Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 67

Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 67
TÆKNI & VÍSINDI ekki verður útskýrður nema í löngu máli og með greinargóðum myndum). Þetta er ein- faldasta útlistun á hljómi og síðan er hægt að nota kunn lýsingarorð til að skýra hvernig bassinn er öðruvísi. Hann getur verið mjúk- ur, harður, þunnur o.s.frv. Fyrir einhvern er þetta framandi, en flestum finnst þetta vera bið einfaldasta mál þegar til kemur. Það eina sem þarf að gera er að nota það lýsing- arorð sem þér finnst lýsa best þeim hljóm sem þú ert að hlusta á. Til að nota réttu 0rðin þarf dálitla æfingu en hún er mjög fijót að koma. Hinsvegar bjóða sennilega flestar verslanir uppá þá þjónustu að lána tæki heim til prufu (þegar það á við, að sjálfsögðu) og er það vel. Þannig getur kaupandinn fengið nokkuð raunverulega mynd af þeim tækjum sem hann hefur áhuga á. Til að gera sér sem besta grein fyrir því hvernig hljómurinn er í þeim tækjum sem á að skoða er best að taka með sér plötu sem viðkomandi þekkir mjög vel, þ.e.a.s. veit hvernig hljómar og gera sér grein fyrir á hverju maður á von að heyra og hvernig það síðan hljómar. Það vill svo til að hljómtæki eru keðja þar sem útkoman hljómar ekki betur en veikasti hlekkurinn. Á móti þessu bjóða margar verslanir uppá þá þjónustu að 'ána tæki heim gegn tryggingu. Þannig getur kaupandinn fengið raunverulega mynd af Þeim tækjum sem hann hefur áhuga á. En þá má ekki gleymast að tónn er ákaflega mismunandi. Hann getur verið mjúkur, harður, hvass, lokaður, opinn, bjartur, snöggur loðinn o.s.frv. Flestum finnst þetta vera framandi til að byrja með. En þegar til kemur finnst fólki þetta ótrúlega auðvelt. bú þarft ekki að vera neinn snillingur til að yelja hljómtæki og engin velur betur en þú fyrir þig. En hver er svo munurinn á hljómtækjum? Eftir hverju eru menn að sækjast þegar þeir kaupa einstök tæki fyrir tugi og jafnvel hundruð þúsunda? Tvær góðar spurningar, sem vert er að athuga. HUÓMTÆKIN. Tilgangur hljómtækj- anna þinna er að endurflytja það sem gert var við upptökuna. Endurflytja hljóðritun °8 láta hana líkjast þeirri upphaflegu eins mikið og mögulegt er. Og þetta gera hljóm- l®kin ótrúlega misvel. En við hvað er átt? n’ sjáum til. Allir þekkja hlut sem heitir ^tereó. Og flestir gera sér einhverja grein yrir hvað orðið þýðir. Eitt af því sem hljóm- *ki gera er að endurflytja stereóímynd sem uPptakan hefur. Stundum er hún augljós og stundum ekki. Þá eiga hljómtækin að leysa UPP hljóminn (þetta er hlutur sem auðveld- Ust er að lýsa með tón-mun, en við er átt að $gt sé að fylgja einstöku hljóðfæri eftir án Pess að önnur komi þar inní og trufli), þann- 8 að hvert hljóðfæri sé vel aðgreint frá rum. Og að síðustu þarf að vera dýpt í I l°mnum. Tónlist, sem og raunveru- 5'kinn, er nefnilega í þrívídd. Með dýpt er V|ð að bassi heyrist fyrir aftan hátalarann meðan rödd heyrist framar o.s.frv. Allt eru þetta hlutir sem afskaplega auðvelt er að heyra þegar hlustað er eftir þeim. Og þá getum við byrjað á byrjuninni. Hljóðdós í armi á plötuspilara getur ráðið miklu um það hvort upplausnin í tækjunum er góð eða ekki. Einnig hvort einhver dýpt er o.s.frv. En það er ekki bara hljóðdósin og staðsetning hennar í arminum sem segir til um þetta. Armurinn sjálfur hefur töluvert um þetta að segja. Sömuleiðis uppbygging spilarans sjálfs og þá sérstaklega staðsetning hans. Já, það kemur flestum stórkostlega á óvart hversu mikil áhrif það getur haft að koma plötuspilaranum vel fyrir. Eitt það algengasta sem gerist við að koma honum vel fyrir, eftir að hann hefur verið notaður við slæma aðstöðu, er að hljómurinn hreinsast upp. (Til að útskýra þetta hugtak má líkja því við tvær myndir þar sem illa upp stilltur plötuspilari er eins og mynd út úr fókus, en sá vel upp stillti eins og skörp mynd). Allt verður miklu skýrara, bassinn heyrist betur, miðjan opnast og kemur betur fram og toppurinn breytist úr skruðningi í hljóm. Stundum kemur þetta allt fram, stundum aðeins hluti þess. Og jafnvel eitt- hvað sem ekki er nefnt hér. Það er varla hægt að segja að plötuspilar- inn hafi breyst mikið á síðustu árum í útliti. Hinsvegar hafa gæði plötuspilara breyst töluvert og þá sérstaklega í dýra hópnum. Betri legur, betri mótorar og betri hönnun hjálpast þar að. Eins hafa menn gert betri arma, og í dag má kaupa mjög góða arma fyrir ekki svo háar upphæðir. Sennilega er það sem hljóðdósin sem hefur vinninginn í framförum. Líklegast eru þetta áhrif frá geislaspilaranum, sem hafa hvatt fram- leiðendur til að setja á markað betri vöru á lægra verði. Og erum við þá að tala um umtalsverða lækkun. Frá plötuspilaranum fer hljóðið út í magnarann. Það er hægt að stilla spilarann heil ósköp, en nánast ekkert hægt að eiga við magnarann. Hann, sem og öll önnur hljómtæki, hefur ákveðinn hljómkarater, sem er mikilvægt að sé látinn passa saman við annað í settinu. Er hér oftast talað um harðan og mjúkan hljóm og fer valið eftir smekk þess sem hlustar, en þessar upplýs- ingar ættu að fást hjá sölumönnum. En þrátt fyrir að ekki sé hægt að fikta í mögnurunum, þá hljóma þeir misvel. Þeir eru mis- kraftmiklir og er það ekki sjálfgefið að kraftmikill magnari sé betri en einhver kraftminni. Ekkert hefur nýtt og byltingar- kennt komið fram í mögnurum á síðustu árum. Þeir eru jú sífellt að verða betri og betri, en það er langt síðan við heyrðum um stóra nýjung. Það sem er athyglisvert er að hægt er að fá mjög góða magnara á þokka- legu verði, sem hljóma mjög vel en bjóða ekki uppá mikinn kraft. En það eru að- skildir magnarar (formagnari eða „control" magnari og kraftmagnari í sinn hvorum kassanum) sem hafa vinninginn og af þeim eru lampamagnarar sennilega hæst skrif- aðir. Það er magnarinn sem sendir svo hljóðið út í hátalarann og þar er því breytt í hljóm sem við hlustum á. Og þótt við getum ekki fiktað í eða stillt hátalarana, getum við haft mikil áhrif á hvernig þeir hljóma með upp- setningu þeirra. Til dæmis er mikið atriði að hátalarinn standi á stöðugri undirstöðu. Annars er hætta á að hann fari að titra og þá er það ekki lengur hátalaraeiningin sjálf sem er að búa til hljóminn heldur allt boxið með. Þá er það alkunn staðreynd að hægt er að hafa mikil áhrif á bassann í hátalaranum með því að staðsetja hann sem næst vegg. Reglan segir að því nær vegg því meiri bassi og öfugt. Hinsvegar gefur framleiðandinn oftast upp hvernig hátalarinn hljómar best. Á móti því kemur svo að aðstæðurnar eru misjafnar og best að prufa sig áfram með því að færa hátalarann til. Setjast svo niður á milli og hlusta eftir breytingum. Hátalara- einingarnar hafa tekið mjög miklum fram- förum á undanförnum árum. Hér í eina tíð urðu hátalarinn og boxið að vera eins stórt og mögulegt var til að eitthvað þætti í það varið. í dag má kaupa mjög litla hátalara sem hljóma betur en nokkur þorði að vona fyrir nokkrum árum. Og það er sennilega þetta sem einkennir hátalarann í dag. Þeir hafa minnkað og hljóma betur en þeir hafa nokkru sinni gert, og hafa sum fyrirtæki sýnt fram á að við getum átt von á athyglisverð- um nýjungum á þessu sviði á næstunni. NÆSTA BYLTING. Einhvern kann að undra hvers vegna gamli plötuspilarinn er tekinn fram yfir nýja geislaspilarann þegar talað er um val á hljómtækjum. Þetta er sennilega það byltingarkenndasta sem áhugamenn um hljómtæki hafa séð á undan- förnum árum. En ef vel er að gáð, og það er sífellt að koma betur í ljós, eru ekki öll kurl komin til grafar enn. Geislaspilarinn er allt- af að batna, en í flestum tilfellum hljómar hann ekki eins vel og góður plötuspilari af gömlu gerðinni með góðri hljóðdós. Og á meðan hann er að festa sig í sessi hefur verið boðuð koma næstu byltingar. DAT heitir hún og stendur þessi skammstöfun fyrir Dig- ital Audio Tape. Þetta er nýtt kassettutæki með nýrri spólu sem menn hafa spáð mikilli framtíð. En þetta er enn ekki komið á mark- að. Sitt sýnist hverjum um ágæti þess, en hver sá sem hefur leikið sér við að taka upp á Hi-Fi myndbandstæki veit, að hér er um ákaflega áhugaverðan hlut að ræða. Þeirri spurningu var varpað fram fyrr eftir hverju menn væru að sækjast þegar þeir eyddu háum upphæðum í hljómtæki. Þessu er auðvelt að svara, en ekki svo auðvelt að útskýra. Það er unaðsleg tilfinning að hlusta á góðan hljóm. Ekkert hljóð fer fram hjá þér, allt er hreint og óbjagað, öll hljóðfærin eru á sínum stað og sá sem hlustar kemst í nána snertingu við tónlistina. Og þannig mætti halda áfram að lýsa þessu. En það er í raun ekkert betra en að heyra þetta sjálf- (ur). Frá því kemst engin ósnortin. ■ Finnbogi Marinósson 67
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.