Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 120

Fréttatíminn - 19.12.2014, Blaðsíða 120
 Í takt við tÍmann vivian ÓlafsdÓttir Reynir að hætta að vera leiðinleg á Facebook Vivian Ólafsdóttir er þrítug og rekur ættir sínar til Færeyja og Mosfellsdals. Hún lauk leiklistarnámi við Kvikmynda- skóla Íslands árið 2012 og stundar nú nám í Heilsumeistaraskólanum. Vivian lék í átaksmyndbandi UN Women á dögunum. Hún nýtur þess að vera heima hjá sér og horfir mikið á bíómyndir með manninum sínum. Staðalbúnaður Ég pæli ekkert í fötum og geng eiginlega bara í notuðum fötum. Það hljómar eins og ég sé útigangsmanneskja en ég held bara vel utanum þau föt sem ég á. Ég vil helst bara vera í einhverju þægilegu, það er minn stíll. Hugbúnaður Ég er mikil fjöskyldumanneskja. Ég og maðurinn minn eigum fjórar stelpur samtals, tvær þeirra eru hjá okkur aðra hverja viku. Við reynum að gera mikið saman, fara í sund eða heimsóknir, fara í ferðalög eða hafa bara kósí og skemmti- legt saman. Ég horfi mikið á bíómyndir með manninum mínum sem er leikstjóri. Við höfum gaman af því og pælum í þessu saman. Ég horfði síðast á Nightcrawlers sem er var góð. Síðasta sjónvarpssería sem ég datt inn í var House of Cards. Vélbúnaður Ég er eins og amma mín þegar kemur að tölvum og tækni, ef ekki verri. Ég vildi óska þess að ég væri græjutöffari. Sem betur fer er maðurinn minn klár í þessu. Hann þarf meira að segja að hjálpa mér að dánlóda. Ég er mjög léleg á Facebook og er sennilega einhver leiðinlegasta manneskja sem þú finnur þar. Ef ég tala ekki um börnin þar, þá er ég nöldrandi. Ég viðurkenni þetta fúslega en ég er að reyna að bæta mig. Aukabúnaður Ég kann ágætlega að elda og út frá námi mínu í Heilsumeistaraskólanum er ég að læra ýmislegt nýtt. Það er mikið að gerast í eldhúsinu þessa dagana og holl- usta og meðvitund eru í aðalhlutverkinu. Fólkið á heimilinu hefur tekið vel í þessar breytingar, við maðurinn minn þurfum alla vega bæði á þessu að halda. Uppá- haldsstaðurinn minn er heima, í þau fáu skipti sem við fáum frí viljum við bara vera heima. Helstu áhugamál mín eru leiklistin og heilsan í gegnum námið mitt. Mér finnst reyndar ógeðslega gaman að fara að veiða, ég hef það frá pabba mínum. Það er yndislegt að sitja með veiðistöngina með lakkríspoka eða bjór í góðu veðri. Heim  Jón Jónsson Jón er næstum kominn heim Draumatengdasonurinn Jón Jónsson sendir nú frá sér plötu á íslensku í fyrsta sinn. Ég segi bara til hamingju, það er ákveðið þroskamerki tónlistarmanns að viðurkenna uppruna sinn og hafa kjark til þess að syngja popp- tónlist á hinu ástkæra og ylhýra. Platan byrjar á kunnuglegu gítarströmmi Jóns í titillaginu og þar fer afskaplega þægileg poppplata af stað. Það er ekki verið að finna upp hjólið, enda er kannski ekki verið að ætlast til þess af þeim söngvara sem Jón er. Það eru aðrir í því. Stuðboltinn, sem Jón er þekktur fyrir, sýnir hér styrk sem hann hefur ekki gert áður, en það er í rólegri lögunum. Maður þarf nefnilega ekkert alltaf að vera massahress. Ykkar koma er t.d fínt popplag, sem og flest lögin á plötunni. Þó mörg þeirra séu úr sömu uppskriftabók- inni. Stundum er gott að lesa fleiri bækur. Jón sýnir þó jákvæða þróun í lagasmíðum og hann er á réttri leið. Bestu lögin eru Ykkar koma, Sátt og Gæti þín. 525  Gunnar Gunnarsson Fullkomnun Djasspíanistinn og organistinn Gunnar Gunnarsson heldur áfram að setja sálmana í sinn búning. Að þessu sinni eru með honum gítarleikarinn Ásgeir Ásgeirsson og kontrabassaleikarinn Þorgrímur Jónsson sem leika bæði sálma gamla og nýja, sem og önnur lög valin af Gunnari. Talan 525 er sálmanúmer sálmsins Til þín, drottinn hnatta og heima eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem er á plötunni. Gunnar hefur einstakt lag á að setja þessa gömlu sálma í djassföt, og láta þá hljóma sem ný lög. Eins er svolítið skandinavískur keimur af þessari plötu og hún rímar mjög við snjó og skamm- degi, en á jákvæðan hátt þó. Samleikur tríósins er gríðar gott. Dínamík til mikillar fyrirmyndar og það heyrist vel í snarstefj- un hljóðfæraleikaranna hversu mikla tilfinningu þeir hafa fyrir laglínunum og hljóðfærinu. Maður endurheimtir smá trú á mannkyninu þegar maður hlustar á þessa plötu. Ég er búinn að hlusta á hana æði oft, og mun gera áfram. Bestu lögin eru Vaktu minn Jesú, vaktu í mér. Morgunsálmur. Máríuvers og Dýrð, vald, virðing. John Grant  J. G. ásamt Fílharmóníuhl. BBC Falleg viðbót Tónlistarmaðurinn og stjúpsonur Íslands, John Grant, hefur undanfarið ár rúmlega, verið á tónleika- ferðalagi þar sem hann hefur ásamt hljómsveit sinni kynnt síðustu plötu sína Pale Green Ghosts, sem kom út á síðasta ári. Nýlega tók Grant upp safn laga sinna ásamt BBC Fílharmóníunni og er plata með þessum upptökum nýkomin út. Tónlist Grant er eiginlega fullkomin til svona útsetninga. Eiginlega eru mörg lögin hreinlega nær sínu náttúrúlega um- hverfi þegar heilli sinfóníu bætt við. Útsetningarnar, sem eru skrifaðar af konu að nafni Fiona Brice, sem mest hefur unnið með bresku hljómsveitinni Placebo, eru mjög smekk- legar. Tónlist Grant er oft á tíðum mínímalísk og falleg og eru útsetningarnar mjög hjálplegar til þess að undir- strika þessa eiginleika. Ekki má þó gleyma hljóm- sveit John Grant sem að sjálfsögðu er á sínum stað, og er skipuð Íslendingum. Það er greinilegt að bandið hefur verið að túra mikið á árinu því hrynsveitin er þéttari en 80% súkkulaði. Bestu lögin eru Sigourney Weaver, GMF, Pale Green Ghosts og Queen of Denmark. Plötuhorn Hannesar Lj ós m yn d/ H ar i 120 dægurmál Helgin 19.-21. desember 2014 FACEBOOK.COM/ORGREYKJAVIK INSTAGRAM @ORG_REYKJAVIK LAUGAVEGI 58 organic fair trade fashion
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.