Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 62

Þjóðlíf - 01.06.1987, Síða 62
H E G Ð U N Börn og fjölmiðlar Hvað viljum við? FJÖLMIÐLAR ÞURFA ekki á neinn hátt að vera neikvæðir, þeir geta einnig komið að góðum notum. Það fer reyndar eftir því hverjir nota þá, í hvaða tilgangi og hvernig þeir eru notaðir. Áhrif fjölmiðla í þeim löndum þar sem heimsvaldastefnan ræður ríkjum koma fram á þann hátt að það sem varðar hagsmuni almennings er stungið undir stól, með öðr- um orðu'm: þeir skyggja á meðvitund fólks um hin hræðilegu vandamál sem mannkynið býr við í dag.“ Þessi orð eru hluti ályktunar sem sett var fram á menningarráðstefnu ríkja þriðja heimsins sem haldin var á Kúbu fyrir nær 20 árum. Með þessari ályktun voru þau að mótmæla innrás engilsaxneskrar fjölmiðla- menningar í þessi lönd. Við íslendingar vitum að það eru ekki einungis þriðja heims ríkin sem eiga við þetta vandamál að glíma því flest öll vestræn ríki hafa þessa menningu yfir sér, en þó er ísland alveg í sérflokki hvað þetta snertir. Lítil þjóð eins og við á erfitt með að koma í veg fyrir þessa erlendu menningu þar sem innlend dagskrárgerð er bæði dýr og tíma- frek. Ef Guatemala er undanskilin er hlut- fall erlends efnis hjá íslenska ríkissjónvarp- inu það hæsta í heiminum eða um 2/3 hlutar af öllu dagskrárefni og er þó Stöð 2, þar sem erlent efni er 90% af dagskránni, ekki inni í myndinni. Og af öllu erlendu efni sem er í ríkissjónvarpinu kemur tæpur helmingur frá Bandaríkjunum og Englandi þar sem megin- hlutinn er svokallað afþreyingarefni. MESTU NEYTENDURNIR. Varla verð- ur hjá því komist að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi og er alin upp við þessa menn- ingu, horfi á þetta erlenda afþreyingarefni heima í stofunni. Verkar það oft eins og róandi lyf meðan á sýningu stendur, sköpun- argáfan er geymd einhvers staðar lengst inni í spjaldskrá heilabúsins og er tekið á móti boðskapnum eins og hann sé hið eina rétta í þessum heimi. Ákafinn er svo mikill hjá mörgum börn- um að þegar þau eru farin að kunna að lesa er farið í næsta dagblað til að athuga hvað verði í sjónvarpinu það kvöldið. Könnun sem gerð var á fjölmiðlaneyslu barna og unglinga í Reykjavík fyrir fáeinum árum sýnir þessa staðreynd, en þar kom m.a. fram að 75% þeirra lesa sjónvarpsdagskrána á hverjum degi (teiknimyndasögurnar vinsæl- astar). Margir kannast við þá aðstöðu eftir að Stöð 2 kom til skjalanna að rifist er um hvort horfa eigi á t.d. Miami Vice eða fréttir. Það er ef til vill ekki alvarlegt þó að barn horfi einstaka sinnum á ameríska lögreglu- þætti, en safnast þegar saman kemur. Stað- reyndin er nefnilega sú að þegar íslenskur 15 ára unglingur lýkur skyldunámi hefur hann setið tíu þúsund klukkustundir í kennslu- stofunni, en u.þ.b. sjö þúsund fyrir framan sjónvarpið. Þessar tölur eru aðeins meðal- tölur og eru svipaðar þeim sem gilda á hin- um Norðurlöndunum. Vegna þessara staðreynda hafa börn og sjónvarp orðið eitt af mestu viðfangsefnum fjölmiðlarannsókna síðustu tíu til 15 ára og þá í hve miklum mæli heimsmynd barnanna mótast og hvernig fjölmiðlarnir ákvarða hegðunarmynstur þeirra. Spurt er m.a. hvað afþreyingar- og ofbeldismyndir þýði fyrir börnin og hvort þau læri að taka það sem gott og gilt að ofbeldi sé mönnum eðlilegt. Jafnframt er athugað hve mikið börn og unglingar herma eftir þeim sem fremja slík athæfi í myndum. Sú tegund áhrifa sem fjölmiðlar bjóða upp á er kölluð samsömun (identification) þar sem börnin reyna að sjá sig sjálf í hlut- verki viðkomandi leikara, hvort sem það er af hinu góða eða slæma. Fjölmiðlarnir segja einnig til um hvernig leysa skuli deilur og hvað sé mikilvægt í mannlegum sam- skiptum. Sjónvarpið hefur að þessu leyti sýnt hve hegðun barna getur breyst og hvernig þau leika eftir því sem þau sjá. En ekki verða allir fyrir jafn miklum áhrifum. Það fer eftir hlutum eins og aðbún- aði á heimilinu, menntun eða starfi foreldra, samskiptum við aðra, aldri og framboði á dagskrárefni. SPENNANDI OFBELDI. Þó svo að áhrifin séu mismunandi hafa flest börn meira eða minna gaman af því að horfa á ofbeldi. Reyndar er ekkert nýtt undir sól- inni, því ofbeldi sem hluti að söguþræði er gömul hefð og á rætur að rekja til hinna forngrísku sjónleikja. En ástæðan fyrir því að spennandi er að horfa á ofbeldi á rætur sínar að rekja til þarfa einstaklingsins. Öll börn fæðast með dýrseðli sem foreldrar hemja svo með ýms- um uppeldisaðferðum. En eðlið er sem fyrr til staðar og sést m.a. í leikjum hjá yngri börnum. Þau hræða hvert annað með felu- leikjum og öskra síðan skyndilega beint fyrir aftan þann sem leitar. Hjá eldri börnum er vinsælt að segja draugasögur í myrkri oft með þeim afleiðingum að sum þeirra þora ekki að ganga heim til sín, jafnvel þau sem sögðu flestar sögurnar. Þessi hættulausa ofbeldishneigð er aðeins lítið dæmi um þroskaferli barnsins. Það framkvæmir eigin tilraunir í þeim tilgangi að skilja bæði umhverfið og hið innra tilfinn- ingasvið. Það er nefnilega bæði skemmtilegt og spennandi að sjá hvernig tilfinningarnar bregðast við. Rithöfundar, kvikmyndaleikstjórar o.fl- hafa lengi vitað um þessar sálrænu þarfir, jafnt barna sem fullorðinna. Meðal annars þess vegna eru kvikmyndir og bækur sem innihalda spenning, ofbeldi eða eitthvað óvænt þær allra vinsælustu. SKAMMTÍMAÁHRIF. Skammtímaáhrif ofbeldismynda lýsa sér á þennan hátt: f fyrsta lagi veldur ofnotkun líkamlegn þreytu, vanlíðan og jafnvel geðshræringu- Oft eru ofbeldismyndir sýndar í sjónvarp' seint á kvöldin og barnið fær ekki nægan svefn. Kennarar sem hafa kennt í áratugi segja margir hverjir að ólíkt sé að kenna börnum í dag eða fyrir 20-25 árum, sérstak- lega eftir að myndböndin og nú síðast Stöð 2 hófu innreið sína. Sumir þeirra segja jafnvel að börn í dag séu miklu þægari í tímum nú, einfaldlega vegna þess að þau hafa ekki þrek afgangs til að framkvæma prakkara- strik. Að þessu leyti heyrir það sögunni til að setja teiknibólu á stól kennarans! í öðru lagi er ekki óalgengt að börn fá> martraðir eftir að hafa horft á sjónvarpið, jafnvel atriði sem fullorðið fólk álítur ósköp saklaus. Okkur líður vel þegar börnin sitja þæg og góð við tækið og horfa t.d. á Ofur- bangsa. En mörg dæmi eru til um það að yngri börn þora ekki að fara í rúmið vegna þess að beinagrindin í þeim þætti er í her- berginu, en hún er þó ósköp meinlaus vera- í þriðja lagi lýsa þau sér þannig að börn eða hópur barna leikur eftir hetjum í kvik- mynd sem þau hafa séð skömmu áður- Dæmi um þetta eru kúreka- og indíánaleikir og ekki síst atriði úr Stjörnustríði með öllum tilheyrandi leikföngum sem seld eru dýrum dómum í leikfangaverslunum, en það er önnur saga. Þessi tegund skammtímaáhrifa er að mestu leyti saklaus og lognast út at smám saman þegar viðkomandi mynd eða hetja er ekki lengur í tísku. Hvaða barn 1 dag hefur t.d. gaman af Errol Flynn skylm' ingum? En ef ein eða fleiri myndir með þeim fræga leikara yrði sýnd í sjónvarpi vsfi ekki sökum að spyrja hvað sæist í leikjum ungra drengja í nokkra daga eða vikur 3 eftir. LANGTÍMAÁHRIF. Langtímaáhrif efU miklu flóknari og koma e.t.v. ekki í ljós fyrr en eftir mörg ár og jafnvel áratugi. Gerðar hafa verið umfangsmiklar rannsóknir á lang' tímaáhrifum í Bandaríkjunum og má í þeirra draga vissar ályktanir um það sem v> kunnum að eiga í vændum fyrir tilstuðlaU myndbanda og jafnvel Stöðvar 2 þó svo a 62

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.