Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 52

Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 52
I N N L E N T fyrir sér og gera það með þessu móti. Jafn- framt eru til menn sem vilja sýna vald sitt yfir konum með því að kaupa þær fyrir peninga. Enn aðrir segja að það sé þægileg tilfinning að geta greitt fyrir þessa þjónustu og þurfa ekki að axla neina ábyrgð á kon- unni í staðinn. „Maður fær sitt og hún það sem upp var sett og okkar viðskiptum er lokið“, var haft eftir einum viðskiptavini. Einn hóp enn er vert að minnast á: Vænd- iskonur tala um karlmenn sem vilja fara í „mömmuleik“. Þeir vilja vera litlir strákar, lausir við alla þá ábyrgð sem vort samfélag leggur þeim á herðar. I faðmi vændiskvenna tekst þeim þetta. Þær íslensku konur sem ég talaði við voru að mestu sammála ofangreindu, en bættu reyndar við að þeim fyndist algengt að til þeirra kæmu menn sem væru tilfinningalega bældir og ættu mjög erfitt með að tala um sín mál. Þetta segir okkur jafnframt að ís- lensku vændiskonurnar séu töluvert sér- stakar að því leyti að þær kynnast oftast vel sínum viðskiptavinum og vita um þeirra tilfinningamál. Það er því ekki að undra að þær líti á sig sem félagsráðgjafa. Það er m.a. þess vegna sem íslenskar konur koma svo sterkar út í samanburði við norskar vændis- konur. Reyndar skal það tekið fram að þetta á ekki við þær konur eða stúlkur sem stunda vímuefnavændi. Þar er hljóðið allt annað og líkist meira reynslu norskra vænd- iskvenna. Ég átti tal við þrjá karlmenn sem hafa keypt sér konu á íslandi. Þeim bar öllum saman um eitt: Þeir litu ekki á íslenskar konur sömu augum og ef þeir hefðu keypt sér vændiskonur erlendis. Éinn sagði t.d. að hann væri ánægður með að geta stutt konu sem vantaði peninga til þess að koma sér áfram, hann hefði nóg af peningum. Annar sagði að þetta væri lítið ævintýri sem gæfi lífinu tilgang og fleira í þeim dúr. Það kom aldrei fram nein vorkunnsemi hjá þessum karlmönnum, enda kannski ekkert til að vorkenna. Ég náði ekki í neinn karlmann sem hafði keypt sér þjónustu vímuefna- vændiskvenna, en hins vegar hef ég upplýs- ingar frá annarri íslenskri könnun þar sem talað var við karlmenn um þessi mál. Auð- vitað sögðust þeir vorkenna þessum stelpum en þeir voru meira á sama báti og þær. Eins og áður sagði litu þeir aldrei á sig sem kúnna eða viðskiptavin, heldur sem félaga sem hjálpaði í neyð. VÆNDI í VIÐSKIPTAHEIMINUM. Það þykir alveg sérstök ástæða til þess að fjalla um þetta fyrirbrigði, því vændi hefur tengst viðskiptaheiminum lengi. Erlendis er vændi í þessum skilningi mjög algengt og það þykir næsta sjálfsagt að karl- menn sem eru í viðskiptaerindum fái sér konu „til fylgdar", eins og það heitir á tæknimáli. Þar sem þetta er alþekkt erlendis er ekki úr vegi að athuga hvernig þessi mál standa hérlendis. Það kom á daginn að þetta er ekki óþekkt fyrirbæri hérlendis og einn af viðmælendum mínum hafði eingöngu fengið viðskiptavini í gegnum slík tengsl. Önnur kona hafði sitt lifibrauð af þessari þjónustu í mörg ár, þótt í dag sé hún „sest í helgan stein“, eins og hún orðaði það. Hún sagði að starfið væri fólgið í því að hitta karlmenn og borða með þeim; maður yrði að líta vel út og vera meðvitaður um þá umræðu sem í gangi væri á hverjum tíma. Hún komst í kynni við þetta í gegnum starf sitt sem flugfreyja, fyrst erlendis og síðan hér heima. Það er sama sagan hér að þessar konur litu heldur ekki á sig sem vændis- konur heldur sem fylgdarkonur, og það var undir hælinn lagt hvort þær fengu greitt í peningum eða gjöfum. LEIÐ TIL PESS AÐ KOMAST AF? Þessi umfjöllun hér á framan leiðir til þeirrar niðurstöðu að vændi sé ein af þeim leiðum sem íslenskar konur hafa valið til þess að komast af fjárhagslega. Það hefur einnig komið fram að þetta er ekki ný leið og hefur verið til hér í langan tíma. Hinsveg- ar er ósvarað þeirri spurningu af hverju konur velja þessa leið. Er það e.t.v. svo að konum sé svo þröngur stakkur búinn fjár- hagslega í íslensku samfélagi að þær séu neýddar til þess að fara þessa leið vilji þær ekki fá á sig stimpil félagslegrar neyðar? Er betra að taka þá áhættu sem þessu starfi fylgir en að ganga stofnana á milli og grát- biðja um hjálp sem að öllu jöfnu fæst ekki fyrr en allt er komið í óefni? Er þetta kannski eina starfið þar sem konur geta einar ákveðið sín laun? Það er ekki tilgangurinn með þessan grein að ráðast á þá félagslegu þjónustu sem býðst hér á landi. Það er hinsvegar óhjá- kvæmilegt að velta henni fyrir sér eftir að hafa rætt við þær konur sem stunda vændi- Það kom greinilega fram hjá öllum þei*11 sem talað var við, að ef þær hefðu átt ein- hvern annan kost sem hefði gefið þeim möguleika á betri lífsskilyrðum hefðu þ*r allar sem ein valið hann. Hvað sem sagt vaf til þess að verja sjálfa sig og starfið, þá ef upphafið alltaf það sama. Þetta voru/ern konur í fjárhagsvandræðum sem ákveða að bjarga sér og börnum sínum á þennan hátt. Hið margumtalaða góðæri kemur senni' lega ekki til með að skila sér til þessarra kvenna — í það minnsta ekki með þe|lT1 hætti sem æskilegt hefði verið. Hitt má svo vel vera að góðærið skili sér í aukinni eft' irspurn eftir vændi og íslenskir karlmenn borgi enn betur en þeir hafa gert hingað tn- Er það sanngjarnt í þjóðfélagi þar sem almenn velferð ríkir og hælir sér af jafnréttn að konur þurfi að selja eigin líkama til þesS að geta búið við mannsæmandi skilyrði og veitt börnum sínum það uppeldi sem sski' legt er talið? ■ Hansfna Bjarnfríbur Einarsdóttir 52

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.