Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 61
L I S T I R
WÓOLEIKHÚSIÐ
ÞORVARDUR ARNASON
Brynja: Hreint leikhús með gömlum og nýjum leikbrögðum
Söngleikur úr Þrymskviðu
Fyrir alla fjölskylduna
Reiður var þá Vingór
er hann vaknaði
°S síns hamars
Urn saknaði,
S*eS8 narn að hrista,
s_r nam að dýja,
reð Jarðar bur
Urn °ð þreifast.
^Vo HEFST HIÐ forna kvæði Prymskviða
°g rnörgum þykir hún ef til vill eiga lítið
^rindi við nútíma íslendinga. Njörður P.
jarðvík er á öðru máli og hefur samið
£'krit um kviðuna og ætlar að allir íslend-
'/'gar hafi gaman af frá sex ára og upp úr.
I rynja Benediktsdóttir leikstjóri gengur
engra og segir að leikritið muni vekja áhuga
‘l fornum kveðskap og fólk muni dusta rykið
a. gömlum skræðum og lesa kviðuna eftir
sýningu.
j ^laðamanni ÞJÓÐLÍFS nægir að vita af
rumsýningu á nýju íslensku verki og brá því
j^ndir sig betri fætinum og fór til ísafjarðar
Pdr sem verkið var frumflutt í félagsheimil-
na ! Hnífsdal 4. júní sl.
I .^ýningin reyndist vera ærslafenginn söng-
'kur og mátti vart milli sjá hverjir
^emmtu sér betur, börn eða fullorðnir.
s Ppfærslan reyndist allnýstárleg, hröð og
' ernmtileg. Leikurinn á að gerast í nútím-
þ,ntn °g er spilað skemmtilega á tímann.
6r m'kið sungið og spilað á sýningunni
list'3 V'^ ®rynía kalla verkið söngleik. Tón-
le.'n er eftir Hjálmar H. Ragnarsson og
, 1 niynd og búninga hannaði Sigurjón Jó-
‘dnnsson.
Aðalhlutverk eru í höndum Arnar Árna-
Sem 'e‘kur Þór, Lilju Þórisdóttur sem
so ^reýíu h'na fögru, Randvers Þorláks-
"ar sem leikur bragðarefinn Loka og Erl-
ings Gíslasonar sem lék hinn tvíhöfða Þrym.
Aðrir leikarar, þ.e.a.s. þeir sem leika Æsi
og jötna eru: Ólafur Örn Thoroddsen (en
hann er líka hitt höfuð Þryms), Valgeir
Skagfjörð, Herdís Jónsdóttir, Kristrún
Helga Björnsdóttir og Eyþór Arnalds.
Nú er þetta fyrsta leikrit Njarðar P. Njarð-
vík, hvernig fannst þér að vinna úr handriti
hans?
„Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir því að
handrit er aðeins einn hluti af leiksýningu og
á hverri sýningu er holdið og blóðið leikar-
inn. Ég lít þannig á að leikstjóri gegni því
hlutverki að koma höfundi handrits sem
best til skila. Það sem mér finnst ég vera að
gera er að flytja Þrymskviðu eins og ég
ímynda mér að hún hafi verið flutt fyrr á
tímum. Þess vegna set ég inn erindi úr sjálfri
Þrymskviðu, auðvitað með leyfi höfundar.
Fólk skilur vel fornan kveðskap, því við
höfum lítið breyst í gegnum aldirnar. Þótt
við höldum að við séum alltaf að verða full-
kontnari, þá erum við ótrúlega lík foríeðr-
um okkar, því miður.
Stór þáttur í þessari sýningu er tónlistin
eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Leikarana
valdi ég af því að þeir eru góðir leikarar og
frábært söngfólk, sumir reyndar með stuttan
leikferil, en allir leika þeir á hljóðfæri. Þrír
þeir yngstu eru enn við nám í hljóðfæra-
leik.“ (Eyþór á celló, Herdís á fiðlu og
Kristrún útskrifast í vor m.a. á flautu).
Mér fannst þessi uppfœrsla allnýstárleg
sérstaklega hvað sviðskiptingu varðar.
„í þessu tilfelli sjá leikarar um sviðskipt-
ingu og t.d. veifar Érlingur vængjum Freyju
og ber hana um sviðið þegar hún stækkar í
reiði sinni. Það sem hér fer fram er hreint
leikhús með gömlum og nýjum leikbrögð-
um. Mér datt t.d. í hug að að láta leik-
konuna sem leikur Freyju vera hitt höfuð
Þryms, en það reyndist ekki framkvæman-
legt vegna búnings Freyju. Hún hefði átt
bágt með að krækja fótunum um mittið á
Erlingi með þessi myndarlegu læri!“
Mér finnst þessi uppfœrsla minna mig
nokkuð á uppfœrslu þína á Lýsiströtu um
árið.
„Æ ég er alltaf að gera þetta sama. Hug-
myndirnar verða að vera klárar. Málið er að
halda hlutum einföldum og mér finnst ég
alltaf velja hagkvæmustu leiðina en þær geta
virst flóknar á sýningunni. Ég skynja
heildina, upphaf og endi og hugsa mér hvað
ég ætla að segja með verkinu. Þegar ég er
búin að sjá fyrir mér verkið í grófum drátt-
um vel ég leikarana samkvæmt því. Mér
finnst verki mínu mikið til lokið þegar ég hef
valið samstarfsfólk. Á frumsýningu er verk-
ið alfarið í höndum leikaranna og sýningin
stendur og fellur með þeim. Þá er það á
þeirra valdi hvort þetta tekst. Þeirra skap-
andi starf er í eldlínunni."
Hvernig finnst þér að fara út á land með
sýningu?
„Okkur Erlingi finnst skemmtilegt að
rifja upp gamla tíð með þessari leikferð, því
þá var algengt að fara um allt land með
leiksýningu. Móttökurnar sem maður fær
‘eru mjög örvandi og það er gott að hitta
áhugleikhóp staðarins. Áhugamannaleik-
húsin eru ein af undirstöðum þess að okkur í
atvinnuleikhúsi gangi vel. Einn stærsti þátt-
urinn í menningu hvers staðar er leikhús-
starfið.“
Hvert verður framhaldið með þessa
sýningu?
„Við ætlum að halda áfram með sýning-
una 18. júní frá Hnífsdal og höldum með
hana suðureftir fjörðunum og endum á vest-
urlandi. Það er mikil gleði og léttir lista-
manna að skipta um leiksvið, prófa, nýja
staði, hitta nýtt fólk. Ég ætla með í ferðina
og ætla að taka þátt í að þróa og bæta sýn-
inguna. Það er hugmyndin að þjálfa aðra
leikara í hlutverkin og þá verður verkið flutt
með mismunandi leikurum sem skiptast á
um aðalhlutverkin. Þá er betur hægt að
rækta það hlutverk Þjóðleikhússins að fara
um landið með sýninguna og daga ekki uppi
í Reykjavík.
Pú segir að þetta verk sé fjölskyldusöng-
leikur, ertu viss um að þetta sé ekki barna-
sýning?
„Já, þetta er sýning fyrir fólk á öllum
aldri. Mér dettur ekki í hug að bjóða börn-
um upp á það sem fullorðnir geta ekki not-
ið. Börn eru gróflega vanmetin. Þau geta
fylgst með hvaða leiksýningu sem er og þau
eru reyndar mun greindari en við fullorðna
fólkið og móttæklegri. Það erum við sem
stöðnum og heimskumst með aldrinum. Ég
vil líka að börn geti farið með foreldrunum í
leikhús. Það er hluti af þroska barna að vera
með fullorðnum, ég tala nú ekki um öfugt.
Ég er á móti því að setja fólk á bás eftir
aldri."
■ Ragnheiöur Óladóttir
61