Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 12

Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 12
INNLENT ÁNÆGJA OG GLEÐI STÆRSTIVINNINGURINN „Stutt en jákvæð reynsla okkar í Foss- vogsskóla af einsetnum skóla hefur fullvissað okkur um að við séum á réttri braut. Breytingin gerði m.a. það að verkum að nú getum við boðið yngstu börnunum upp á mun fjölbreyttara nám heldur en við gátum áður, s.s. handmennt, myndmennt, tónmennt og leikfimi. Hvernig svo þessi breyting skilar sér seinna meir á eftir að koma í ljós. Ég ætla að vona að það skili sér í betur undirbúnum þegnum og glaðara fólki. í augnablikinu þá fínnst mér þó stærsti vinningurinn af þessu öllu sam- an sú gleði og ánægja sem ég verð var við hjá sex ára krökkunum“, sagði Kári Arnórsson skólastjóri í samtali við Þjóðlíf, en í Fossvogsskóla er nú verið að gera tilraun með einsetinn skóla. — Hér er um að ræða samstarfsverk- efni milli Fossvogsskóla og Mennta- málaráðuneytisins sem mun standa í þrjú ár. Eftir tvö ár teljum við að hægt verði að hafa skóladaginn hjá yngstu börnunum sex tíma á dag og sjö tíma hjá eldri börnunum. — Breytingin felst fyrst og fremst í því að nú byrja öll börnin fyrir hádegi og hjá yngstu börnunum hefur jafnframt verið boðið upp á lengri skóladag. Þeim er nú boðið upp á 25 stundir á viku og á næsta ári er ætlunin að auka líka við skólatíma eldri barnanna. Yngstu börn- in eru í skólanum til klukkan hálf eitt alla daga en elstu börnin til rúmlega tvö, en þá er skólatímanum hér að fullu lok- ið. Krakkarnir hafa nesti með sér í skól- ann en geta einnig fengið ýmsar mjólk- urvörur hér á staðnum. Aðstaðan sem við bjóðum börnunum að matast við er hins vegar ekki nægjanlega góð, alla vega ekki ef málsverðurinn ætti að verða í eitthvað stærra formi. — Kostirnir við einsetinn skóla eru margir. Þannig er t.d. fyrri hluti dagsins mun betri námstími fyrir börnin enda óþreytt þá og betur upplögð. Fyrir vikið verður námsárangurinn meiri. Við- brögðin frá foreldrunum hafa einnig verið mjög jákvæð, því með þessu fyrir- komulagi gefst þeim betra tækifæri til að stunda vinnu utan heimilisins án þess að hafa eilífar áhyggjur af börnunum. Áður en þetta fyrirkomulag var tekið upp neyddust margir foreldrar í hverfmu til að leita til annarra skóla með börnin, t.d. einkaskóla sem eru í stakk búnir til að taka við börnunum á morgnana og hafa þau í lengri tíma en við gátum. — Skólana hefur tilfmnanlega skort tíma til að geta sinnt þeim auknu kröfum sem til hans hefur verið beint. Krafan um að skólinn auki afskipti sín af upp- eldinu, sinni umferðar- og fíkniefna- fræðslu og fl. hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Til að sinna þessu hefur skólinn þurft að taka af tímum sem ella væri varið í móðurmálsfræðslu, samfélagsgreinar og þess háttar grund- vallargreinar. Skólarnir hafa verið að virðist hafa samúð með þeim stjórnmála- mönnum sem tala gegn þessum svokallaða ekknaskatti, alla vega fá þeir mörg vin- sældarstig í skoðanakönnunum, en það virðist ekki eins til vinsælda fallið að berj- ast fyrir börnin. Það er eins og þjóðin skorti vilja til að standa með börnunum. Þau eiga sér í raun og veru afskaplega fáa málsvara í þjóðfélaginu, jafnvel foreldr- arnir virðast ekki hafa uppurð í sér til að taka málstað þeirra. Þeir taka öllu þegj- andi og hljóðalaust og muldra kannski eitthvað út í horni í besta falli. fbeldi unglinga á götum Reykjavík- ur, sem hefur aukist gríðarlega á undanförnum misserum, er ein afleiðing- in af því sinnuleysi sem börnin búa við. Það hefur verið mikið rætt um þessi mál að undanförnu, en því miður virðast afskap- lega fáir gera sér grein fyrir eðli vandans. Borgaryfirvöld með Sigurjón Pétursson og Magnús L. Sveinsson í fararbroddi telja að lausnin felist í að fjölga í lögreglu- liði borgarinnar, og í umræðum í borgar- ráði mátti jafnvel heyra þá skoðun að það væri brýnt að borgin tæki á ný yfir lög- gæslumál borgarinnar, — rétt eins og lög- reglan eigi að kenna börnum að hætta að drekka. Auðvitað er nauðsynlegt að hafa lögreglu, en halda menn virkilega að hún geti læknað meinsemdina? Ég varð af- skaplega reið yfir þessum málflutningi því hann bar vott um skilningsleysi. Á vörum mínum brennur nú sú spurning hvort borgaryfirvöldum hafi ekki dottið í hug að það skorti eitthvað annað en brynjaðar lögreglusveitir í þessa borg. Hefur engum dottið í hug að ástæðan fyrir því að börnin haga sér svona sé sú að borgin hafi ekki sinnt börnunum nægjanlega vel? Þetta var óábyrgt tal og undarlegt að þeir skyldu ekki sjá að borgin þyrfti að bæta þjónustu sína við börnin, s.s. með fjölgun félags- miðstöðva og betri skólum. — Mín reynsla af unglingum er sú að þeir séu bestu manneskjur og vilji lifa og umgangast fullorðna fólkið. Það er mikill misskilningur að unglingarnir vilji vera í einhverjum sér andfélagslegum heimi. Þetta er bara tilbúið vandamál hjá þeim sem nenna ekki að umgangast þá. — Eina leiðin til að koma í veg fyrir þetta aukna ofbeldi er að komast fyrir meinsemdina. Og helsta meinsemdin er að þessi börn hafa ekki fengið nógu mikið atlæti, en ekki liðsskortur í lögreglunni. Þau þarfnast umhyggju og ástúðar, þau þurfa að finna að einhverjum þyki vænt um þau. Mörg þeirra barna sem nú eru að vaxa úr grasi hafa farið á mis við þetta og eru því að lenda í vandræðum. Þessi börn eru óhugnanlega mörg og þetta er alltaf að versna. Það er t.d. áberandi að sex ára börnin, sem nú eru að hefja skólagöngu, eru mun erfiðari en áður var. Yngstu börnin eru svo óuppalin og erfið að það liggur við að kennarar veigri sér við að kenna þeim, en áður þótti það mjög eftir- sótt. Og það segir sig sjálft að þegar þau eru svona erfið þegar þau eru þetta lítil þá verður nánast útilokað að byggja á þeim grunni. — Að mínu mati geta stjórnvöld ekki hundsað kröfu foreldra um einkaskóla með góðri samvisku nema þau ætli sér að vinna nú þegar skipulega að nauðsynleg- um úrbótum í almenna skólakerfmu. Og það er ekki eingöngu efnameira fólkið sem setur fram þessar kröfur því án nokkurs vafa er fjöldi foreldra reiðubúinn til að borga skólagjöld af takmörkuðum tekjum með því að spara enn frekar í heimilis- rekstrinum í stað þess að senda börn í skóla þar sem þeirra bíður andlegt tjón. Það fer ekki endilega saman að vilja börn- unum sínum vel og eiga mikla peninga. afnt stjórnmálamenn sem aðrir verða að gera sér grein fyrir hver sé mikil- vægasti atvinnuvegur þjóðarinnar og hvert sé brýnasta úrlausnarefnið. Lenging skóladagsins og samfelldur, einsetinn skóli ætti að hafa algjöran forgang í þjóð- félaginu. Ég vil sjá skólann verða grósku- miðstöð og það ekki seinna en nú þegar. Og mín vegna má eitthvað af þessu kosta eitthvað. Það er svo mikið gott til í börn- um að mér finnst það algjör synd hvernig er farið með þau. Mér finnst þetta allt vera fullorðna fólkinu að kenna. Það er hægt að drepa og eyðileggja fallegustu frjóanga og plöntur og skemma allt ef maður er ekki nærgætinn og sýnir umhyggju og gerir eitthvað fyrir það. Þetta er vanræksla. 0 12 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.