Fréttatíminn - 19.12.2014, Qupperneq 64
Hannes
Friðbjarnarson
hannes@
frettatiminn.is
JÓLAHUGLEIÐING
Fúmm fúmm fúmm
É
Ég las í einhverjum miðli nýlega
að mjög mörgum finnst lagið Ef ég
nenni, með Helga Björnssyni, eitt
besta jólalagið. Það er alveg merki-
legt þar sem það er bara einu sinni
talað um jól í þessu lagi. Ef síðasta
erindinu er sleppt þá er ekkert
sem segir okkur að við getum ekki
hlustað á þetta lag í útilegum. Mér
finnst Ef ég nenni gott lag, en mér
finnst það akkúrat ekkert jólalegt. Út
frá þessu fór ég aðeins að velta fyrir
mér jólalögunum okkar og hvað það
sé við þau sem geri þau að klass-
ískum jólalögum. Það eiga allir sínar
minningar við gömlu lögin frá Hauki
Morthens, Elly og Villa og Svanhildi
Jakobs. Enda er ekkert jafn jólalegt.
Þau eru líka að segja jól, eða hátíð í
hverri einustu hendingu sem sungin
er. Hvít jól, Jólin koma, Jólin jólin,
Jóla jólasveinn, Hátíð í bæ og Jólin
allsstaðar. Það er ekki hægt annað
en komast í jólaskap. Svo eru það
lögin sem minna bara ótalfátt á jólin,
sérstaklega þau sem sungin eru á
jólatrésskemmtunum. Göngum við í
kringum er gott dæmi. Þar er gengið
í kringum einiberjarunn. Einiberja-
runnar á Íslandi eru vandfundnir og
þeir sem finnast eru á stærð við skóf-
ar. Enda tökum við textann frá Sví-
þjóð þar sem er krökkt af einiberjum
og runnarnir hinir glæsilegustu. Við
syngjum þetta samt hátt og snjallt
og krakkarnir skilja ekki neitt.
Einnig er forsjárhyggjan gríðarlega
skemmtileg í þessu lagi, ég hef til að
mynda ekki skúrað heima hjá mér
á öðrum dögum en laugardögum
síðan ég man eftir mér.
Adam sem átti syni sjö er annað
dæmi um ójólalega texta. Hann átti
syni sjö, sjö syni átti hann. Við erum
búin að ná því, en af hverju klappar
hann alltaf saman lófunum þegar
hann er búin að sá? Foreldrar mínir
eru duglegir í garðinum, en ég hef
aldrei séð þá klappa né stappa þegar
þeir er að setja niður vorlaukana.
Þetta lag ætti líka að vera sungið um
sumar, ekki um jól.
Í skóginum er einnig lag sem ég
skil ekki. Héri sem leitar skjóls hjá
jólasveini undan veiðimanni sem er
að fara að skjóta hann…. í alvöru? Er
bara allt í góðu að syngja þetta með
bros á vör. Jú, jú hérinn sleppur, en
veiðimaðurinn er enn laus.
Auðvitað eru svo falleg lög eins
og Bráðum koma blessuð jólin og
Heims um ból sem ylja manni á milli
þessarar vitleysu. Nú er komið að
Nú skal segja. Nú skal segja er eitt
mesta kynjamisréttislag sem samið
hefur verið, og umfram allt ekki jóla-
legt. Stúlkur vagga brúðu, hneigja
sig og prjóna sokka. Á meðan strák-
arnir sparka í bolta, taka ofan og
taka svo í nefið. Það sem meira er,
allir snúa sér í hring þegar þessu er
lokið. Hvaða rugl er þetta?
Einu sinni gekk ég yfir sjó og land,
eða hvað? Það er ekki hægt að ganga
yfir sjó nema maður heiti Jesús.
Jesús hitti aldrei gamla menn sem
bjuggu á Klapplandi, Stapplandi,
Grátlandi, Hlælandi, Hopp landi,
kannski á Íslandi, en ég efa það.
Hvaðan koma þessi lög? Ég hef
ekki hugmynd um það, en velti
þessu fyrir mér á hverjum jólum.
Björgvin Halldórsson er ábyrgur
fyrir mörgum jólalögum sem allir fá
á heilann. Mörg af þeim eru svona
lög sem flokkast undir „Guilty pleas-
ure“, eins og Þú og ég með Höllu
Margréti, Fyrir jól og Ég hlakka svo
til með Svölu, Þú komst með jólin
til mín með Ruth Reginalds og svo
auðvitað Ef ég nenni með meistara
Helga Björns. Öll þessi lög eru 20
ára eða eldri og það eru aðeins nokk-
ur lög á undanförnum 10-15 árum
sem hafa fest sig í sessi að einhverju
ráði. Maður stendur sig alltaf að því
að setja bara gömlu góðu plöturnar
á fóninn. Jólalögin minna mann á
barnajólin og hvað maður ólst upp
við sem barn og unglingur.
Jólalag minnar er kynslóðar er
Jólahjól. Fólk hefur misjafnar skoð-
anir á því eins og öðru, en mér þykir
vænt um Jólahjól. Það er einhver
húmor í því sem mín kynslóð tengir
við og Stebbi Hilmars er söngvari
minnar kynslóðar. Ég er þó ekkert
viss um að mér mundi líka við það
að heyra Stebba syngja það í dag.
Það er einhver tónn í röddinni hans
Stebba í gamla daga sem passar við
lagið, einhver nettur frekjutónn.
Stebbi er þó miklu betri söngvari í
dag, en Jólahjól mundi ekkert henta
honum.
Hver verða jólalögin sem næstu
kynslóðir munu ylja sér við? Kannski
bara Jólahjól eða jólalagið hans
Magna míns, sem ég man aldrei
hvað heitir. Gott og blessað, en ég
óska eftir því að ungar hljómsveitir,
eins og AmabAdama eða Kaleo,
sendi frá sér jólalag, allavega eitt. Ef
það virkar þá verður það spilað í 100
ár, í það minnsta, og nýjustu kyn-
slóðirnar munu eignast sína Svölu
eða sinn Bó. Ef það virkar ekki, þá
eru allir búnir að gleyma því milli
jóla og nýárs.
Ég ætla samt að halda mig við
gömlu slagarana frá Hauki, Svan-
hildi og Villa. Líklega hlusta ég svo
á Sálumessu Mozarts líka... ef ég
nenni.
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
64 viðhorf Helgin 19.-21. desember 2014
Spenna á
skuggaskeri
VVV
„… það verður erfitt að bíða í ár eftir næstu
sögu af krökkunum á Skuggaskeri.“
Árni Matthíasson / Morgunblaðið
„Sagan er spennandi og skilaboðin
eru sígild: verum góð hvert við annað og
við umhverfi okkar og sýnum tillitssemi!“
María Bjarkadóttir / bokmenntir.is
VVVVV
Halla Þórlaug Gísladóttir / Fréttablaðið
www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39