Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 66

Þjóðlíf - 01.06.1987, Page 66
TÆKNI & VÍSINDI Hljómtæki Hvað er að gerast? HÉR í UPPHAFI þessarar greinar langar mig að þakka forsvarsmönnum PJÓÐLIFS fyrir þá víðsýni að hafa áhuga á að taka inn umfjöllun um hljómtæki í blað sitt. Vonandi verður hún til fróðleiks og ánægju fyrir les- endur, en hér verður leitast við að koma sem víðast við og væri vel þegið ef lesendur hefðu eitthvað til málanna að leggja. Eftir að hafa velt því fyrir mér um hvað og hvernig ætti að byrja þessi skrif, komst ég að þeirri niðurstöðu að eðlilegast væri að skoða hver staða hljómtækjanna væri í dag. Hvað hefur verið að gerast undanfarin ár, hvert stefnir, hvernig má skipta hljómtækjum eftir verði og gæðum? Hvers vegna leggja sumir í miklar fjárfestingar í hljómtækjum? Það er hollt að gera sér svolitla grein fyrir þessu áður en farið er að skýra frá einstökum þáttum, svo sem geislaspilaranum og öðru merkilegu sem hefur verið að gerast í heimi hljómtækjanna. En vindum okkur í fyrstu hugleiðinguna: Hvar stöndum við? Nánast er útilokað fyrir leikmenn að ætla sér að kynnast öllum þeim breytingum sem verða í heimi hljómtækjanna nema bá helst í gegnum tímarit sem fjalla um þau. I gegnum þessi tímarit fáum við nánast allar þær upp- lýsingar sem völ er á. En það sem stendur skrifað þarf ekki endilega að vera það sem þú samþykkir eða það sem þér líkar best svo það ber að taka slíkum skrifum með ákveðn- um fyrirvara. Þess vegna þarf sá sem t.d. hefur áhuga á að kaupa sér hljómtæki, hvort heldur eitt einstakt stykki eða heila sam- stæðu, að kanna allar forsendur fyrir kaupunum ákaflega vel. En hvernig fer kaupandinn að? VALIÐ. Kaupandi á íslandi hefur ekki úr miklu að velja. Til landsins eru flutt inn stöðluð tæki sem fylla tvo neðstu flokkana af þeim fjórum sem við getum flokkað hljómtæki í og rétt rúmlega það. Þetta er ódýrasti og næst ódýrasti flokkurinn. Eitt- hvað er síðan flutt inn af hljómtækjum sem gætu talist til gæðahljómtækja, en ekkert er flutt inn af hágæðahljómtækjum. Hinsvegar er hægt að fá þau tæki hér, en þau eru aldrei til á lager og í flestum tilfellum tekur 6-8 vikur að fá þau til landsins. Því þarf kaupandinn að gera sér grein fyrir hversu miklum peningum hann þarf að verja til að fá það sem hann sækist eftir. Þessu má líka snúa við og segja: Hversu stóra peninga- upphæð vill hann nota og hvað fær hann fyrir þá? Hér ber að athuga að ekki er hægt að hlusta á þessi dýru tæki svo kaupandinn rennir jafvel nokkuð blint í sjóinn. En það er ekki svo einfalt að ætla sér að eyða ákveðinni upphæð. Gott er að gera sér grein fyrir hvort byggja á hljómtækin upp og þá hvernig. Þegar þannig er farið að er oftast byrjað á að kaupa plötuspilara, hljóð- dós, magnara og tvo hátalara. Útvarpi og segulbandi er síðan bætt við síðar ef ástæða eða efni leyfa. Þannig er hægt að verja hærri upphæð í þessa þrjá hluti. Og ef vel er valið má búa til hljómtækjasett sem stenst allar helstu frumkröfurnar. Hverjar þessar frum- kröfur eru verður komið að síðar. En hvar er kaupandinn þá staddur? Er nóg að kaupa hljómtækin og bera þau heim, taka upp, tengja og byrja að njóta góðs hljóms? Nei, það hefur alla tíð talist aðeins helmingur kaupanna að gera sjálf kaupin og koma tækjunum heim. Hinn helmingurinn er að koma þeim vel fyrir og stilla, svo það sem tækin bjóða uppá komist til skila. En hvernig á að stilla hljómtækin og hvernig á að koma þeim fyrir? Því miður eru við þessu þrjú svör. Því miður segi ég, því tvö þeirra eru ekki jákvæð. í fyrsta lagi eru flest þau hljómtæki sem verið er að selja hér ekki í þeim gæðaflokki að vert sé að eyða miklum tíma í stillingar. í öðru lagi hafa flestir selj- endur og sölumenn þeirra ekki þekkingu eða áhuga á að veita kaupendum þessa að- stoð. Þetta vill hafa þau áhrif að kaupandinn spyr ekki þeirra spurninga sem eðlilegt væri — ög fær þar af leiðandi ekki þær upplýsing- ar sem hann ætti að fá. Hann heldur að vörumerki(ð) eigi að hljóma vel, enda segir auglýsingin það. Þetta heitir að kaupa sig í standard. TVÖ SKILYRÐI. En aftur að því sem málið snýst um. Einhver kann að spyrja: Hvernig á ég að heyra mun á hljómtækjum? Það er ótrúlega algengt að fólk varpi þessari spurningu fram og alltaf er svarið það sama. Allt sem til þarf er tvennt — og í öllum tilfellum hefur þú annað. í fyrsta lagi þarf tvö eyru; í öðru lagi áhuga. Ef sá sem gerir kaupin hefur ekki áhuga á að heyra mun milli tækja, þá heyrir hann ekki mun. En að sjálfsögðu verður hann að vita eftir hverju hann á að hlusta. Og þar mætum við öðru vandamáli sem þessi greinarflokkur gæti hjálpað til við að leysa. Það vantar upplýs- ingar. Það einfaldasta sem kaupandinn getur gert er að fara með plötu sem hann veit hvernig hljómar heima hjá sér (eða einhvers staðar þar sem hann þekkir vel til) og bera saman við það sem hann heyrir í verslun- inni. En hann verður að vara sig á því að í því hljómtækjasetti sem hann hlustar á, eru hlutir sem „lita“ þann hljóm sem hann er að hlusta á og gefa honum því ekki rétta mynd af því sem hann heyrir. Þetta á við þegar á að kaupa einstakan hlut (plötuspilara, hátal- ara o.s.frv.) en ekki þegar verið er að skoða heilt sett. En hvað ef platan hljómar ekki eins og kaupandinn þekkir hana? Þá er að átta sig á hvar mismunurinn liggur. Hann getur legið í öðruvísi bassa, miðju eða toppi- (Til að útskýra mismunandi hljóm eru notuð algeng lýsingarorð sem geta hljómað undar- lega í eyrum ókunnugra. Þetta er hlutur sem 66

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.