Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 36
Forystumenn flokksins
eru ekkert heilagir
Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins
í KJÖLFAR KLOFNINGS og kosninga-
ósigurs gengst Sjálfstæðisflokkurinn nú und-
ir naflaskoðun. Miðstjórn flokksins skipaði
nýverið fimm manna nefnd til að endurmeta
stöðu, starf og skipulag flokksins. í nefnd-
inni sitja Friðrik Sophusson varaformaður
flokksins sem er formaður nefndarinnar,
Jón Magnússon, Víglundur Þorsteinsson,
Inga Jóna Þórðardóttir og Magnús Gunnars-
son. Nefnd þessi fékk gagnrýni frá Morgun-
blaðinu þar sem í henni sætu einungis hátt-
settir flokksmenn og frambjóðendur en um
miðjan maí sagði Friðrik Sophusson að
nefndarmenn myndu leita út fyrir eigin raðir
og auk þessa hefðu tveir menn vanir rekstr-
arráðgjöf fyrirtækja verið fengnir til að gera
einkaúttekt á stöðu flokksins. Leynd hefur
hvílt yfir þessu endurmati öllu og fást for-
svarsmenn flokksins ekki til að gefa upp
hverjir þessir rekstrarráðgjafar eru. Um síð-
ustu mánaðamót leituðum við til Friðriks
Shopussonar um frekari fregnir af þessum
málum.
Þið hafið fengið menn vana rekstrarráð-
gjöf til að gera úttekt á stöðu flokksins. Er
'gerlegt að taka heilan stjórnmálaflokk í gegn
eins og hvert annað fyrirtœki?
„Nei, það held ég ekki en það er þó hægt
að spyrja sömu spurninga og þeir sem gera
úttekt á fyrirtækjum verða að spyrja sig.
Hugsa frá markaðnum og til stjórnendanna
og því geta svona menn e.t.v. betur áttað sig
á því en þeir seht starfa í innstu röðum
flokksins hvað hafi skort á kjósendamark-
aðnum til að eins margir og jafnan áður
treystu sér til þess að kjósa Sjálfstæðisflokk-
inn. Við töldum æskilegt að menn gætu
gengið að þessu verki óbundnir og skilað
svo sínum tillögum og niðurstöðum.“
Hvaða menn eru þetta?
„Annar þeirra er verkfræðingur og hinn
hagfræðingur en við gefum ekki meira upp
vegna þess að við viljum að þeir fái að vinna
að þessu í friði, enda eru þetta ekki áber-
andi flokksmenn í Sjálfstæðisflokknum. Þeir
eru þegar byrjaðir að gera sínar eigin athug-
anir.“
Hvaða hlutverki gegnir þessi fimm manna
nefnd sem þú stýrir?
„Þetta er hópur manna sem miðstjórn
hefur skipað og er ætlunin sú að hver nefnd-
armaður afli upplýsinga sem víðast að frá
flokksfólki um þau málefni sem hann hefur
með að gera, en við skiptum þessu í fjóra
þætti. Það á að kanna með hvaða hætti eigi
að endurmeta stöðu flokksins að loknum
kosningum með tilliti til margvíslegra mála
s.s. útbreiðslumála og málefnalegra
áherslna. Og jafnframt að kanna starfshætti
flokksins, gera úttekt á kosningabaráttunni
og meta úrslit kosninganna út frá því. Auk
þessa kannar svo hver fyrir sig með sínum
hópi allskonar önnur atriði og hafa þeir til
þess mjög frjálsar hendur.
Þessi nefnd mun einungis skila inn hug-
myndum og tillögum sem miðstjórnin eða
aðrir aðilar á hennar vegum verða síðan að
vinna úr. Við erum því ekki að tala um starf
sem tekur enda eftir nokkrar vikur heldur er
hér verið að vinna að tillögugerð um það
hvernig flokkurinn á að bregðast við á næstu
mánuðum eða árum.“
Eru flokksmenn yfirleitt sammála því að
gera þessa naflaskoðun?
„Miðstjórnin var sammála um að gera
þetta svona en hins vegar hnýtti Morgun-
blaðið svolítið í þetta og benti á að það sé
mjög erfitt fyrir þá sem eru innstu koppar í
búri að gera slíka úttekt á sjálfum sér. Á
móti má þó segja að miðstjórnin og aðrir
þeir sem bera ábyrgð á starfi flokksins hljóta
jafnframt að bera ábyrgð á úttekt af þessu
tagi. Við getum ekki ætlast til þess að þeir
sem ekki eru framarlega í flokksstarfinu og
bera þar af leiðandi ekki ábyrgðina leggi
okkur lið nema miðstjórnin leiti eftir því.
Þessi nefnd er því ekkert annað en milliliður
sem er að sækja upplýsingar til almennra
flokksmanna og leggur þær svo í tillögu-
formi fyrir miðstjórnina til frekari úr-
vinnslu."
Er þá ekki jafnframt vœnlegast fyrir flokk-
inn að hvtla sig á frekari stjórnarþátttöku á
meðan þetta endurmat stendur yfir?
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð talið að
stærsti flokkur landsins geti ekki skotið sér
undan því að taka þátt í stjórn landsins og
við verðum því að axla þá ábyrgð ef á hana
reynir. Hins vegar er ekkert slæmt mál fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að lenda í stjórnarand-
stöðu því það hefur alltaf sýnt sig að flokk-
urinn hefur dafnað best í stjórnarandstöðu
og unnið sína stærstu sigra eftir að félags-
hyggjuflokkarnir hafa setið við stjórnvölinn
og lagt sig fram við að klúðra málum. Það er
auðvitað ekki markmið okkar að vera í
stjórnarandstöðu heldur að hafa áhrif á
stjórn landsins og eftir kosningarnar blasir
enn við sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkur-
inn er verulega stærstur flokkanna. Við
munum því taka þátt í stjórnarmyndunar-
viðræðum eftir sem áður.
Það merkilegasta sem gerst hefur í þeim
viðræðum undanfarið er að Kvennalistinn
stóð frammi fyrir því að velja um það hvort
hann ætlaði sér að vera stjórnmálaflokkur
sem tæki ábyrgð á stjórn landsins eða halda
áfram að vera þrýstihópur með skoðana-
mótandi hlutverk utan stjórnar. Hann valdi
síðari kostinn og því verður ekki hægt að
JIM SMART
mynda stjórn með Kvennalistanum nema
þær slái af þeim skilyrðum sem þær stóðu a
þegar upp úr slitnaði í viðræðum okkar við
þær og Alþýðuflokkinn. Mér er líka kunn-
ugt um að Alþýðubandalagið er ekki reiðu-
búið til að lögbinda lágmarkslaun með þeim
hætti sem Kvennalistinn krefst og því sýnast
mér þær vera búnar að dæma sig úr leik. J
viðræðum okkar lögðu þær ofurkapp a
launamálin en ég tel að ef ekki hefði strand-
að á þessu hefði verið tiltölulega auðvelt að
semja um önnur atriði. Líka utanríkismál
því ég hygg eftir á að þær hefðu ekki ged
það að skilyrði að við slitum þeim samning'
um um verkefni á vegum varnarliðsins sem
gerðir hafa verið. Það er mitt mat.“
Var lítill ágreiningur á milli ykkar og Al'
þýðuflokksins? Hefðuð þið t.d. náð sattt'
komulagi um kröfu kratanna um sameiningu
lífeyrissjóðanna?
„í þessum málum var lítill ágreininguf
okkar í milli og hvað lífeyrissjóðina varðar
var að vísu ekki komin nein niðurstaða en
ég hygg að það sé ekki djúp gjá sem skilnf
menn að sem annars vegar segja að setja
eigi samræmdar reglur fyrir alla lífeyrissjóð-
ina en leyfa þeim að starfa áfram og hins
vegar að hafa eigi einn lífeyrissjóð sem se
deildaskiptur. Þetta er spurning um sjálfr'
forræði lífeyrissjóðanna og um það hvod
menn vilja afnema það eða ekki en þarna
hefði eflaust náðst samkomulag."
En snúum okkur aftur að úttektinni a
Sjálfstœðisflokknum. Hver verða ncesá1
skref nefndarinnar?
„Við munum skila tillögum til miðstjórn'
ar nú í júní um aðgerðir og verkefni sen1
miðstjórnin verður að taka afstöðu til
sumt af því tekur áreiðanlega langan tíma-
Úttekt sérfræðinga okkar mun líka fylglJ
með þeim hugmyndum sem við leggjum
ir miðstjórnina. Þeirra verkefni er eingöngu
liður í að fá upplýsingar sem víðast að, Þ'1
sum þessara vandamála kunna að vera mjúS
viðkvæm fyrir helstu forystumenn flokksins;
Við erum ekkert heilagir fyrir gagnrýninnr
■ Ómar Friöriksson