Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 16

Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 16
E R L E N T frægð og Michael Deaver, fyrrum aðstoðar- starfsmannastjóri Hvíta hússins. Á ör- skömmum tíma varð hann einhver áhrifa- mesti maður í Washington, fyrst og fremst vegna vináttu sinnar við forsetahjónin, og náin tengsl við starfsmenn Hvíta hússins. Hann hélt áfram að ganga inn og út í Hvíta húsinu, leika tennis á tennisvelli for- setans, og það sem mestu máli skipti: Nancy Reagan sá til þess að hann fengi dagsáætlun forsetans, þannig að Deaver vissi ávallt hvar og hvenær hægt væri að hafa samband við forsetann. Allt leiddi þetta til þess að viðskiptin glæddust hjá Deaver og hann barst mikið á. En dramb er falli næst. Honum urðu á alvar- leg mistök er hann hóf að starfa fyrir stjórnvöld í Kanada að málum sem hann hafði sinnt meðan hann starfaði fyrir Rea- ganstjórnina. Þar með braut hann að margra dómi sérstakar siðareglur opinberra starfsmanna, sem kveða svo á um, að minnst tvö ár þurfi að líða frá því að opinber starfsmaður hætti afskiptum af ákveðnum málaflokki, áður en hann getur farið að vinna að sömu málum fyrir einkaaðila. Sérstök rannsóknarnefnd kannaði mál Deavers á síðasta ári og var hann ákærður fyrir lögbrot, en dómur hefur ekki enn verið kveðinn upp. „Ég veit ekki hvort það sem hann gerði er óheiðarlegt eða ólöglegt,“ sagði fyrrum starfsmaður Hvíta hússins um mál Deavers í viðtali við Time, „en ég veit með vissu að það er óþefur af þessu máli.“ OF MIKIL VÖLD? Deavermálið vakti upp ■ Mlchael Deaver: Dramb er ffalli nœst. umræður um áhrif lobbyistanna og hættuna á spillingu. „Starfið hefur heldur verið að hækka í áliti hjá almenningi undanfarin ár, en þetta atar okkur alla auri á nýjan leik,“ sagði einn lobbyisti í viðtali við Time eftir að Deaver- málið kom upp. Sú ímynd hefur löngum loðað við stéttina, að þar færu menn með fulla vasa af pening- um, sem mútuðu hverjum sem væri til að ná vilja sínum fram. Bud Whitthaus, sem er lobbyisti fyrir bíla- framleiðandann General Motors, segir að það séu að minnsta kosti 30 ár síðan slíkar starfsaðferðir voru aflagðar. Hann segir að allir lobbyistar vilji hafa áhrif og ná árangri, en hver og einn hafi sínar sérstöku starfsað- ferðir. Penny Farting, sem er formaður hagsmunasamtaka lobbyista, tekur undir orð Whitthaus og segir að árangurinn ráðist fyrst og fremst af þeim samböndum sem menn hafi í þinginu. Hún óttast ekki um framtíðarhorfurnar, því fjöldi lagafrum- varpa eykst með ári hverju og þingmenn kvarta yfir að þeir hafi ekki tíma og tækifasri til að setja sig almennilega inn í málin. Og því fleiri sem frumvörpin eru, þeim mun meiri hagsmunir eru í veði. Að hennar mati er þó ekki hætta á að völd og áhrif lobbyist- anna verði of mikil, því hinir ólíku hagsmun- ir jafnist út þegar á heildina er litið. En Pat Cadell, sem vinnur við skoðana- kannanir, hefur áhyggjur af þróuninni. I viðtali við tímaritið U.S. News & World Report segir hann að þegar að öllu sé a botnínn hvolft snúist lobbyismi um peninga. og því sé hættan á spillingu alltaf fyrir hendi- Margir þingmenn eru einnig uggandi yf>r þróuninni og hafa reynt að draga úr áhrifum lobbyistanna. Enn aðrir segja litla hættu vera á ferðum og telja að starfsemi þeirra falli undir lögin um tjáningarfrelsi. Segja þeir að það sé undir hverjum þingmannj komið að sjá til þess að lobbyistarnir brjótj ekki hinar óskráðu leikreglur, enda myndi slíkt brot leiða til þess að lobbyistarnir glöt' uðu því sem þeim er mikilvægast: tengslun' við þingmenn. Eða eins og einn þingmaður orðaði það; „Óheiðarlegur lobbyisti reynir bara einu sinni að hlunnfara þig. Það spyrst strax út og þar með er hann búinn að vera.“ ■ Árni Þórður Jónsson íslendingar ekki í lobbyisma Leitum þó stundum aðstoðar HÖRÐUR H. BJARNASON er sendifulltrúi í íslenska sendi- ráðinu í Washington og hefur kynnst lobbyistum og lobbyisma af eigin raun í gegnum starfið. Hann segir að erfitt sé að leggja dóm á störf þessara aðila, en þeir hafi skapað sér hefð í hinu bandaríska stjórnkerfi og starfsemi þeirra sé leyfileg lögum samkvæmt. Hörður segir að íslenska ríkið noti ekki að jafnaði þjónustu lobbyista í Washington, en þó komi það fyrir í einstökum málum að leitað sé sérfræðilegrar lögfræðiaðstoðar, og nefnir hann hval- veiðimálið sem dæmi. „Ég held að það hafi ekki verið rætt markvisst um að nota lobbyista til að kynna málstað okkar," sagði Hörður, „en það er vissulega ein leið til að ná athygli þingsins." En þótt við íslendingar getum varla talist notfæra okkur þjónustu lobbyistanna í Washington, þá verður ekki það sama sagt um önnur ríki. Hörður sagði að mörg erlendu sendiráðanna í Washington nýttu sér þessa þjónustu að staðaldri og teldu sig þurfa á henni að halda. Nefndi hann sem dæmi Grikki og Tyrki. Miklir hagsmunaárekstrar eru milli þessara ríkja og hafa þau bæði gripið til þess ráðs að fá í sína þjónustu mjög færa lobbyista, til að koma málstað sínum á framfæri við bandarísk stjórnvöld. Hörður sagði að ýsmir teldu það eðlilega þróun að lobbyistarnir kæmu á þennan hátt inn á svið erlendu sendiráðanna. þar sem þau hefðu oft á tíðum ekki tök á að fara sömnu leið og lobbyistarnir, sem margir hverjir væru persónulega kunnugir þingmönnum. Hörður sagðist aðspurður ekki telja mikla hættu á að starfsenn lobbyistanna leiddi til spillingar eða óeðlilegrar fyrirgreiðslu. I lann benti á að þeir væru bundnir af siðareglum og eins þyrftu þeir að gera grein fyrir öllum greiðslum sem þeir ynntu af hendi. „Hins vegar eru þess dæmi að menn hafi farið framhjá þessu," sagði Hörður, „og þá hafa þeir lent í málaferlum.“ En skyldi lobbyismi að amerískri fyrirmynd eiga erindi til ls- lands? Hörður H. Bjarnason vildi ekki leggja dóm á það, en taldi þó, svona fljótt á litið, að það væri ekki sami grundvöllur fyr'r starfsemi af þessu tagi hér heima. „Samskipti milli manna eru það greið heima, að það er tæpasl þörf á milligöngumönnum af þessu tagi,“sagði Hörður H. Bjarna- son sendifulltrúi í Washington að lokum. ■ Höröur: Ekki þörf á milligöngu- mönnum heima vegna fámennis. 16

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.