum leikurum í fyrra og við vorum sjö sem fengum samning við leikhúsin en nú erum við þrjú eftir í húsunum. Þetta er lítið land og fullt af ótrúlega hæfileikaríku fólki. Maður á ekki neitt alveg víst sem leikari og ekk- ert okkar veit hvar við verðum eftir tvö eða fimm ár,“ segir Elma sem verður þó í Þjóðleikhúsnu næstu árin því það er nýverið búið að bjóða henni fastráðningu við húsið. „Ég er mjög ánægð í Þjóðleikhús- inu. Það eru mikil gull sem vinna þar og traust ríkir á milli okkar allra. Enda þarf þetta að vera þann- ig því öðruvísi gerast góðir hlutir ekki,“ segir Elma Stefanía og brosir til Mikaels sem hlustar af aðdáun. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Fálki rúmföt 13.490 kr Stærð 140x200 stað í huga þjóðarinnar og það var upphaflega skrifað til að hafa áhrif og að hennar mati hefur saga Bjarts í Sumarhúsum enn sterka skírskot- un til þjóðarinnar. Og hvernig er að leika Ástu Sól- lilju? „Hún Ásta Sóllilja er alveg yndis- leg persóna. Ég man þegar ég las þessa bók fyrst hvað ég fann til með henni,“ segir Elma. „Mér finnst hún og hin börn Bjarts vera lífið í sög- unni þótt Bjartur sjálfur sé drif- krafturinn. Það er svo stutt síðan Maður þarf tíma og það er ekkert gott að fá of stór hlutverk strax, en já ég er tilbúin í þetta. Við fórum saman í keilu og þá var þetta komið. Maður situr sjálfur uppi með lífið sitt á endanum. 36 viðtal Helgin 19.-21. desember 2014
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.