Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 55
F Ó L K
" »Ef einhver þáttagerðarmaðurinn seg&i a& þessi músik vœri „The hippest thing“ siftan
l'óka Kóla kom á markaft, er ég viss um aft hún yr&i mjög vinsæl hér sem annars staðar."
Hús fyrir
^jössa Thor
Mý hljómplata
°9 tónleikasamningur
Norðmenn
**^TA ER ÞRIÐJA sólóplatan sem ég
Sendi frá mér og ég held að mér sé óhætt að
Segja að í þetta skipti hafi mér tekist einna
s ást upp,“ segir Björn Thoroddsen, gítar-
e>karinn góðkunni, lítillátur og hógvær um
">J.U hljómplötuna sína Björn Thoroddsen
Us sem var að koma út. Með Bjössa spila
Pe>r Þórir Baldursson á hljómborð, Jóhann
smundsson á bassa og Steingrímur ÓIi Sig-
rðarson á trommur.
Hann heldur sig á svipuðum slóðum í
usík og áður þ.e. djassrokkinu en segir þó
1 P'atan sé ívið léttari en fyrri plötur. „Nú
t-Uuurn v'ð taka til við að spila á nokkrum
e'-Um tr* fylgja plötunni eftir en því
fe tnrum við í að undirbúa mikla tónleika-
fékk ^ore8s 1 haust,“ segir hann. „Ég
pj k nýlega samning frá norsku fyrirtæki,
SÍB0Vard Brattfold Impressiaro, sem sérhæfir
fe 1 að koma listamönnum á framfæri og
nJP^Sgja tónleika. Þeir fengu sendar
Se , rar eldri plötur frá mér til athugunar og
kv U SV° tuhfrúa hingað í maí til að hlusta á
Sa rtpttlnn- í kjölfarið buðu þeir svo góðan
þettninS sem við þáðum þegar í stað enda er
hin 3 s°est' samningur sem ég hef fengið
SeÞ° ekL> fJ^gS30 rnörgum,“
Sjalr nann hlæjandi. „Jafnframt munu þeir
Sj. Um útgáfu nýju plötunnar um alla
'navíu á vegum annars útgáfufirmas."
sve;tann seg'st væntanlega stækka hljóm-
egsfe^ö' a^Ur en ^aldið verður í Nor-
Cr lna °g þar muni þeir svo spila á
konsertum vítt og breitt um landið „Það er
svo skrítið með það,“ segir Bjössi, „að í
Noregi er svona músík vinsæl — þykir þar
mjög „hip“ eins og sagt er, en hér á landi er
því alls ekki svo farið. Samt hafa þær plötur
sem ég hef spilað á selst nokkuð vel — ekki í
mörgum þúsundum eintaka, en staðið þó
nokkurn veginn undir sér. Þessi músík hefur
bara ekki náð að festa neinar rætur hér á
landi.“
Þetta er raunar enn furðulegra þegar á
það er litið að þeir músíkantar sem spila
djass og aðra djassættaða músík, bræðing,
djassrokk og djasspopp, hér, hefur vegnað
mun betur erlendis en flestir rokkmúsíkant-
ar sem mest er hampað í útvarpsstöðvunum.
Nægir að minna á velgengni Mezzoforte,
Árna Egilsson í Los Angeles, Warner Bros.
plöturnar hans Jakobs Magnússonar í
Bandaríkjunum og vaxandi athygli sem Stef-
án S. Stefánsson og nú Björn Thoroddsen fá
á Norðurlöndunum. „Þessi músík hefur allt-
af verið undir hér á markaðnum og í músík-
útvarpi, hefur ekki fengið neina kynningu
en er oft spiluð undir eða bakvið þegar verið
er að lesa auglýsingar eða kynna eitthvað
sem kemur þessari músík ekkert við,“ segir
Bjössi. „Ef útvarpsstöðvarnar færu að spila
þessa músík talsvert mikið og einhver þátta-
gerðarmaðurinn segði að þessi músík væri
„The hippest thing“ síðan Kóka Kóla kom á
markaðinn, þá er ég viss um að hún yrði
mjög vinsæl hér eins og víðast annars
staðar.“
Á nýju Plús plötunni hans Björns Thor-
oddsen eru öll verkin frumsamin. Hann á
sjálfur flest verkanna en Þórir Baldurs
leggur nokkur til og Jóhann og Steingrímur
ÓIi eiga part í tveimur verkum. Upptakan
fór fram í hljóðveri Geimsteins sem gefur
plötuna út hér á landi.
■ Ómar Fri&riksson
Hannes Hólmsteinn
á þönum
Fundir og ráðstefnur
framundan
HANN DR. HANNES Hólmsteinn Gissur-
arson, stjórnmálaheimspekingur, verður á
þönum um Bandaríkin í sumar. „Jú, alveg
rétt, ég hef verið beðinn um að flytja erindi
á fundi bandarísku stjórnmála-
fræðisamtakanna (American Political Sci-
ence Association) í Chicago í lok ágúst og
ætla að fjalla um frelsi, lög og venjurétt,"
segir hann. „Það verður í nógu að snúast því
auk þessa verð ég við rannsóknir við Hoo-
ver stofnunina í Stanford háskóla í Kaliforn-
íu og svo við George Mason Institute í Virg-
iníu. Þannig er mál með vexti, að ég er
aðstoðarritstjóri ritsafns Friedrichs Hayeks
sem nokkrar stofnanir og háskólar í Banda-
ríkjunum og Evrópu sameinast um að gefa
út á næstu árum og mun ég vinna við það í
Hoover stofnuninni og auk þessa hef ég
verið beðinn um að skrifa bók í sumar í
George Mason stofnuninni. í ágústmánuði
verð ég líka á ráðstefnu í Indianapolis. Þetta
er svo sem ekkert nýnæmi fyrir mig því ég
hef verið á mörgum ráðstefnum af þessu tagi
og flutt fyrirlestra s.s. á Ítalíu, í Hong Kong,
Svíþjóð, Bandaríkjunum og svo í Oxford á
meðan ég var þar.“
PORVARÐUR ÁRNASON
■ Á fundi og rá&stefnur.
55