Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 21

Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 21
Curt Hansen (t.h.) nr. 1 hjá Dönum verður einn af liðsmönnum Norðurlandaúrvalsins. Við hlið hans Danmerkurmeistarinn Mortensen. fræðingur fram yfir skákina og Englend- ingurinn Miles sem býr í Þýskalandi hef- ur aldrei teflt með Könum í sveitakeppni. Þá hefur Kavalek að mestu lagt taflið á hilluna. Utan þessa lista eru hinsvegar ungir menn og framagjarnir, eins og John Fedorowicz, Joel Benjamin og Max Dlu- gy. Þeir hafa verið óþreytandi að tefla fyrir heimaland sitt undanfarin ár og verða að líkindum allir með í Reykjavík. Þeir eru nú 10-20 stigum á eftir þeim Rohde og Christiansen, ásamt fjölda annarra skák- manna og gætu eins víxlað við þá sættum á nýja stigalistanum. Þá má ekki gleyma þeim gamla ref Lev Alburt. Hvort hann verður í náðinni hjá skáksambandinu er óvíst og enn síður hægt að spá um stöðu fjárhættuspilarans með langa nafnið Dzindzichashvili. Hann er með skuldugri mönnum og var fyrir ári síðan þurrkaður út af skákstigalistanum vegna skulda við sambandið; í raun settur í algert beruf- sverbot. Fleira mætti tína til en því verður slegið föstu hér að bandaríska sveitin muni koma á óvart í keppninni, á einn veg eða annan. Forvitnilegasta sveitin er vitaskuld sú norræna. Um þrjú efstu borðin ræður varla nokkur vafi, en mjög óvíst er um röð næstu manna, sem öllum hefur gengið fremur brösuglega á síðari hluta ársins, nema helst Helga Ólafssyni. Líklega tefla þeir Jóhann á 4. og 5. borði. Þátttaka Larsens er óviss, enda búsettur í Argen- tínu. Víst er að Curt Hansen mun hækka á listanum og forvitnilegt verður að sjá hvort Jón L. Árnason, sem nú er 11. á listanum, muni fá sæti í sveitinni. Af öðr- um sem helst koma til greina má nefna Svíana Wedberg og Karlsson (sem þó sit- ur líklega heima — þjáist af flughræðslu!) og Finnann Yrjöla. Englendingar tefla fram mjög sterkum mönnum á efstu borðum en breiddina skortir. í valinu um sæti á neðri borðum eru margir kallaðir og gætu orðið nokkrar breytingar á því sem hér er sýnt. Hinn 17 ára gamli Adams sem nú er yngsti stór- meistari í heimi er á hraðri leið upp stiga- listann og mun væntanlega sitja á 5. borði. Líklegt er að Hogdson verði í liðinu, en hann vakti mikla athygli á Fjarkamótinu í fyrra fyrir afburða fjöruga taflmennsku. Óvíst er um þátttöku Mestels og hið sama má segja um hinn landflótta rúmenska stórmeistara Suba, en hann er ekki bein- línis í náðinni hjá íslenskum skákmönnum eftir ljótan grikk sem hann gerði þeim á ólympíumóti fyrir 11 árum. í stað þeirra gætu komið inn í liðið menn eins og Willi- am Watson og David Norwood, ungir menn á framabraut. Það er raunar í sam- ræmi við snaran framgang Englendinga á skáksviðinu, að nánast allir liðsmenn sveitarinnar eru undir þrítugu. Undan- tekningarnar eru að þeir Speelman og stærðfræðiprófessorinn Nunn sem þó er hvorugur hálfnaður í fertugt. Sjónir manna í skákheiminum munu enn sem oftar beinast til Reykjavíkur meðan á þessari nýstárlegu keppni stend- ur. Margir keppenda munu dvelja hér áfram og taka þátt í 15. Alþjóðlega Reykja- víkurskákmótinu sem hefst strax að fjór- veldakeppninni lokinni. Gæti það orðið öflugasta Reykjavíkurmót frá upphafi. Það er alltént ljóst að íslenskir skákunn- endur eiga skemmtilega útmánuði í vænd- um. Sovétríkin (2636) 1. Garrí Kasparov 2775 2. Vasilí ívantjúk 2660 3. Valerí Salov 2645 4. Mikaíl Gúrevits 2640 5. Alexander Beljavskí 2620 6. Jaan Ehlvest 2620 7. Artúr Júsúpov 2610 8. Sergei Dolmatov 2610 9. Andrei Sókolov 2595 10. Bóris Gelfand 2590 USA (2570) 1. Boris Gulko 2605 2. Yasser Seirawan 2585 3. Nick de Firmian 2585 4. Michael Wilder 2575 5. Anthony Miles 2570 6. Sergei Kudrin 2570 7. Lubosh Kavalek 2560 8. Walter Browns 2555 9. Larry Christiansen 2550 10. Michael Rohde 2550 Norðurlönd (2561) 1. Ulf Andersson (S) 2635 2. Simen Agdestein (N) 2605 3. Margeir Pétursson (í) 2590 4. Ferdinand Hellers (S) 2560 5. Jóhann Hjartarson (í) 2555 6. Helgi Ólafsson (í) 2545 7. Harry Schussler (S) 2540 8. Bent Larsen (D) 2530 9. Curt Hansen (D) 2525 10. Lars Bo Hansen (D) 2525 England (2551) 1. Nigel Short 2660 2. Jon Speelman 2615 3. Murray Chandler 2585 4. John Nunn 2575 5. Julian Hogdson 2535 6. Jonathan Mestel 2520 7. Mark Hebden 2520 8. Michael Adams 2505 9. Mihai Suba 2500 10. Daniel King 2495 0 ÞJÓÐLÍF 21

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.