Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 21
E R L E N T
olöglegt með hliðsjón af Rómarsáttmála
EBE. Ef þetta tekst þó ekki verður
framtíðin ekki í okkar eigin höndum.
Þá verða menn að átta sig á því að ef ný
tækni gerir kleift að framleiða vörur nteð
minna vinnuafli, en það gerir hin nýja tækni
vissulega, stöndum við frammi fyrir ein-
földum valkosti: helmingur þjóðarinnar
verður atvinnulaus og undir eftirliti
lögreglunnar til að koma í veg fyrir byltingu.
hinn helmingurinn sem vinnur, verður
nndir eftirliti lögreglunnar í verkföllum.
•’annig gætum við hrasað inn í lögregluríki
ef tæknin er misnotuð til að þjóna
ftagsmunum hinna ríku í stað þess að hún
L°mi til hagsbóta fyrir fjöldann. En
andstætt þessari þróun er möguleikinn á
styttingu vinnuvikunnar og starfsævinnar
raunverulega fyrir hendi.
Lfrnfram allt annað verðum við að gera
°kkur grein fyrir því að hreyfiafl hagvaxtar
°g framfara eru opinber útgjöld; framlög til
velferðarmála, menntunarkerfisins, um-
kverfismála, mannsæmandi lífskjara,
ellilífeyris o.s.frv. En þegar slík framlög eru
aukin snúast innlend fyrirtæki gegn
stefnunni og þá verður að koma á
a®tlanabúskap. Ekki þó í hefðbundnu formi
uuðstýrðrar ríkisforsjár því aðalveikleiki
sosíaldemókratismans í V-Evrópu hefur
verið hinn sami, þó það hljómi undarlega,
°g sá veikleiki kommúnismans í Austur
bvrópu að leggja ofuráherslu á miðstýringu.
Kerfið verðúr þá ólýðræðislegt og for-
fíeöislegt, firrt almenningi og ósnortið af
utanaðkomandi, lýðræðislegum þrýstingi.
Ef við lítum á efnahagsþróunina frá
sjonarhorni lýðræðisins, en ekki völdunt
tyrirtækjanna eins og þau birtast á
utarkaðnum, þá getum við séð fyrir okkur í
ramtíðinni skipulag áætlanagerðar sem
JUyndi vera mjög skilvirkt, en um leið
ýoræðislegt, valddreift og opið. Hún myndi
Vera gjörólík þeirri nýfrjálshyggjuþróun
sem við þekkjum síðan 1979.“
BANDALAG. „í mínum augum
ýtur leiðin fram á við að felast í þessum
grundvallarþáttum lýðræðisþróunar. En til
dð gera hana að veruleika verður að byggja
uPp nýtt bandalag, annað en hið gamla
Urelta bandalag Verkamannaflokksins sem
fr ntilli karla úr verkalýðsstétt og
Jördæmaflokka flokksins. Þetta bandalag
fr úrelt vegna þess að samsetning launafólks
efur breyst, konum hefur fjölgað á
'nnumarkaðnum °S fjölmargar þeirra eru
e'agsbundnar láglaunakonur. Svertingjar
a a komið á vinnumarkaðinn og allt eðli
vlnnunnar hefur breyst. Fjöldi fólks er ekki í
^erkalýðsfélögum eins og t.d. heima-
'uuundi konur, atvinnuleysingjar og
. raðir. í starfi og skipulagi flokksins eru
^agsmunir þessa fólks ekki settir á oddinn
1 sama skapi og hagsmunir hinna fé-
jjgsbundnu. Verkalýðshreyfinguna verður
^uinig að endurskipuleggja. Hún verður að
miklu umfangsmeiri og verja hagsmuni
1 u fleiri hópa en hún gerir nú, þ.e. hópa
eins og græningja, kvenfrelsishreyfinga,
svertingja og svo á vettvangi sveitarfélaga
og ákveðinna landssvæða.
Forsenda alls þessa er auðvitað sú að gera
Verkamannaflokkinn og verkalýðshreyf-
inguna sjálfa miklu lýðræðislegri og
valddreifðari. Þetta krefst auðvitað gífurlegs
starfs, en myndi skírskota til mikils fjölda
fólks. Meginatriðið er þó það að við frelsum
einungis fólk undan markaðsöflunum með
styrkari lýðræðisöflum. Aðeins
félagshyggjuöflin geta tryggt aukið
lýðræði.“
FRAMTÍÐARRÍKIÐ. Að lokum spyr ég
Tony Benn hvaða hugmyndir hann hafi um
framtíðarríki félagshyggjunnar, hina sósíal-
ísku útópíu?
„Ég hef verið þingmaður í 37 ár og hef
gegnt ýmsum ráðherraembættum en þegar
ég lít yfir farinn veg sýnist mér næsta skref
félagshyggjunnar vera það sama og alltaf
áður: barátta fyrir auknu lýðræði.
Lýðræðisspurningar verða drifkraftur
samfélagsbreytinganna á Bretlandi, því
tæknin sem slík hefur getið af sér gífurlega
valdasamþjöppun, hvort sem það er
hernaðartækni sem er beitt til að kúga
almenning eða iðnaðartækni sem hefur gert
vinnuna forræðislegri, eða þá fjölmiðla-
tækni sem hefur heilaþvegið milljónir
manna til að samþykkja mat blaða og
sjónvarps á hver teljast vera forgangsmál.
Framtfð félagshyggjunnar er falin í mjög
víðtækri árás á valdasamþjöppunina í
samfélaginu. Hér á Bretlandi er síðasta
lénska samfélag nútímans. Sem slíkt
einkennist breska samfélagið af flóknu neti
forréttindastétta, hvert samfélagslagið ofan
á öðru og á toppnum trónir hið nýja vald
tækninnar. Mér sýnist af því sem nú er að
gerast í Sovétríkjunum og sósíalísku
löndunum, þar sem rétt sést í kollinn á
lýðræði sem ógnar skrifræði ríkisvaldsins, að
samskonar barátta verði að koma til á
Bretlandi. Ég er ekki aðeins að tala um
baráttu gegn völdum fyrirtækjanna og
auðmagnsins heldur einnig forystu laun-
þegahreyfingarinnar sem er ekki algerlega
ábyrg gagnvart umbjóðendum sínum.
Ég er enn sannfærðari nú en nokkru sinni
fyrr um að með því að þróa lýðræðiskerfið
fram á við muni samfélagið jafnframt þróast
fram á við, því hinir fátæku munu þá hafa
áhrif til að breyta samfélaginu.
Það sem við upplifum í dag á Bretlandi og
í öðrum löndum, eru tilhneigingar til afnáms
lýðræðis, en á sama tíma sjáum við
vaxtarbrodda lýðræðis skjóta upp kollinum í
A-Evrópu þó í smáum stíl sé. Með þessu er
ég ekki að segja að minna lýðræði ríki á
Vesturlöndum, heldur að við stefnum í
öfuga átt. Ef okkur tekst að snúa vörn í
sókn, munum við e.t.v. sjá í framtíðinni
heim sem lyti lýðræðislegri stjórn vinnandi
fólks í stað heims sem lýtur alþjóðlegu
auðmagni,“ segir Tony Benn að lokum.
■ ívar Jónsson
Hver er Tony Benn?
Vinstrisinnaður fyrrum lávarður,
áhrifamikill, umdeildur en virtur
TONYBENNER einn umdeildasti stjórn-
málamaður Breta, en þó virtur, jafnt af
samherjum sem andstæðingum, fyrir stað-
festu í hugsjónum sínum, skarpskyggni og
áhrifamiklar ræður. Það er jafnan húsfyllir
á almennum fundum þegar Tony Benn er
ræðumaður dagsins. Hann er fæddur inn í
hina auðugu Wedgwood-fjölskyldu og erfði
. lávarðartign eftir föður sinn, þingmanninn
William Benn.
Hann var þjóðkjörinn þingmaður fyrir
Verkamannaflokkinn til neðri deildar
breska þingsins og lenti þá ítrekað í átökum
við þingverði því eftir að hann hlaut lávarð-
artignina var honum meinaður aðgangur að
neðri deildinni. Lordum er aðeins heimilt
að sitja í lávarðadeildinni, eins og kunnugt
er.
Tony Benn afsalaði sér þá lávarðartign-
inni og jafnframt öllu tilkalli til auðæfa
fjölskyldunnar af hugsjónaástæðum. Hann
tilheyrir vinstri armi Verkamannaflokks-
ins, varð tæknimálaráðherra flokksins
1966-69, viðskipta- og iðnaðarráðherra
1974-75 og orkumálaráðherra 1975-79. Á
sögufrægu þingi Verkamannaflokksins í
Brighton árið 1981 munaði minnstu að
Benn yrði kjörinn formaður flokksins, þeg-
ar hann fékk tæplega 50% fylgi. Denis
Healy skreið inn sem formaður með at-
kvæðum ýmissa þingmanna flokksins sem
svo fáum vikum síðar klufu Verkamanna-
flokkinn og stofnuðu Sósíaldemókrata-
flokkinn.
Lýðræðisbarátta hefur verið rauði þráð-
urinn á löngum stjórnmálaferli Tony
Benns. Hann var einn af helstu höfundum
hinnar svokölluðu „nývinstristefnu í efna-
hagsmálum" (altemative economic stra-
tegy) sem reis úr hafróti harðnandi stétta-
átaka á áttunda áratugnum á Bretlandi.
Markmið hennar var að skáka valdasam-
þjöppuninni í samfélaginu með stefnu sem
átti að styrkja atvinnulýðræði, auka þátt-
töku almennings og minnihlutahópa í
stefnumörkun hins opinbera, beina fjár-
festingum í framleiðniaukandi tækni og síð-
ast en ekki síst að draga úr áhrifum
fjölþjóðafyrirtækja. Sjálfur segir hann að
skoðanir hans hafi færst til vinstri með ár-
unum vegna þess að þingræðinu í Bretlandi
hafi svo mjög hnignað.
21