Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 39
I N N L E N T
Jerðaþjónustunni á öllum sviðum hér á
n .• Hótelum og gististöðum fjölgar sífellt
8 gtstirými margfaldast. Fjöldi herbergja á
u®‘ sárshótelum hefur aukist yfir 40% á síð-
2 n fjórum árum og á sumarhótelum um
°- Hótel Saga hefur verið stækkuð um
e,ra en helming, 17. júní opnaði nýtt 100
ijrner8ja hótel við Sigtún í Reykjavíic, Hol-
L.a^ Inn, og mikil uppbyggingaráform eru
u a ^e'ri aðilum í Reykjavík. Samkvæmt
PP'ýsingum Hans Indriðasonar hótelstjóra
i , ,ote* Esju er unnið fullum fetum að und-
gj. Unin8* að stækkun hótelsins þó endanleg
rá<Y°r^Un verið tekin um hvort
^ «st verður í framkvæmdir á næstunni en
ræð ^re)' ^a um 2^0 herbergja viðbót að
að a' p°rráðamenn Hótel Hofs munu vera
LaufH ^r'r ser stæickun hótelsins, Ólafur
he. Uai er langt kominn við að reisa 60
er8ja hótelbyggingu við Ármúla. Jón
20(f!'iUS-Son’ veitingamaður, hyggst byggja
o„ . herbergja hótel í nýja miðbænum
Vert ltað er að Eimskipafélagið hefur tölu-
þe , anr|að grundvöll fyrir því að reisa 180
gQtuer§ja hótel á lóð félagsins við Skúla-
300 h 3 *^u8myndir eru uppi um bygginu
ba:, erhergja hótels í Kópavogi og staðfesti
^.ð^-i Kópavogs að það væri inni á
feneiAJKrS*C'-pula®'' Óncfnt fyrirtæki hefur
en °y88in8arétt í miðbæjarkjarnanum,
teknar enc*an*eSar ákvarðanir hafa verið
Lddu hótelunum fjölgar sífellt
og segir
Tryggvi Guðmundsson hjá innanlandsdeild
Ferðaskrifstofu ríkisins að þau séu nú 17 að
tölu með 600 herbergi. Nýtt hótel er í bygg-
ingu í Keflavík, hugmyndir eru uppi að
byggja mótel á Húsafelli, hjá Hótel KEA á
Akureyri eru uppi áform um stækkun og
einstaklingur hefur hug á nýbyggingu hótels
í bænum. Á Austurlandi eru fyrirhuguð ný
hótel bæði í Neskaupstað og á Eskifirði og á
Selfossi og í Vestmannaeyjum eru menn að
velta fyrir sér hótelbyggingum.
Héríendar ferðaskrifstofur höfðu það
fyrst og fremst á sinni könnu fyrir nokkrum
árum að senda íslendinga út í heim. Nú
fjölgar þeim stöðugt sem leggja mikla rækt
við þjónustu við erlenda ferðamenn til ís-
lands og munu nú vera á milli 15 og 20
ferðaskrifstofur sem starfa fyrir ferðamenn
um ísland. Ferðaþjónusta bænda var sett af
stað fyrir aðeins fimm árum en í dag eru 88
sveitabýli skráð með þjónustu af margvís-
legu tagi fyrir ferðamenn um allt land. í
hverjum landshluta hafa verið stofnsett
ferðamálasamtök og ferðamálafélögum í
sveitarfélögum sem beita sér fyrst og fremst
í kynningarstarfi vex sífellt ásmegin. Þjón-
ustan verður æ fjölbreyttari. „Það eru
margir komnir með dollaramerki í augun og
bjóða allskonar smáþjónustu fyrir ferða-
menn,“ segir starfsmaður á ferðaskrifstofu,
„en mér finnst þjónustan enn ekki nógu
fagleg og þá á ég t.d. við móttöku á veitinga-
og gistihúsum og í mörgu öðru sem þarf
verulega að bæta.“ „Það er til lítils að
byggja ný hótel og opna nýja veitingastaði,
ef fagleg fræðsla þeirra sem vinna hin marg-
víslegu þjónustustörf verður ekki efld,“ seg-
ir í nýrri úttekt samgönguráðuneytisins á
íslenskum ferðamálum.
Og hlutur ferðaútvegsins í atvinnulífi
landsmanna eykst ört. Á síðasta ári er áætl-
að að ársverk þeirra sem störfuðu að ferða-
málum hafi verið um 3500. „En ferðaþjón-
ustan er láglaunaatvinnugrein. Hún krefst
mikils mannafla en þorri starfsmanna í
ferðaútveginum eru illa launaðir. Þjónustan
er mjög háð seljendum svo að framleiðend-
ur eru yfirleitt í mjög slæmri samningsað-
stöðu, þolir illa áföll og því erum við mjög
háðir duttlungum ferðaseljenda. Ferð-
aútvegur verður því aldrei annað en aukabú-
grein hér á landi enda má sjá að hann verður
yfirleitt ekki stóratvinnuvegur nema í
Íandbúnaðarríkjum eða þróunarlöndum,
sbr. t.d. Gambíu, Spán og Suður-Ítalíu. í
iðnríkjum er mest áhersla lögð á sérhæfða
ferðaþjónustu, t.d. fyrir ráðstefnur og þess
háttar sem skilar meiri peningum," segir
einn viðmælandi Þjóðlífs í ferðaþjónust-
unni.
LÚXUSÞJÓNUSTAN. „Við höfum nú
tekið í notkun fjórða stærsta hótelið í bæn-
um,“ segir Jónas Hvannberg, hótelstjóri
Holliday Inn, sem opnað var fyrir nokkrum
dögum. „Og þetta er besta hótelið,“ bætir
hann við, „því við leggjum áherslu á
persónulega og góða þjónustu og erum með
óvanalega stór herbergi. Það er þokkalega
bókað hjá okkur í júní og júlí og mjög vel
bókað í ágúst og september. Við höfðum
fyrst og fremst til bissnesmanna og ætlum
okkur stóran hlut í ráðstefnum þegar kemur
fram á veturinn og þá má búast við harðn-
andi samkeppni á milli hótelanna hér á
svæðinu."
Byggingarkostnaður Holliday Inn er 240
miljónir en eigendurnir eru bjartsýnir því
önnur hótel á höfuðborgarsvæðinu eru sem
næst fullnýtt yfir sumarmánuðina þrátt fyrir
nokkur afföll að undanförnu og því má enn
bæta við gistirými - hve miklu og hve lengi
það ástand varir er hins vegar stóra spurn-
ingamerkið sem ferðaþjónustumenn standa
frammi fyrir í dag. Flestir viðmælendur
Þjóðlífs í hótelbransanum voru sammála um
að ráðstefnuferðum til fslands færi sífjölg-
andi. Þá er líka lögð mikil áhersla á að ná til
svokallaðra „incentive" hópa, þ.e. starfs-
manna á vegum erlendra stórfyrirtækja.
„Við höfum lagt áherslu á að ná svona hóp-
um og vorum t.d. nýverið með sölustarfs-
menn frá Toyota sem höfðu verið verð-
launaðir með íslandsferð fyrir metsölu-
mennsku," segir starfsmaður hjá ferðaskrif-
stofunni Úrval. „Hópum af þessu tagi fer
fjölgandi og þeir eru ekki að leita að sömu
hlutum og venjulegir túristar."
í ferðabransanum eru menn æ betur að
átta sig á því að það skilur ekki alltaf mest
eftir sig að fá sem mestan fjölda ferðamanna
til landsins. Aukin áhersla er lögð á sérstaka
markhópa sem eru líklegri til að skilja meiri
39