Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Page 50

Fréttatíminn - 19.12.2014, Page 50
É g held að það standi nú bara fallegt að mér út öllum áttum,“ segir listakonan Tóta, en hún og hennar sköpun er viðfangs- efni bókarinnar „I love being alive“. „Það hafa alltaf verið fagurkerar, handverksfólk og listamenn allt í kringum mig. Það er eitt sem mér fannst stundum vanta upp á og það er söngurinn. Ég vildi óska þess að ég kynni að syngja vel. Það er svo mikið af fal- legu söngfólki í ættinni minni en það kemur ekkert sérstakt sönglega séð út úr mér.“ Ertu þá alin upp umkringd fagurkerum? „Já, ég var alin upp við mikla fegurð. Mamma er t.d. snill- ingur í höndunum og allt sem hún gerir, gerir hún rosa- lega vel og fallega og pabbi minn er mikill listasmiður. Afi minn var bólstrari og hann prónaði mikið, sem var nú alls ekki svo algengt þá. Amma var leikkona og hún gerði allt mögulegt úr öllu mögulegu og ég er kannski svolítið lík henni þar. Hún sá möguleika í öllu og ég held að það sé kannski dálítið ís- lenskur eiginleiki, er það ekki?“ Jú, kannski. Þú ert líka að spá í þann arf í þinni myndlist, er það ekki? „Jú, ég hef alltaf verið heilluð af því að skoða hvaðan við sprettum. Hef til dæmis skoð- að þjóðbúninginn og vefnað og gerð efna og þess háttar. Og líka bara hlutföll og hvað sé eðlilegt í þeim. Það er svo gaman, til dæmis, að skoða hvernig tíska verður til. Í gamla daga seldu Íslendingar ofin efni til Bretlands og svo allt í einu víkkuðu buxurnar og þá þurfti að breyta því hvernig klæðin voru ofin. Ég er óendanlega forvitin um svona hluti því það er svo gaman að vita um þetta.“ Tengist það ekki líka starfi þínu sem búningahönnuður? „Jú, saga klæða finnst mér svo heillandi. Það er svo gaman að lesa bækur eins og Stráin í hreiðrið um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og fullt af bókum í þeim dúr sem hafa verið að koma út á undan- förnum árum. Það er svo gaman að lesa um það hvað konur lögðu mikið á sig til Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is ENA Micro 9 oNE touch Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. tilboð: ENA Micro 9 kr. 129.900 tilboð: ENA Micro 1 kr. 95.920 Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Jólsagan er komin Frí hljóðbók fyrir börnin www.lindesign.is Ég vakna alltaf glöð Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, listakona, búningahönnuður og fagurkeri af lífi og sál, talar um hugmyndir og innblástur í nýrri bók um verk sín. Bókin, sem kallast „I love being alive“, er full af fallegum ljósmyndum, og í henni er gægst inn í hugarheim listakonunnar en líka inn á heimili hennar sem er listaverk út af fyrir sig. að verða sér út um efni í alls- kyns hluti, eins og til dæmis peysufatablússu og svo voru þær að skiptast á efnum sín á milli. Mér finnst þetta svo frábært. Það er svo gaman að sjá hvernig þær urðu sér út um það sem þær langaði í.“ Þú hefur gert mikið af hjörtum? „Ó, já! Það er rétt en ég veit ekkert af hverju, ég hef bara alltaf verið að gera þau alveg síðan ég var lítil stelpa. Ég skammaðist mín lengi vel fyrir þetta en svo hætti það að skipta máli. Þau verða bara að fá að vera með.“ Það skín mikil ástríða fyrir lífinu í öllu sínu veldi í gegnum bókina. Ekki bara í mynd- listinni heldur bara öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Hver er galdurinn á bak við þennan lífsþorsta sem þú talar um í bókinni? „Bara að vera hamingju- samur. Það er eitthvað sem maður getur ákveðið að vera ef maður vill. Ég er ekki að segja að það séu allir dagar litaðir eins en það er samt hægt að tileinka sér jákvætt viðhorf til lífsins. Ég er svo lánsöm að ég vakna alltaf glöð og það þarf eitthvað mikið að gerast yfir daginn hjá mér til að það skekkist, þó að auðvitað geti það gerst. Ég á dásamleg börn og eiginmann og vini og mér finnst ég vera heppin að vera fædd hér á Íslandi en ekki í stríðshrjáðu landi. Mér finnst svo mikilvægt að njóta líðandi stundar því ég á bara þetta líf. Ég þekki ekkert annað og ég er mjög þakklát fyrir það. En ég er orðin 62 ára og ég get alveg sagt þér að það tók mig heil 30 ár að læra það.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Ég vildi óska þess að ég kynni að syngja vel. Það er svo mikið af fallegu söngfólki í ættinni minni en það kemur ekkert sér- stakt söng- lega séð út úr mér. Tóta er fagurkeri af lífi og sál og það sést einna best á heimili hennar þar sem hún hefur sankað að sér fallegum munum með mikla sál og sögu. Í myndlistinni sækir Tóta líka í brunn sögunnar og hefðanna. Hún segist dást sérstaklega að því hversu klárar konur voru í að útvega sér efnivið í sköpunarverkin sín hér fyrr á öldum. Lj ós m yn d/ Sa ga S ig . 50 viðtal Helgin 19.-21. desember 2014
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.