Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 34

Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 34
I N N L E N T dag. Þeir sem standa að henni segjast aldrei hafa haft það betra“ sagði Ástþór Jónsson, háseti á Danska Pétri, sem er 105 tonna trollbátur. „Við viljum landa sem mestu í gáma og höfum gert það í tvö ár.“ En erum við bara að hugsa um stundar- gróða og gætum ekki að okkur? í Vest- mannaeyjum eins og annars staðar veldur aukinn ferskfiskútflutningur því að vinna í frystihúsunum er minni og sveiflukenndari. Gæti verkafólk hugsanlega haft áhrif á gang mála? „Okkur er bent á að margar verka- konur séu giftar sjómönnum, þess vegna borgi sig ekki að mótmæla," sagði Vilborg Þorsteinsdóttir formaður Verkakvennafé- lagsins Snótar. „Mér telst til að eiginkonur sjómanna séu aðeins tæplega þriðjungur fé- lagskvenna, svo þetta er hæpin röksemd. En hún er lífseig og sundrar konunum. Þær eru margar einstæðar og eiga erfiðara með að sjá fyrir sér nú en áður.“ „Eg er dauðfeginn að konan mín getur verið heima, meðan ég þéna á gámafisk- inum,“ sagði Ástþór. „Kaupið í fiskinum er hlægilegt. Það dugar rétt fyrir barnagæslu." En sjómenn eru ekki allir jafn ánægðir með ástandið. Sveinn Valgeirsson er skip- stjóri á togaranum Halkíon sem er í eigu Samtogs, en það er útgerðarfyrirtæki í eigu nokkurra fiskvinnslufyrirtækja. „Við teljum okkur í lágtekjustétt meðal sjómanna, þar sem við löndum nær eingöngu í frystihúsin,“ sagði hann. „Mér finnst nauðsynlegt að er- lendu sölunni sé jafnað niður á skipin, svo allir fái tækifæri til að selja á því verði sem býðst þegar markaðurinn er í jafnvægi. Það mætti hugsa sér að 80% væru seld innan- lands og afgangurinn færi í gáma.“ FISKVERÐ. En enginn getur bannað út- gerðarmönnum að selja þar sem hæst verð fæst fyrir aflann, frekar en hægt er að skipa þeim sem eiga bæði bát og fiskvinnslu, að greiða hærra fiskverð. Að mati Sveins og Ástþórs hafa fiskverkendur haldið fiskverði niðri, því 70-80% af fiskiskipaflotanum er í eigu þeirra. „Áhersla sölusamtakanna á Bandaríkjamarkað hefur dregið úr getu vinnslunnar til að greiða hæfilegt verð fyrir fiskinn,“ sagði Sveinn. Markaðirnir í Evrópu hafa sem sé losað um verðmyndun innanlands og enn má bú- ast við að hreyfing komist á þegar fiskmark- aðir taka til starfa hér á landi. Við spurðum Guðmund Karlsson um það atriði. „Við horfum opnum augum til þess. Við sjáum hvað setur, en ég geri ráð fyrir að áfram verði samið um fiskverð sem við greiðum okkar togurum.“ En getur það staðist? Sjó- mennirnir sem við ræddum við töldu fráleitt að þeir sættu sig við lægra fiskverð en það sem fengist á fiskmörkuðunum. Og þegar talið barst að þeim kom í ljós að Vest- mannaeyingar óttast að fiskmarkaðir á höf- uðborgarsvæðinu leiði til enn meiri miðstýr- ingar af Suð-vesturhorninu, því útgerðar- menn myndu leita þangað sem verðið væri hæst. Konurnar óttuðust einnig að erlendir aðilar, eða jafnvel íslenskir braskarar færu ■ Jón: Málefnum flkvlnnslufólks alltof illa slnnt. að kaupa fiskinn. „Það er ekki á bætandi," sagði Ester. „Heildsalarnir í Reykjavík ráða víst nógu miklu.“ Þegar minnst var á frystiskip kom í ljós að viðmælendum okkar stóð stuggur af hve sú útgerð færist í vöxt því það kemur niður á atvinnunni í landi. „Það verður upphafið að endinum," sagði Sveinn. „Reynslan erlendis sýnir að erfitt er að ráða við þróunina eftir að frystiskipum fjölgar.“ Og Vilborg bætti við: „Útgerð frystiskipa frá Vestmannaeyj- um er spurning um byggð eða ekki byggð á eyjunni." SAMNINGARNIR. Sjávarútvegur er at- vinnugrein sem erfitt er að skipuleggja á teikniborði og hefur hingað til miðast við stundargróða. í bæ eins og Vestmannaeyj- um kemur það skýrt í ljós, því allt byggir þar á sjónum. Þegar bræðsluiyktin liggur yfir bænum og bátarnir koma drekkhlaðnir að landi, eru ekki margir sem velta fyrir sér hvað gerist þegar hrotan er búin. Enginn tími gefst til þess. Stéttaandstæður hafa allt- af verið skýrar í Vestmannaeyjum. Þar hef- ur verkalýðsbaráttan verið hörð og segja sumir að andstaða milli verkafólks og at- vinnurekenda hafi harðnað eftir að eyjan byggðist aftur eftir gos. „Jólaföstusamning- arnir“ voru felldir í Verkakvennafélaginu Snót og stóð félagið í samningaviðræðum við atvinnurekendur þar til 27. janúar, að samið var um örlítið hærri laun en ASÍ. Munar þar mest um starfsaldurshækkanir sem ekki var samið um í almennu samning- unum. Ekki geta þær hækkanir þó talist stórvægilegar, þar sem kona sem unnið hef- ur í 15 ár hjá sama fyrirtæki fær 1.112 krón- um meira á mánuði, en sú sem er að byrja, hafi þær báðar lokið námskeiðum og teljist „sérhæfðir fiskvinnslumenn". Snótarkonur vildu samt sýna óánægju sína með samninginn og benti Vilborg á að verkafólk í Vestmannaeyjum ætti margt sameiginlegt með fiskvinnslufólki á Vest- fjörðum, sem einnig felldi samninginn. A fólki á báðum stöðum brenna mál eins og hátt vöruverð, hár orkukostnaður og land- fræðileg einangrun. Atvinnulífið byggir n®r eingöngu á fiskiðnaði og ýtir það einnig undir flótta á svæði þar sem ódýrara er að lifa. Þegar ekki er lengur hægt að lifa af þvl erfiða starfi sem fiskvinnslan er, og bónus- inn sem verið hefur helsta tekjulind þeirra sem eru á besta starfsaldri, er skertur un1 22.86 prósent, sé ekki nema von að fólk mótmæli og örvænti um framtíð sína. Konurnar sem við ræddum við höfðu allar mikla reynslu af bónusvinnu og vildu þ®r leggja hann niður, að Ástu undanskilinm- Ólöfu, Ester og Þórunni Magnúsdóttuf fannst hann ómanneskjulegur og slítandj- Hann héldi konum í stöðugum þrældómi- „Mér finnst ég stundum eins og skepna, sagði Þórunn. „Þegar ég er búin að vinna lengi, finnst mér ég varla vera manneskja lengur. Bónuskerfið býður upp á að koniið sé fram við okkur eins og vinnudýr eða þræla." Ekki fannst þeim þær heldur njóta þess á neinn hátt hve langan starfsaldur þ®r eiga að baki. Þær eru alltaf á sama stað og lítið er gert til að bæta aðbúnað eða vinnutil'

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.