Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 103
Helgin 19.-21. desember 2014 matur & vín 103
Xxxxx
Xxxxx: Xxxxx
Matarmarkaðurinn Krás vakti mikla
lukku í sumar og ef að líkum lætur
verður góð stemning í Fógetagarðinum
á laugardag og sunnudag.
Jólaútgáfa af matarmarkaðinum Krás
Sérstök jólaútgáfa af götumatar-
markaðinum Krás verður í Fógeta-
garðinum á laugardag og sunnudag.
Krás vakti mikla lukku í sumar og
má búast við því að vegfarendur í
jólagjafaleit muni fagna því að geta
gætt sér á rjúkandi götumat frá
mörgum af bestu veitingastöðum
borgarinnar.
Á Krás koma saman veitinga-
staðir úr öllum áttum og endum
veitingaflórunnar í Reykjavík og
gera götuútgáfu af þeim mat sem
þeir gera og eru þekktir fyrir alla
jafna. Þarna verður boðið upp á
jólaglögg og kakó og heitan jóla-
legan mat.
Veitingastaðirnir sem taka þátt
í Jólakrás eru: Uno, Bergsson mat-
hús, Grillið á Hótel Sögu, Dill res-
taurant, Coocoo’s nest, Matur og
drykkur, Kjallarinn, Sandholtsbak-
arí, Smurstöðin í Hörpu, Austur-
landahraðlestin, Kleinubarinn og
Meze.
Þegar þetta er ritað er veðurspáin
nokkuð hagstæð, stilla og bjart, en
það er vissara að fólk klæði sig vel
því það verður frost.
Cockburn’s Fine White Port
Hvítt portvín gefur því rauða ekkert
eftir. Það skemmtilega við hvítt portvín
er að það er notað með öðrum hætti
og hefur marga eiginleika umfram það
rauða. Það er t.d. frábært út í tónik. Þá
verður til mjög frískandi sumardrykkur
sem á kannski ekki mjög vel við núna
um hávetur en engu að síður er vel þess
virði að sleppa gininu svona einu sinni og
prófa þessa blöndu. Það er líka mildari
kokteill. Svo er hvítt portvín líka eðal
matarvín og ef það er vel kælt og borið
fram í vínglasi sómir það sér einkar vel
með tvíreyktu hangikjöti og lifrarkæfu,
helst villibráðarpate eða lifrarmús.
Gerð: Hvítt portvín
Styrkleiki: 19%
Verð í Vínbúðunum: Kr. 4.390
Ljósgult. Sætt, mjúkt. Ljósar rúsínur,
epli, þurrkaðir ávextir. Milt.
Chivas Regal 18 ára
Ef þú vilt frekar gera skoskt kaffi í stað
þess írska þá þarftu einfaldlega að nota
skoskt viskí eins og þetta Chivas Regal,
18 ára blandað eðalviskí. Milt, heitt og
ágengt eins og góður blendingi á að
vera.
Styrkleiki: 40%
Verð í Vínbúðunum: Kr. 10.499