Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 114

Fréttatíminn - 19.12.2014, Síða 114
É g er alin upp á tveimur tungu-málum og Vala á barn sem er tvítyngt svo þetta stendur okkur nærri,“ segir annar höfund- anna, Kolbrún Anna Björnsdóttir. Þær eru báðar leikaramenntaðar og hefur Vala skrifað bæði bækur og leikrit. Bókin hennar, Þanka- ganga Myslobieg, fékk Fjöruverð- launin, bókmenntaverðlaun kvenna árið 2011. Þetta er fyrsta skáldsaga Kolbrúnar sem starfar einnig sem kennari og hefur skrifað kennslu- efni, smásögur og fleira. „Þetta er eitt af því sem mað- ur upplifir sem kennari í dag, að kenna tvítyngdum börnum,“ seg- ir Kolbrún. „Þetta hefur vissulega sína kosti og galla en við kjósum að líta á þetta sem gjöf frekar en vandamál. Það er ekki öllum gef- ið að tala tvö tungumál frá unga aldri,“ segir Kolbrún. „Við stönd- um að vísu ekki jafn framarlega í kennslu hér á landi og Svíar, til að mynda. Þar er tvítyngdum börnum boðið upp á eina kennslu- stund í viku á sínu grunnmáli. Það er alltaf pláss fyrir úrbætur,“ segir Kolbrún. Bókin Á puttanum með pabba er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í ár og segir Kolbrún viðtökurn- ar hafa verið mjög góðar. „Við höfum heyrt í mörgum krökkum sem finnst bókin mjög skemmti- leg og einnig er mjög gaman að heyra hvað mörgum foreldrum finnst gaman að lesa hana fyrir börnin,“ segir Kolbrún. „Það er mjög mikilvægt. Það er alltaf skemmtilegra þegar bækur ná til sem flestra.“ Bókin er skemmtilega mynd- skreytt af Láru Garðarsdóttur og segir Kolbrún þær Völu vera með framhaldsbók í smíðum. „Við erum aðeins farnar að hugsa um það. Eins erum við að skrifa margt annað þessu tengt,“ segir Kolbrún Anna Björnsdóttir.  Bækur Á puttanum með paBBa kallast ný BarnaBók Sagan Á puttanum með pabba gerist í sumarfríi íslensk-ítölsku systkinanna Sonju og Frikka en þau lenda í ótrúlegum ævintýrum á óvæntu puttaferðalagi með pabba sínum. Hún gefur lesendum innsýn í skemmtilegan heim tvítyngdra barna, bæði hvað varðar tungumálið og hvernig það að eiga tvo menningarheima nýtist þeim í daglegu lífi. Höfundarnir, Vala Þórs- dóttir og Kolbrún Anna Björnsdóttir, hafa báðar reynslu af tvítyngi í sínu lífi. Ótrúleg ævintýri tvítyngdra krakka Höfundar bókarinnar ásamt myndskreyti. Á puttanum með pabba er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í ár.  tónleikar andkristnihÁtíð Á Gauknum Jólabörn í Black metal hljómsveitum Andkristnihátíð hefur verið haldin hér á landi undanfarin 14 ár. Upp- haflega var efnt til hátíðarinnar af meðlimum hljómsveitanna Sólstafa og Forgarðs helvítis sem mótmæla við Kristnitökuhátíðina sem haldin var árið 2000, og þá sérstaklega við kostnaðinn við þá hátíð. Í ár tók til starfa svokölluð And- kristninefnd sem stendur að And- kristnihátíð sem haldin verður á sunnudaginn á Gauknum. Eyvindur Gauti, einn aðstandenda, segir þó jólaandann svífa yfir. Jólin voru jú upphaflega andkristin. „Okkur langaði til þess að hafa þetta skemmtilega formlegt og stofnuðum því nefndina,“ segir Ey- vindur Gauti. „Andkristnihátíðin er í rauninni tónleikar þar sem bestu Black metal sveitir landsins koma fram. Ímynd þessarar tegundar rokks er nú ekki beint góð, en hér á Íslandi er ekki eins mikið um það að fólk sé að mála sig og líta hvað djöfullegast út. Tónlistin er það sem skiptir máli,“ segir Eyvindur. Á tón- leikunum á sunnudag koma fram meðal annars hljómsveitirnar Svarti dauði, Sinmara og Carpe Noctem og kostar 2.500 krónur við inngang, en 2.000 krónur í forsölu á miðasölu- vefnum Tix.is. „Það er þó enginn í okkar röðum sem sleppir jólum,“ segir Eyvindur. „Það vill enginn missa af því tæki- færi að borða sig fullan af kjöti og öðru gúmmelaði. Ég held að flestir sem hlusti á þessa tónlist séu jafn mikil jólabörn og aðrir. Það má held- ur ekki gleyma því að jólin voru í upphafi andkristin og ætti því And- kristnihátíð að vera fastur partur af jólaundirbúningi allra,“ segir Ey- vindur Gauti, skipuleggjandi And- kristnihátíðar. -hf Carpe Noctem í fullum skrúða. Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. Fæst einnig í Hagkaupi Smáralind, Skeifunni og Garðabæ. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogdur.is Glæsileg jólatilboð á öllum vörum Hreinsum og endurnýjum allar tegundir af sængum Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi lindesign.is Hátíðardúkar Margar stærðir & gerðir strau- og blettafrítt efni Verð frá 6.980 kr TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is Opnunartímar 12:00-17:00 miðvikudaga til föstudaga 13:00-16:00 laugardaga og eftir samkomulagi 114 menning Helgin 19.-21. desember 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.