Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 51

Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 51
I N N L E N T örugga viðskiptavini og stunda sitt starf á nótelum og öðrum stöðum - en fæstar beint a götunni. Það var fleira sem einkenndi hinar norsku v®ndiskonur, nefna má slæmar félagslegar nöstæður, þær eru margar hverjar skilnaðar- nörn, hafa alist upp á stofnunum og hafa lítil sem engin fjölskyldutengsl. Allar norsku konurnar áttu það sameiginlegt að stunda v®ndi peninganna vegna og að auki höfðu Þær hinn mesta viðbjóð á þessu starfi sínu. í 'nnsku rannsókninni finnast aftur á móti konur sem hafa ánægju af starfi sínu og hafa kynnst góðu fólki í gegnum þessa atvinnu, aö eigin sögn. Norsku konurnar litu á sig sem réttinda- ausa borgara og töldu reyndar flestar að P®r ættu sér ekki viðreisnar von. Það sama Var að segja um viðhorf lögreglu og annarra yfirvalda til þeirra. Það hafði t.d. lítil áhrif í s|ó að vændiskona kærði nauðgun. |SLENSKAR VÆNDISKONUR. Eftir Það sem sagt hefur verið hlýtur forvitnin að vera vakin um íslenskar vændiskonur. Hvar standa þær, hverjar eru þær - og eru þær til ~ svo spurningin sé nú alveg opin. Upplýsingar sem liggja fyrir benda til þess a° íslenskar vændiskonur komi úr öllum stéttum. Hér finnast vændiskonur sem ein- gongu seija sig til þess að fjármagna vímu- efnaneyslu sína. Vera má að þetta sé fjöl- aiennasti hópurinn en um það þori ég ekki á f^Hyrða. Þetta er eins og áður sagði eitt öýrasta formið af vændi og gengur reyndar ^'klu oftar út á „vöruskiptaþjónustu", ef sv° má að orði komast, en því að greitt sé í einhörðum peningum. Það sem einkennir kt-130 ^0^ er ar) íslenskar stúlkur líta ki á sig sem vændiskonur, heldur er hér ekar um að ræða „greiða gegn greiða“ e,ns og dæmið með þvottavélina hér að traman. Konurnar, sem stunda eingöngu veitinga- ^Uí>avændi eru einnig til hér. Ein af þeim “num sem ég átti tal við sagði að til væru ,veðnir staðir sem hægt væri að segja n-Ve°ln °rð og þannig fá uppgefið síma- mer eöa annað álíka sem leiddi til þess að s °niandi komst í tengsl við konu. Þessi st ma kona sagðist sjálf oft fara á veitinga- v» *’ ^Un safiðist leita uppi karlmenn sem jaf f C'n'r *'tu ut fyrir a^ ei8a peninga, Pýð farnl ^V1 sem Þeir væru 1 konuleit. Hún ^afUr Peim gjarnan í dans og spyr hvort þeir svo' d1u8a a meiru, það kosti bara svo og g mikið og þeir verði að skaffa húsnæði. svo U .tlmarn*r væru í miðri viku því þá væri ^mikið um eina karlmenn á ferðinni. fáum*!! kona var ósköp venjuleg að sjá og *neð K ltl 1 ^11111 örýgði tekjur sínar hún ^essu móti. Hún hafði hlutastarf sem ko Var ánægð með. Að hún væri vændis- °ftastta^* ^un af °8 fra " ^P*1 heföi sjálf um ' anægju út úr þessum viðskiptum sín- sem h ■■fAlennar mati voru vændiskonur þær iagðar° j . ^etta a^ aðalstarfi og væru skipu- lan í'. iun gerði þetta einungis þegar hana 81 1,1 °8 þegar hún væri „í stuði“. Að vera í stuði þýddi að vera vímuð af áfengi. Aðspurð um hvort þetta væri siðferðilega rangt svaraði hún því þannig að hún sæi ekki neinn mun á því að taka peninga fyrir eins og að gera þetta allt ókeypis. Og hún bætti við: „Sérstaklega, þar sem til er fullt af karlmönnum sem tilbúnir eru til að greiða fyrir þessa þjónustu." Vændi finnst eflaust í öllum myndum. Spurningin er hinsvegar í hve miklum mæli það er. Þrátt fyrir að ég hafi mínar heimildir í gegnum sex einstaklinga getur vel verið, að þær upplýsingar sem hér koma fram gefi að einhverju leyti ranga mynd af því sem hér er á ferðinni. Við getum hinsvegar verið viss um að vændi er allnokkuð hér á landi og eftirspurn eftir slíku er vægast sagt gífurleg. HIN ÍSLENSKU EINKENNI. Við höfum áður talað um klúbbstarfsemi tengda vændi, en um það fengust ekki íslenskar upplýsing- ar. Hinar íslensku vændiskonur fengu sér venjulega sambönd í gegnum auglýsingar eða þá í gegnum vini. Það hlýtur líka að vera erfiðara að leyna slíkri starfsemi sem vænd- isklúbbar eru en leyna því að hafa samband við hóp karlmanna. Til þess að komast í samband við vændis- konu er ekki óalgengt að krafist sé meðmæl- enda, líkt því sem gerist í Frímúrararegl- unni. Á þann hátt er reynt að tryggja að þeir karlmenn sem komast í samband séu eins öruggir og mögulegt er. Þetta er afar nauð- synlegt og við verðum að hafa í huga í hve litlu samfélagi við búum. Ein besta trygging fyrir góðunt viðskiptavini er að hann sé gift- ur og vel settur, bæði félags- og efnahags- lega. Þetta tryggir að báðir aðilar hafa ákveðinna hagsmuna að gæta og lítið spyrst út. Ef við reynum að finna einhver einkenni á íslenskum vændiskonum, þá má segja að sameiginlegt nteð þeim öllum sé ágóðinn. Hann er verulegur og hægt var/er að grípa upp mikinn pening á stuttum tíma. Það er ekki óalgengt að ca. 15-20 þús. fáist fyrir góða nótt. Þær eru margar giftar, og segja má að þær séu venjulegar konur í alla staði en hafi valið að stunda þetta sem hlutastarf eða fullt starf. Þær tekjur sem hér er um að ræða eru alls ekki allar skattfrjálsar þar sem sumar hverjar gefa þetta upp til skatts sem „hlunnindi" eða „vinargjöf". Það sem gerir hinar íslensku vændiskonur öðruvísi en norskar stallsystur þeirra er að þær hafa allt aðrar hugmyndir um sjálfa sig og sinn tilverurétt. í fyrsta lagi líta þær ekki endilega á þetta sem vændi; ein sagði t.d. að hún tæki aldrei peninga fyrir þessa þjónustu heldur greiddu viðskiptavinirnir reikning- ana hennar, húsaleigu, hita, rafmagn og jafnvel kreditkortareikningana. í öðru lagi Iíta þær fremur á sig sem félagsráðgjafa, þar sem þær fá oft og einatt til sín menn sem aðeins vilja spjalla um sjálfa sig, sín kynlífsvandamál eða bara sína kynlífsóra. Sumir koma til þeirra þar sem ekkert er eftir af kynlífi í hjónabhndini og þá koma þeir gjarnan með leyfi eiginkvenna. í þessu sambandi má einnig segja frá því að ein af þessum konum hefur tekið á móti hjónum sem hafa viljað tilbreytingu eða spennu í sitt kynlíf, og venjulega gengur þetta mjög vel að hennar sögn og „allir aðilar fara ánægðir heim.“ f þriðja lagi datt engri þeirra í hug að líta á sig sem óæðri þegn í samfélaginu. Til að mynda hafði ein þeirra áhuga á því að stofna fyrirtæki og önnur taldi fram tekjur sínar að hluta til skatts. Enn önnur var alls ekkert að leyna því hvernig hún fékk peninga og sagð- ist bara eiga nokkra góða vini. Þar sem þær gátu allar fundið eina eða aðra ástæðu til þess að verja sig og starf sitt, gátu þær auðveldlega litið framhjá hinni siðferðilegu spurningu hvort rétt væri að selja líkama sinn. „Er það ekki gert hvort eð er?“ spurði ein. „Eini munurinn á mér og öðrum konum á svipuðu reki og ég er, er sá að ég tek peninga fyrir þessa þjónustu en þær ekki.“ Þeim tókst að líta á líkama sinn sem atvinnutæki - reyndar það sama og norskar vændiskonur gera. Hinsvegar þurfa norskar vændiskonur að vera vímaðar til þess að geta stundað þessa atvinnu, en það var alls ekki algilt með íslensku konurnar. Ein sagði til að mynda að hún notaði aldrei vímuefni og tæki ekki á móti vímuðum við- skiptavinum. VIDSKIPTAVINIR. Það er ekki ósenni- legt að margir séu farnir að velta þeirri spurningu fyrir sér hverjir leiti til vændis- kvenna, og það kann að vera að einhverjum karlmanninum reynist erfiðara að fara í „bíó með strákunum" nú á komandi dögum. En hvað um það - hverjir eru viðskiptavinir? Almenningur hefur löngum haft þessa viðskiptavini á hreinu þ.e. haft ákveðnar hugmyndir um hverjir þeir eru. Fremstir í flokki hafa verið sjómenn, sem af skiljan- legum ástæðum hafa lyst á konu þegar þeir koma í land eftir langa útivist. Síðan eru taldir upp fangar, menn sem af einhverjum ástæðum geta ekki á venjulegan hátt náð sér í konur. Nýlegar rannsóknir sýna hinsvegar að við- skiptavinir vændiskvenna er að langstærst- um hluta hinn gifti, vel setti karlmaður á miðjum aldri. í Osló er t.d. mest að gera hjá vændiskonum virka daga og þá á milli 11-4, þegar þessir karlmenn eru í vinnunni. Þeir skreppa aðeins frá, í hádegisverð, á fund eða annað og heimsækja þá vændiskonur og eru búnir að þessu þegar vinnutíma lýkur og geta þá með góðri samvisku farið heim og eldað matinn ef því er að skipta. Reyndar þurfa menn að hafa góða vinnu til þess að geta þetta, í það minnsta þannig að auðvelt sé að skreppa frá. Með öðrum orðum: Við- skiptavinir vændiskvenna eru venjulega menn í góðum stöðum í samfélaginu og njóta oft töluverðrar virðingar. Þessir karlmenn eiga það flestir sameigin- legt að hafa mikinn áhuga á kynlífi, vilja spennu og tilbreytni í sitt einkalíf. Sumir eru eins og áður sagði að uppfylla dagdrauma sína. Aðrir eru að sanna karlmennsku sína 51

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.