Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 38
I N N L E N T
„Þjóðveiflnn vill ódýra glstingu í bænum og fer í langar ferðlr um landið ".
Með $ í augum
Ferðamannaþjónustan æ fjölbreyttari
en er markaðurinn mettaður?
ÞAÐ HEFUR ALDREI verið eins mikil
aukning og á fyrri hluta þessa árs og það
lítur bærilega út fyrir sumarið," segir hótel-
stjóri í Reykjavík og svör annarra forsvars-
manna í hótel- og gistihúsarekstri, á ferða-
skrifstofum og í annarri ferðaþjónustu voru
á sömu lund þegar Þjóðlíf leitaði fregna af
ferðaútveginum í sumar. Komur erlendra
ferðamanna til íslands virðast enn færast í
aukana. Þó ekki í sama mæli og margir
gerðu ráð fyrir eftir metárið í fyrra og óraun-
hæfar væntingar í kjölfar leiðtogafundarins í
Reykjavík í október.
„Það varð mikil aukning í pöntunum fyrri
hluta vetrar en ég held að það sé álíka mikil
aukning í afpöntunum nú,“ segir Bjarni Sig-
tryggsson, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu
um ferðamannastrauminn til landsins. „Það
er því ekkert sérstakt sem bendir til að það
verði nein veruleg aukning ferðamanna til
landsins í sumar. Sú aukning sem átti sér
stað fyrstu mánuði ársins er svolítið villandi
vegna þess að það var nóg hótelrými þá og
gert var mikið átak til að selja helgarferðir
til landsins og eins voru hér haldnar stórar
ráðstefnur,“ bætir hann við.
Á síðasta ári komu tæplega 114 þúsund
erlendir ferðamenn til landsins sem var um
16% aukning frá árinu þar á undan og fór
langt fram úr ítrustu spám. Þessar aðstæður
og svo vonir vegna leiðtogafundarins leiddu
af sér fyrirspurnir og pantanir sem bentu til
enn meiri aukningar á þessu ári. Nú telja
hins vegar margir að flóðbylgjan rísi ekki
eins hátt og tala um rúmlega 5% aukningu
ferðamanna til landsins á árinu öllu. Áhrif
leiðtogafundarins til landkynningar voru of-
metin. „Honum var ekki fylgt nógu vel eftir
með markvissri kynningarstarfsemi,“ segir
Bjarni Sigtryggsson og telur líklegt að við
séum að komast að ákveðnum mettunar-
punkti hvað aðsóknina snertir. „Áhrif leið-
togafundarins skila sér sennilega þegar til
lengri tíma er litið,“ segir Ragna Samúelssofl
skrifstofustjóri hjá Ferðamálaráði. „ísland ,
er vinsælt í dag en jafnframt fremur dýr*
ferðamannaland,“segir Hildur Jónsdóttú
hjá Samvinnuferðum/Landsýn. „Það et
bæði dýrt að ferðast hingað og dvelja hér
miðað við kostnað á ferðalögum erlendis-
Þess vegna eigum við að búa okkur smán'
saman undir að taka á móti fleiri ferða-
mönnum en ekki búast við neinum stökk'
breytingum. Við erum heldur ekki í stakk
búin til að taka á móti holskeflu ferðamann*1
og það er bara blekkjandi að vænta þess a‘
ferðamönnum fjölgi á einu ári álíka og eðh'
legt má teljast að gerist á fimm til tíu árun1
— en þetta er alltaf upp á við,“ segir Hildur
Jónsdóttir.
UPPSVEIFLAN Fjöldi erlendra ferða'
manna til fslands hefur margfaldast síðas1
liðin 20 ár. 1967 komu 37 þúsund útlending'
ar til landsins. f ár má búast við rúmlega 1-,
þúsund. Aukningin hefur þó orðið mest a
allra síðustu árum. Fyrstu fjóra mánu‘!
þessa árs varð 32% aukning miðað við söm
mánuði í fyrra. Hjá Flugleiðum hefur fuft
um erlendra gesta til Islands fjölgað u>"
32% fyrstu fjóra mánuði ársins og sanj
kvæmt upplýsingum félagsins hafa bókan'
yfir sumarmánuðina aukist um 15%.
Uppgangurinn hefur líka komið fram (
38