Þjóðlíf - 01.01.1990, Page 13
Tilraunin í Fossvogsskála með einsetningu hefur tekist mjög vcl.
reyna að sinna þessu án þess þó að hafa
til þess tíma.
— Ég held að það sé orðið afskaplega
brýnt að við sem vinnum að skóla- og
fræðslumálum viðurkennum gæsluhlut-
verk skólanna og ég held að við eigum
ekkert að vera feimin við það. Það er
staðreynd sem við verðum að horfast í
augu við, að foreldrar vilja hafa börnin
sín í öruggri gæslu meðan þeir eru í
vinnu. Og ég er ekki í minnsta vafa um
að þeim heimilum fari ört fjölgandi þar
sem báðir foreldrar neyðast til að vinna
úti, alla vega meðan það efnahagsástand
sem nú ríkir skánar ekki.
— í raun og veru er óhjákvæmilegt
annað en að lengja skóladaginn því auk-
in vinna foreldranna utan heimilisins
gerir þeim illmögulegt að sinna upeldi
barnanna sem skyldi. Það væri til dæmis
eðlilegt að nýta lengda viðveru barnanna
í skólanum til að aðstoða þau við það sem
við köllum í dag heimanám. Hjá okkur í
Fossvogsskóla er heimavinnan sem slík
orðin hverfandi og fyrir vikið losna for-
eldrar við að eyða takmörkuðum sam-
verutíma sínum með börnunum í að
halda þeim að heimanáminu. Slíku fylg-
ir ætíð ákveðið stress, sér í lagi þegar allir
eru þreyttir.
BÖRNIN ERIISJÁLFSTÆÐARI
„Ég er afskaplega ánægð með að Foss-
vogsskóli hafi verið gerður einsetinn því
nú geta öll börnin farið í skólann á sama
tíma á morgnana. Þetta er algjör draum-
ur í dós og sjálf hef ég nú séð mér fært að
fara að vinna hálfan daginn en það hefði
verið óhugsandi ef þessar breytingar
hefðu ekki komið til“, sagði Alma Elías-
dóttir í samtali við Þjóðlíf um breyttan
skólatíma í Fossvogsskóla. Sjálf á hún
þrjú börn í skólanum á aldrinum sex til
ellefu ára.
— Fólk hefur látið sig hafa það að
vinna þótt börnin þyrftu að vera ein heima
hluta dagsins án þess að vera öruggt um
börnin sín. Sjálf þekki ég til margra barna
sem þurfa sjálf að koma sér í og úr skóla án
þess að foreldri geti aðstoðað þau heima
fyrir. Menn hafa ekki viljað tala um né
kannast við að börn eru upp til hópa á
þvælingi meðan foreldrar eru í vinnu.
— Eftir því sem ég fæ best séð virðast
börnin síður en svo finna fyrir lenging-
unni, — þvert á móti þá finnst mér þau
ánægðari, — námið er það létt og
skemmtilegt, mikill leikur í því. Og sjálf
upplifi ég meiri ánægju hjá krökkunum
með skólann sinn heldur en ég gerði þegar
ég var í skóla. Það er mun meiri léttleiki
yfir öllu í Fossvogsskóla heldur en flestum
öðrum skólum. Yngstu börnunum er t.d.
gefinn kostur að fara í svokölluð leikhorn í
afslöppun annað veifið og það kemur mjög
vel út. Börnin eru sjálfstæðari og vaxa vel
með þessu.
— Það er mjög mikilvægt að skólinn
aðlagi sig að vinnu foreldra þannig að þau
séu ekki ein. Þannig finnst mér að það ætti
að vera forgangsverkefni númer eitt hjá
stjórnvöldum að gera grunnskólann ein-
setinn. Þær áætlanir sem maður hefur
heyrt um og ganga út á að hrinda þessu í
framkvæmd á löngum tíma eru óraunsæj-
ar. Við vitum hreinlega ekki hvernig mál
standa eftir kannski áratug, en við vitum
hver vandinn er í dag.
— Ég var ekki viss um hvað mér fynd-
ist um lengingu skóladagsins áður en það
var innleitt og var svolítið hrædd um að
yngstu börnin myndu líða fyrir það að
vera samfellt í skólanum frá því klukkan
átta á morgnana til klukkan hálf eitt, en
það hefur sýnt sig að það er allt í lagi. Að
mínu mati mætti að ósekju lengja skólann
enn frekar þó vissulega verði að fara að
mikilli gát í þeim efnum.
0
ÞJÓÐLÍF 13