Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 96

Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 96
96 matur & vín Helgin 19.-21. desember 2014 Hvít jól Í síðustu viku fjölluðum við um nokkrar helstu rauðvínsþrúgurnar og hvaða mat þær eiga helst samleið með. Í þessari viku er komið að þeim hvítu. Hvítvín er svo sannarlega ekki eingöngu til að sötra í saumaklúbbnum eða á opnunum listasýninga og það hentar með svo miklu meira en bara fiskmeti þó einn helsti styrkleiki þeirra sé þar. Jólin eru kannski oftar rauð en hvít í fleiri en einum skiln- ingi en þó þau séu rauð utandyra er um að gera að hafa þau hvít innandyra. Albert Bichot Heritage 1831 Chardonnay Gerð: Hvítvín Uppruni: Búrgúndí, Frakkland 2012 Styrkleiki: 13% Þrúga: Chardonnay Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.898 Fínasta Búrgúndí chardonnay góðu verði miðað við hvað er hægt að eyða í þessi vín. Fínlegt með sítrus og eplum. Létt eikað og skemmtilegt. Beint í hörpuskelina. Hardys Nottage Hill Chardonnay Gerð: Hvítvín Uppruni: Ástralía, 2013 Styrkleiki: 13,5% Þrúga: Chardonnay Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.399 Nýjaheims chardonnay sem þó reynir að líkjast frönskum ættingjum. Léttur ávöxtur, milt og með vanillu og smá eik. Steinliggur með fiskmetinu og ekki síður smjörsm- urðum kjúlla með smá hvítlauk. Muga Fermentado en Barrica Gerð: Hvítvín Uppruni: Rioja, Spánn 2013 Styrkleiki: 13% Þrúga: Víura Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.790 Ein bestu hvítvínskaup sem þú gerir í ríkinu. Heilmikið í flöskunni fyrir pening- inn. Létt og ljóst og leikur í munni með eikuðu eftirbragði. Frábært vín sem gefur rauðvínbróður sínum ekkert eftir. Helst að njóta þess eintómt en það mun bæta skel- fiskréttinn þinn umtalsvert. Pfaff Gewurztraminer Gerð: Hvítvín Uppruni: Alsace, Frakkland 2012 Styrkleiki: 13,5% Þrúga: Gewurztraminer Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.650 Þetta vín er deilir saumavélagæðum nafna síns. Virkilega skemmtilegt vín með smá sætu og fáguðum eiginleikum, síturs og apríkósu. Passar með fáránlega breiðu úrvali af mat allt frá hamborgarhrygg upp í sterkt indverskt tandoori. Willm Pinot Gris Reserve Gerð: Hvítvín Uppruni: Alsace, Frakkland 2013 Styrkleiki: 12,5% Þrúga: Pinot Gris Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.799 Alsace er alveg fáránlega flott svæði og spýtir frá sér alls konar gæðahvítvínum. Þetta smásæta pinot gris er ljúft og milt með steinefnum og ljósum léttum ávexti. Gott til söturs einsamalt en tekur kjúlla og mikið kryddaðan mat í nefið líka. Vicar’s Choice Riesling Gerð: Hvítvín Uppruni: Marlbourough, Nýja Sjáland, 2011 Styrkleiki: 11,5% Þrúga: Riesling Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.499 Hér er á ferðinni þurr Riesling. Vínið er ferskt og skemmtilegt með áberandi sítrus og greipkeim í bragðinu. Skemmtileg til- breyting við sætari ríesling vín. Gott með alls konar mat en spennandi að prófa með ferskuostum, t.d. ferskum og sýruríkum geitaosti. Cono Sur Sauvignon Blanc Reserva Especial Gerð: Hvítvín Uppruni: Chile 2012 Styrkleiki: 13% Þrúga: Sauvignon Blanc Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.395 Nýjaheims sauvignon blanc. Ferskur fyrir allan peninginn með aspas og sítrus, brakandi þurrt og gott. Frábært og frískandi með grilluðum fiski, sérstaklega ef það er sítrona einhvers staðar með í för. Gott ostavín líka, prófaðu brie eða aðra milda hvítmygluosta. Dourthe No1 Sauvignon Blanc Gerð: Hvítvín Uppruni: Bourdeaux, Frakkland 2013 Styrkleiki: 12% Þrúga: Sauvignon Blanc Verð í Vínbúðunum: Kr. 2.298 Bordeaux sauvignon blanc eru venjulega blönduð með semillion þrúgunni en þetta er hreinn og beinn sauvignon. Þurr og frískandi, greip og steinefni. Góður með salati þar sem smá balsamic eða sítrónusýra hefur fengið að fljóta með. Chardonnay Lykilbragð: Sítrus, melóna og ananas auk smjörs og vanillu þegar það er eikað. Chardonnay er lykil- þrúga Búrgúndíhérðs þar sem steinefnin eru lykilatriði í vínum eins og frá Chablis en mörg frábær chardonnay koma frá líka frá Chile og Kaliforníu og Ástralíu. Passar best með: Chardonnay er mjög gott matarvín og passar vel með hvítu kjöti eins og kjúklingi og svínakjöti og nýtur sín í botn með skelfiski og feitari hvítum fiski, sérstaklega ef það er aðeins smjörað og eikað. Gewurztraminer Lykilbragð: Léttir suðrænir ávextir, ferskja, rósarblöð og krydd. Eitt besta svæðið fyrir gewurztraminer er Alsace í Frakklandi. Stíllinn er ýmist sætur eða þurr. Passar best með: Þurrt passar það vel með reyktum laxi og krydduðum réttum. Sætt gengur vel með ávaxtaríkum eftir- réttum og feitum rjóma- kenndum lifrarkæfum og paté-um. Pinot Gris / Pinot Grigio Lykilbragð: Pera, hunang, epli og sítrus. Alsace í Frakklandi er þekkt fyrir sætari hunangsrík pinot gris á meðan betri ítölsk pinot grigio eru þurrari með meiri steinefnum. Passar best með: Þurrt nýtur sín með svínakjöti og rjómapasta. Sætara hefur það svipaða eiginleika og gewurzt- raminer og passar vel með feitum kæfum og rjómlöguðum eftir- réttum. Riesling Lykilbragð: Lime, græn epli og hunang. Þýsk riesling eru frábær jafnt þur sem sæt. Einnig koma góð sæt og þurr riesling frá Alsace en nýrri lönd eru að ryðja sér rúms eins og Nýja Sjáland. Passar best með: Þurrt með alikjöti eins og önd eða gæs. Sæt eru best með eftirréttum, búðingi og ávaxta- kokteilum. Sauvignon Blanc Lykilbragð: Sítrus, asp- as, grösugt, ylliblóm, kattahland, sýruríkt og arómatískt. Bordeaux sauvignon blanc eins og Sancerre og Pou- illy-Fumé eru ein þau frægustu en Nýja Sjá- land og Chile gera lika frábær þannig vín. Passar best með: Hvers konar fiskur og skel- fiskur, spæsí asískur matur, sýruríkur og beiskur matur eins og grænt salat sem og ferskostar. Metsölulisti Eymundsson Landkynningarbækur. Vika 50 1. Takk fyrir að velja bækur Metsölulisti Eymundsson Landkynningarbækur. Vika 50 3. Metsölulisti Eymundsson Landkynningarbækur. Vika 50 2. www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.