Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 70

Þjóðlíf - 01.06.1987, Qupperneq 70
í Þ RÓTTI R mikli undirbúningur stendur. Með þessu hefur sambandið markað viss tímamót í sögu íþróttanna hér á landi. Hingað til hafa íslenskir íþróttamenn þurft að leita til ann- arra landa til að getað helgað sig íþrótt sinni — nú er heilt landslið komið á föst laun. Síðustu árin hafa einstaklingar sem hafa skarað framúr fengið styrki úr afreksmanna- sjóði ÍSÍ en HSÍ er fyrst sérsambanda til að taka upp beinar greiðslur. Eftir heimsmeistarakeppnina í Sviss var framtíð landsliðsins í nokkurri óvissu. Marg- ir höfðu gefið í skyn að þeir treystu sér ekki í annan eins undirbúning og var fyrir þá keppni og þeir yrðu tæplega með í Seoul. En smám saman hefur hópurinn þjappað sér saman á ný — enginn vill missa af þessu mikla ævintýri þegar á reynir. Það má líka segja að nú sé að hrökkva eða stökkva fyrir íslenskt handknattleikslandslið. Aldrei fyrr hefur staða okkar á alþjóðavettvangi í þess- ari íþrótt verið jafn vænleg og aldrei fyrr verið raunhæfur möguleiki á að blanda sér í slaginn um allra efstu sætin. Auðvitað má alltaf deila um hvort ísland sé í raun ein sex bestu handknattleiksþjóða heims þótt sú hafi orðið niðurstaðan í Sviss. En við erum í hópi tólf til 14 þjóða í heiminum sem hafa burði til að ná þetta langt - þegar á hólminn er komið getur síðan tilviljun og heppni ráðið mestu um hvaða þjóðir af þessum vinna til verðlauna og hverjar sitja eftir. Fyrir aftan fsland á HM í Sviss voru Sovét- menn, Danir, Rúmenar, Vestur-Þjóðverjar, Svisslendingar, Suður-Kóreubúar, Tékkar og Pólverjar. Það er ekki með sanngirni hægt að fullyrða að margar af þessum þjóð- um séu í raun með lakara landslið en ísland. Hvers eigum við þá að vænta af íslenska landsliðinu í Seoul í september 1988? Þar leika tólf þjóðir í tveimur riðlum. f öðrum eru Júgóslavía, Svíþjóð, ísland, Sovétríkin, fulltrúi Ameríku sem væntanlega verður Bandaríkin og fulltrúi Afríku, væntanlega Alsír. í hinum eru Ungverjaland, Austur- Þýskaland, Spánn, Suður-Kórea, Tékkósló- vakía og fulltrúi Asíu, væntanlega Japan eða Kína. Sigurliðin í riðlunum leika til úrslita um Ólympíutitilinn, liðin númer tvö um bronsverðlaunin, liðin númer þrjú um 5. sætið og svo koll af kolli. Sex efstu þjóðirn- ar, þ.e. þær sem hafna í þremur efstu sætum í hvorum riðli, fara síðan beint í heimsmeistarakeppnina sem fram fer í Tékkoslóvakíu árið 1990. Reynum að líta raunhæft á möguleika íslands. íslenska liðið á að hafna í einum af fjórum efstu sætunum í sínum riðli, þ.e. fyrir ofan fulltrúa Ameríku og Afríku. Ann- að væri hreinn og beinn skandall og ekki til frekari umræðu. Þar með á 8. sætið að vera tryggt. Ekki slæm útkoma á heimsmæli- kvarða en hér heima yrði litið á hana sem áfall og engan ávinning. Samt má alveg reikna með að einmitt þetta sæti gæti hæg- lega fallið íslandi í skaut. Til að komast ofar verðum við að vera í a.m.k. þriðja sæti í riðlinum, og til þess þarf íslenska liðið að vera fyrir ofan Júgóslavíu, Sovétríkin eða Svíþjóð, þrjár af öflugustu handknatt- leiksþjóðum heims. Annað er ekki til um- ræðu hjá leikmönnum, þjálfara og forystu HSÍ og á pappírunum virðist sem orka liðs- ins ætti að beinast að leiknum við Svía — hann sé lykillinn að einu af sex efstu sætun- um í Seoul og þar með farmiða til Tékkósló- vakíu. En þannig er hættulegt að líta á málið. Það er staðreynd að við höfum sjaldan sótt gull í greipar Svía og aðeins unnið þá einu sinni á stórmóti, í heimsmeistarakeppninni 1964. Svíar hafa sálfræðileg tök á íslenskum handknattleiksmönnum, það hefur margoft sýnt sig bæði í landsleikjum og Evrópu- keppni. Og sökin í því liggur að mestu leyti hjá íslensku leikmönnunum sjálfum. Þeir hreinlega hata Svía og láta þá sífellt fara í taugarnar á sér. Ég sá þetta best þegar ég fylgdist með Eystrasaltskeppninni í Austur- Þýskalandi snemma á þessu ári. Þá var við- kvæðið hjá mörgum íslensku landsliðsmönn- unum þetta: „Við verðum allavega að vinna helvítis Svíana." Það er jafnan mikið gert úr því að Svíar leiki þungan og leiðinlegan handknattleik en það er ekki nema að hluta til rétt - þeir eru t.d. nú með tiltölulega ungt og efnilegt lið, kjarninn er fæddur 1962-1964, og þeir gætu hæglega náð mjög langt í Seoul. Síðan er ljósara en frá þurfi að segja að Júgóslavía og Sovétríkin eru tvær mestu handknattleiksþjóðir heims. Júgóslavar hafa stokkað upp lið sitt sem varð Ólympíu- meistari 1984 og heimsmeistari 1986 en nýju mennirnir gefa þeim gömlu ekkert eftir og verða vafalítið jafn erfiðir og alltaf áður þegar stund Ólympíuleikanna rennur upp. Látum ekki íslenskan sigur á þeim í Laugar- dalshöllinni sl. vetur villa um of sýn fyrir okkur. Sovétmenn virðast nú loksins vera að ná sér á strik eftir að hafa hætt við þátttöku í leikunum í Los Angeles 1984. Fjarvera þeirra þar veikti þá sjálfa og rask- aði allri uppbyggingu handknattleiksins í landinu. Með stórbrotnum sigri á Austur- Þjóðverjum í úrslitaleik Eystrasaltskeppn- innar og sannfærandi sigri í B-keppninni á Ítalíu hafa Sovétmenn sýnt að þeir eru komnir í alfremstu röð á ný. Risinn ungi Aleksandr Tutskin er orðinn einn fremsti handknattleiksmaður heims og gæti hæglega orðið stjarna Ólympíuleikanna í Seoul. Sem sagt - 8. sæti er enginn árangur, 6. sæti er góður árangur. Það er ótrúlega skammt á milli og lítið má útaf bera þegar á hólminn er komið til að gífurleg vinna sé til einskis unnin. Síðan gætu málin æxlast þannig að 7. sæti dygði til að komast á HM 1990, ef Tékkar hafna í einu sex efstu sæt- anna. Það gæti sem sagt dugað íslenska lið- inu að vinna sigur á einni „alvöruþjóð" til að halda sæti sínu sem A-þjóð til ársins 1990. Á því sést hve mikilvægir áfangar eru að baki — þátttakan í Ólympíuleikunum 1984 og 6. sætið þar varð til þess að ísland komst beint í A-keppnina í Sviss 1986 - og þaðan beint til Seoul. Að grunni til eru það sömu leikmennirnir sem taka þátt í þessum þremur stóru verk- efnum. Los Angeies 1984, Sviss 1986 og Seoul 1988. Menn hljóta því að spyrja sig - hvað tekur við eftir Ólympíuleikana. Þá verða reyndar flestir enn á besta aldri sem handknattleiksmenn, Kristján Arason, Sig- urður Gunnarsson, Sigurður Sveinsson, Al- freð Gíslason, Þorgils Óttar Mathiesen, Guðmundur Guðmundsson, Atli Hilmars- son og Páll Ólafsson verða allir enn undir þrítugu. Spurningin er hinsvegar sú hverjir þeirra treysta sér til að halda áfram á sömu braut — og auðvitað ræður miklu þar um hvernig gengur í Seoul. Margir þeirra hafa > látið í veðri vaka að eftir Ólympíuleikana verði kominn tími til að hugsa sinn gang og það yrði mikið áfall ef allir þessir hætta, ásamt þeim sem eldri eru, svo sem Bjarna Guðmundssyni, Einari Þorvarðarsyni, Kristjáni Sigmundssyni, Þorbirni Jenssyni og Þorbergi Aðalsteinssyni. Þá kemur til kasta þeirra sem yngri eru. Menn á borð við Geir Sveinsson, Jakob Sigurðsson, Karl Þráinsson, Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson eru þegar komnir með talsverða reynslu og eru af þeirri milli- kynslóð sem fyrst fyllir í skörðin. Geir er reyndar þegar orðinn mikilvægur hlekkur í varnarleik Islands en annars skortir nokkuð á að breiddin strax að baki núverandi A- landsliðs sé nægileg. Hinsvegar eru nú á aldrinum 18-20 ára nokkur af mestu efnum sem fram hafa komið hér á landi. Bjarki Sigurðsson, Héðinn Gilsson, Konráð Olavs- son og Árni Friðleifsson hafa allir hæfileika til að komast í fremstu röð, og þeir Héðinn ' og Árni hafa þegar fengið smjörþefinn af A- landsliðinu. HSÍ hefur náð að magna upp mikinn áhuga fyrir handknattleik meðal unglinga og þarf nú að fylgja því vel eftir með markvissri uppbyggingu. Með mjög aukinni áherslu á yngri landslið, 21-árs og 18 ára, ætti að vera möguleiki á að viðhalda þeim sessi sem núverandi A-landsliðsmenn hafa skapað íslandi í handknattleiksheim- inum. En eins og í öðrum íþróttum getur allt gerst í handknattleik. Undirbúningur lands- liðsins er viðamikill og einstakur í sinni röð en hann tryggir ekki árangur. Mótherjar íslands í Seoul leggja líka mikið upp úr þvi að ná sem allra lengst þar og líta ekki lengur á íslenska liðið sem 2. flokks andstæðing- ísland er A-þjóð og slíkan mótherja vilja allir vinna. Én íslenskir handknattleiks- áhugamenn eru kröfuharðir og sætta sig ekki við annað en stóra sigra. Og með þeirri . hálf-atvinnumennsku sem nú hefur verið r komið á aukast enn kröfurnar sem gerðar eru til landsliðsmannanna. Þeir hafa hins- vegar sýnt að metnaðurinn og viljinn eru fyrir hendi — þeir hafa þegar lagt á sig ótrúlegt erfiði til að ná settu marki og eiga annað eins eða meira eftir á næstu 16 mán- uðunum. Þeir eiga það skilið að þjóðm standi með þeim en meti frammistöðu þeirra í Seoul af sanngirni, hvernig sem leikar fara þar. ■ Víftir Sigurftsson 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.