Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Page 68

Fréttatíminn - 19.12.2014, Page 68
68 fjölskyldan Helgin 19.-21. desember 2014 Samskipti um jól og áramót J ól og áramót er spennandi tími fyrir flesta. Skipst er á litríkum pökkun, farið er í heimsóknir og matarboð til vina og ættingja, flugeldar sprengdir í loft upp þegar gamla árið kvatt og nýju ári fagnað. Fyrir aðra fylgja honum blendnar tilfinningar, jafnvel kvíði og sorg. Tómi stóllinn sem fyrrverandi maki átti við matarborðið minnir á brostna drauma og fjarveru foreldris. Skiptir ekki öllu máli hver átti frumkvæðið að skilnaðnum, hann er sársaukafullur fyrir marga. Með tímanum ná hinsvegar flestir að aðlagast breyttum aðstæðum og lífið fær nýjan lit. Í tóma stólinn er sestur nýr maki, stundum með börn af fyrra sambandi sem kallar á nýtt skipulag og sveigjanleika. Gera þarf ráð fyrir fyrrverandi mökum og stjúpforeldrum í skipulagningu hátíða, sem fólk er mistilbúið til, eða eins og ein mamman sagði: „Hvað kemur mér það við hvernig minn fyrrverandi og hans nýja hafa það um jólin? Ég ætla bara að halda mín jól!“ Okkur kemur í sjálfu sér ekki við hvernig fyrrverandi makar halda jól frekar en hvernig nágrannar okkar halda jól, en það skiptir börn miklu máli að eiga átakalaus jól með sínum nánustu. Þegar börn eiga foreldra á tveimur heimilum og kannski stjúpforeldra á þeim báðum er nánast öruggt að þau skilgreina fjölskyldu sína á annan hátt en foreldar þeirra. Fyrrverandi makar skilgreina sjaldnast hvort annað sem hluta af fjölskyldu sinni en þeir tilheyra oftast báðir fjölskyldum sameiginlegra barna, sem og stjúpforeldar barnanna, hálfsystkini og stundum stjúpsystkini. Fólk sem annað for- eldrið veit jafnvel lítil eða engin deili á. Það er þó ekkert gefið í þessum efnum frekar en annað. Stundum, ef engin eða lítil samskipti eru á milli stjúpforeldra og barna eða þau ekki góð, eru meiri líkur á að viðkomandi teljist utan fjölskyldunnar en ella. Viðhorf barns og þarfir geta farið saman með þörfum og viðhorfum foreldris en þær þurfa hinsvegar ekki að gera það. Það er því ekki víst að barnið sé jafn spennt að ganga inn í hefðir stjúpforeldrisins og foreldri þess, eða segja skilið við stjúpforeldri sem foreldrið hefur sagt skilið við. Í slíkum aðstæðum þarf að vera vilji til að finna lausn sem hentar öllum, ekki bara sumum. Stundum er óskað eftir nærveru barna á fleirum en einum stað á sama tíma. Það væri lúxus ef hægt væri klóna börnin. Þannig gæti Júlía verið með mömmu sinni hjá nýju tengdaforeldrum hennar á jóladag og verið á „sama tíma“ með föður sínum og stjúpu hjá föðurforeldrum í Grafarvogi, já eða á Akureyri hjá stjúpafa og -ömmu. Þá gæti hún líka verið á „sama tíma“ með Helga, sammæðra hálfbróður sínum hjá föður hans í Hafnarfirði, sem hún hefur alltaf litið á sem föður sinn. Mamma hennar talaði líka alltaf um hann sem pabba hennar, þangað til þau skildu síðastliðið vor. Nú heitir hann „Gummi pabbi Helga“ hjá mömmu hennar. Þangað til við höfum náð að þróa þá tækni betur að klóna fólk þurfa foreldrar, sem og stjúpforeldrar séu þeir til staðar, að komast að einhverju samkomulagi um veru barna um hátíðir. Það er ágætt að hafa það á bak við eyrað í skipulagningunni að börn þurfa hvíld, að í árinu eru 365 dagar og ekkert sem bannar að halda þá alla hátíðlega ef við viljum. Séum við eitthvað illa upplögð má biðja vini og vandamenn um aðstoð að koma börnum á milli heimila og slappað af í staðinn með konfekt og kertaljós. Börn telja ekki daga og mínútur nema helst þegar von er á jólasveininum, þau kunna hinsvegar vel að meta góð samskipti foreldra númer eitt, tvö og þrjú. Skipta fjölskyldugerðir þar engu máli. Veljum frið – og eigum öll gleðileg jól! Stundum er óskað eftir nærveru barna á fleirum en einum stað á sama tíma. Það væri lúxus ef hægt væri klóna börnin. Eru mínir nánustu þeir sömu og barna minna? Valgerður Halldórs- dóttir félagsráðgjafi og kennari heimur barna 1. Verslun Höfum í huga að börn og verslun fara ekki vel saman. Að taka börnin í verslunar- leiðangur getur verið ávísun á áreiti og stress sem er ekki ákjósanleg líðan, hvorki um jól né nokkurn tíma. 2. Samvera Samvera er það sem jólin snúast um og það sem öll börn þrá að eiga með foreldrum sínum. Þess vegna eru jólin hátíð barnanna. Notalegar samverustundir eru það sem gera jólin að jólunum fyrir börn jafnt sem fullorðna. 3. Hefðir Jólin snúast líka um hefðir en höfum í huga að við verðum að vera fær um að laga hefð- irnar að þörfum barnanna, því sumar hefðir samræmast hreinlega ekki þroska og þolinmæði barna. 4. Regla Börn þurfa reglu, sama hvort það eru jól eða ekki. Það er sérstaklega erfitt fyrir minnstu krílin að halda ekki í sínar föstu venjur, því það er þeirra öryggi. 5. Svefn Svefn er mikilvægur fyrir alla en sérstaklega börnin. Það er voða notalegt að vaka fram- eftir í fríinu en of lítill svefn kemur niður á fjölskyldunni í pirringi sem enginn vill taka með í jólafríið. 6. Jólastress Ef við verðum stressuð látum þá börnin ekki finna fyrir því. Reynum að gera stressfría hluti eins og að baka eða fara í göngutúr, með börnunum. 7. Gjafir Kennum börnunum að gefa og þiggja. Jólin eru frábær tími til að virkja samkennd og gleði. 8. Matur Njótum þess að borða góðan mat en munum að hafa reglu á matartímum. Börnin eiga það til að gleymast í öllum veisl- unum en mikilvægt er að þau fái holla og næga næringu eins og alla aðra daga ársins. Svo er gaman að leyfa börnunum að taka þátt í eldamennskunni. 9. Útivera Gerum gott úr hvaða veðri sem er því útivera er svo góð í jólafríinu. Ef það vill svo vel til að jólin eru hvít það verður öll fjölskyldan að gera snjókall, finna sleðabrekku eða fara í fjöllin. 10. Endurvinnsla Notum tækifærið og kennum börnunum að vera umhverfisvæn. Öll börn hafa gaman að því að hafa verk að vinna og að flokka allar umbúðirnar sem fylgja jólunum er fínt verk að vinna. Eigum stresslaus jól með börnunum Laugavegi 53 Sími 552 3737 Opið öll kvöld til 22:00 Iana Reykjavík Úlpur, Peysur, Buxur, Kjólar , Kápur, Útigallar og Húfur Einnig mikið úrval af sængurgjöfum. Mikið úrval af fallegum jólagjöfum.... Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknar- félags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Söngkonana Nathalía Druzin Halldórsdóttir syngur einsöng. Sönghópur Fríkirkjunnar syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni þjónar fyrir altari. Miðnætursamvera á jólanótt. Páll Óskar og Monika Abendroth ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra. Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti! Hátíðarguðsþjónusta á jóladag. Ljósanna hátíð fagnað með rísandi sól. Egill Ólafsson söngvari syngur og spjallar um tón- listarval sitt. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, Söng- hópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Aftansöngur á gamlárskvöldi. Brynhildur Þóra Þórsdóttir syngur einsöng og Sigurður Flosason leikur á saxófón. Sun. 21.des. kl. 14:00 Mið. 24. des. kl. 18:00 Mið. 24. des. kl. 23:30 Fim. 25. des. kl. 14:00 Mið. 31. des. kl. 17:00 Föstud. 19. des. Laugard. 20 og Sunnud. 21.des. Opið 12:00 - 20:00 Mánud. 22. des. og Þorláksmessa 23. des. Opið 11:00 - 22:00 Aðfangadagur 24. des. Opið 10:00 - 12:00 Hannaðu Draumavagninn þinn HLÍÐASMÁRA 4 201 Kópavogi BarnidOkkar.is + Vagnstykki + Kerrustykki + Skiptitaska Verð frá kr. 99.900 Velkomin í nýja verslun okkar í Kópavogi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.