Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 18

Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 18
INNLENT Ingþór Sigurbjörnsson á nírœðisaldri sendir áfram föt til Póllands MAGNÚS GEZZON miklu meira en hann biður um og í árarað- ir hefur Arnfríður Höskuldsdóttir aðstoð- að hann við að raða í kassana og Eimskipa- félagið flytur gámana endurgjaldslaust til Póllands. — Að öllum ólöstuðum þykir mér ánægjulegast að taka á móti því sem bless- uð börnin koma með og gleðjast af því að gefa. Á þann hátt læra þau að hjálpa þeim sem bágt eiga. Hverjir taka á móti sendingunum og dreifa þeim í Póllandi? — í fyrstu var það forstöðukona barna- heimilisins, Renata Rimler. Þegar hún hætti vegna heilsubrests tók kirkjan við og biskupinn sem annaðist þessi mál kom eitt sinn hingað til að þakka fyrir sig og þjóð sína eins og hann orðaði það. Síðar yfirtók ríkið þessi mál í sínar hendur eftir að hafa skoðað nákvæmlega innihald kassanna og lofað verkið. Ég var hræddur um að þeir teldu þetta óþarfa og vildu ekki viður- kenna neyðina sem víða ríkir en nú er hún öllum ljós og fólk þorir að segja frá skorti á einu og öðru. Stafar ekki hætta af svartamarkaðs- bröskurum? — Ég hef aðeins einu sinni frétt af kössum sem komu fullir af rusli á leiðar- enda. Það gerðist í pólskri járnbrautarlest. En eftir að ríkið tók við hefur allt gengið snurðulaust. Þrátt fyrir fórnfúst starf í þágu snauðra Pólverja hefur Ingþór aldrei heimsótt land þeirra og segir að ef slíkt kæmi til yrði hann að vera í vasanum hjá Arnóri Hanni- balssyni sem annast allar bréfaskriftir fyrir hann. ALtlar þú að halda áfram lengi enn? — Það yrði mörgum öðrum en mér erf- itt að hætta og jafnvel þegar við hjónin dveljum á Heilsuhælinu í Hveragerði ek ég daglega í bæinn til að hjálpa til. Við íslendingar eigum svo erfitt með að skilja neyðina sem víða ríkir en mér finnst ég finna varmann og þakklætið í garð okkar íslendinga. Við sendingar til Póllands 1988 Þar sem kulda þrautirnar þjáðum valda sárum, pínum ef það snauðum ornar þar er það varmi huga mínum. 0 Á Kambsvegi 3 í Reykjavík býr maður á níræðisaldri, Ingþór Sigurbjörnsson, málarameistari og hagyrðingur. Hann er einn stofnenda Náttúrulækningafélags- ins, en þekktastur er hann fyrir fatasend- ingar til Póllands: — Fyrir tæplega tíu árum rakst ég á grein í íslensku dagblaði. Hún fjallaði um skólapilt sem kom á barnaheimili í Pól- landi og sá að þar vantaði margt sem ekki skorti hér á landi. Með fréttinni fylgdi heimilisfang í Póllandi ásamt póstfangi hjá foreldrum piltsins. Ingþór hafði samband við þetta fólk og sameiginlega sendu þau nokkra fatakassa. Fyrir það hlutu þau góðar þakkir og héldu áfram að senda, en Ingþór tók þetta fljótt í sínar hendur. Var önnur ástæða en auglýsingin fyrir því að þú hófst þetta starf? — Já, ég hef í tugi ára verið í bræðra- lagsfélagsskap Góðtemplara og ber manni þá ekki að hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda? Ég annast þetta fyrir hönd templ- ara og það var trú mín að söfnunin yrði eingöngu á meðal reglubræðra minna, en brátt barst svo mikið annars staðar frá að IOGT lenti fljótt í minnihluta. Fremst fara ýmis kvenfélög og einstaklingar sem hafa frétt þetta á skotspónum. Allir sem koma í bílskúrinn hjá Ingþóri eru tilbúnir að rétta hjálparhönd, oft Ingþór Sigurbjörnsson. Við íslendingar eigum svo eríitt með að skilja neyðina sem víða rikir... 18 ÞJÓÐLÍF MÉR FINNST ÉG FINNA VARMANN

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.