Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 40

Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 40
I N N L E N T „Á Hvanneyrl er bændum m.a. kennt hvemig tJaldstæAi fyrir ferðamenn elga að Irta út," segir Svelnn Hallgrítnsson, skolastjori. Morgunverður að breskum sið „Þarna er mönnum t.d. kennt hvernig tjaldstæði eiga að líta út. hvaða kröfur eru gerðar til gistiaðstöðu, hvernig ber að bjóða uppá hestaleigu og hvaða aðstaða þarf að vera fyrir hendi,“ segir Sveinn Hallgrímsson. „Kenndar eru mismunandi aðferðir við framreiðslu morgunverðar; continental morgunverður eða breakfast fyrir Bret- ana o.s.frv — það er seni sé farið yfir allar almennustu reglur sem lúta að þjónustu við ferðamenn og lágmarks kröfur. Svo er farið yfir hvernig nýta megi kosti sveitanna og óbyggða í þágu aðkomu- fólks, vistun barna, gistiaðstöðu, veiðar, hestaleigu, leigu á sum- arbústöðum og tjaldstæðum. Það er fjallað um lög um náttúruvernd o.fl sem getur á ýmsan hátt snert umgang okkar og nýtingu lands- ins, svo dæmi séu nefnd. Það er því farið yfir þær kröfur sem ger11 verður til ferðaþjónustunnar, áhersla er lögð á náttúruvernd o? nýtingu lands og fjallað er um þá möguleika sem strjálbýlið og ómenguð náttúran bjóða uppá.“ Að sögn Sveins hafa nemendur sýnt þessu námskeiði síaukinn áhuga og tóku 13 nemendur kúrsinn í vetur. „Þetta er að hluta _til okkar svar við þeim samdrætti sem hefur átt sér stað í landbúnaðin- um undanfarið,“ segir hann og bætir því við að þarna séu líka upp1 ýmsar hugmyndir um nýjungar sem m.a. lúta að því að lengja ferðn' mannatímann. Dæmi: fuglaveiði sem er eftirsóknarverð og g*11 freistað erlendra gesta, fjallagrasaferðir, berjatínsla o.fl. „Allt ern þetta möguleikar sem má nýta og draga að ferðainenn,“ segir hann- Síðustu tvö ár hafa svo verið haldin vornámskeið í ferðaþjónustn fyrir sveitafólk í samvinnu við Ferðaþjónustu bænda. Um 30 manns sóttu námskeiðið í ár og komast færri að en vilja. Bændur nema ferðaþjónustu NEMENDUR Bændaskólans á Hvanneyri nema nú ekki aðeins landbúnaðarfræði í viðteknum skilningi. Þeir fást líka við hvernig skal t.d. bera fram morgunverð að breskum sið, eða þjónusta Fransmenn og Dani við þeirra hæfi. Undanfarin ár hefur verið boðið uppá valgrein við skólann sem nefnist Ferðaþjónusta bænda og hefur fyrrverandi flugfreyja, Gerður Guðnadóttir, umsjón með kennslunni. Lærir fólk þar öll undirstöðuatriði þess að þjónusta ferðamenn. „Þetta er þriggja eininga valfag fyrir nemendur skólans og auk þess bjóðum við sveitafólki að koma hingað á námskeið í ferða- þjónustu á hverju vori,“ segir Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri í samtali við ÞJÓÐLÍF. í vetur spunnust talsverðar uinræður á Alþingi um nauðsyn þess að koma á fót ferðamálaskóla á íslandi þar sem kenndar yrðu auk gisti- og veitingareksturs, ýmsar greinar sem að móttöku og þjón- ustu við ferðamenn lúta. Voru þingmenn sammála um bráða nauð- syn þessa enda ferðamannaþjónustan gildur þáttur í þjóðarbú- skapnum. Sýnist nú vera kominn lítill vísir að slíkum skóla á Hvanneyri — en hvað læra bændur á þessum námskeiðum? 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.