Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 22
ERLENT STÖÐUG UMRÆÐA UM MEIRA LÝÐRÆÐI Aldarafmœli sœnska jafnaðarmannaflokksins á þessu ári. Einstakur ferill valda og áhrifa. Á s.l. ári hafa sænskir jafnaðarmenn haldið hátíðlegt aldarafmæli flokks síns. Sveríges Socialdemokratiska Arbetar- parti, eins og flokkurinn heitir, var stofn- aður í apríl 1889 og nú, 100 árum síðar, geta jafnaðarmcnn glaðst yfir ferli sem á margan hátt er einstakur í sögunni. Sænski jafnaðarmannaflokkurinn er, hvað kosningafylgi, þátttöku í ríkis- stjórn og hreinar flokksstjórnir áhrærir, lang árangursríkasti jafnaðarmannaflokk- ur heims og raunar eru einnig sárafáir borgaraflokkar sem náð hafa svipuðum ár- angri. Helst eru það Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn japanski og hinn írski Fianna Fáil sem hafa af einhverju álíka að státa. 1921 voru fyrstu þingkosningar í Sví- þjóð með almennum kosningarétti. Frá þeim tíma og til dagsins í dag hafa sænskir jafnaðarmenn að meðaltali fengið 45% at- kvæða í þingkosningum. í fimm kosning- um (þing- og bæja) hafa þeir fengið yfir helming greiddra atkvæða. Af þeim 68 árum sem liðin eru frá fyrstu lýðræðislegu kosningunum hafa Svíar búið við jafnað- armannastjórn í 54. í 40 ár samfleytt voru sænskar stjórnir leiddar af jafnaðarmönn- um og oftast sátu þeir einir við stjórnvöl- inn. En eitt er að ná völdum, annað að halda þeim og hið þriðja að nota þau til einhvers. Sænskir jafnaðarmenn hafa verið duglegir hvað fyrri atriðin tvö varðar en hvernig er með hið þriðja? Á hvern hátt hafa jafnað- armenn sett mark sitt á sænskt samfélag? Skilur það sig á einhvern afgerandi hátt frá öðrum vestrænum samfélögum? Olof Palme líkti eitt sinn hreyfingu um- bótasinnaðra jafnaðarmanna við snigil. Snigillinn fer hægt yfir en hann þokast þó stöðugt áfram. Ákafamennirnir örvænta yfir því hversu seint sækist en andstæðing- arnir örvænta yfir seiglunni sem gerir að snigillinn virðist óstöðvandi. Annar mikil- INGÓLFUR V.GÍSLASON SKRIFAR vægur þáttur líkingarinnar eru þreifmgar snigilsins og hreyfiflötur hans. Með öng- unum finnur hann framtíðarmarkmið og hreyfiflöturinn velur bestu leiðina á grundvelli reynslunnar. Erþetta hin ágæt- asta líking á starfi sænskra krata. Margar umbætur þeirra hafa þokað samfélaginu í þá jafnréttisátt er jafnaðarmenn stefna og hin langa valdaseta þeirra stafar ekki hvað síst af þolinmæði þó seint miði, góðri þekkingu á raunveruleika sænsks samfé- lags og oft snilldarlegri stjórnlist á örlaga- stundum. Þá hefur það hjálpað jafnaðarmönnum að sænskir borgarar hafa aldrei átt sér einn stóran flokk. Þeir hafa jafnan verið klofnir í tvo eða fleiri flokka af svipaðri stærð. Innbyrðis barátta þessara flokka hefur mjög auðveldað jafnaðarmönnum að halda völdum. Þingstaðan hefur boðið uppá ýmsa möguleika til samsteypu- myndunar í einstökum málum og jafnað- armenn þoka málum sínum áfram með því Hreyfíngin er eins og snigill, sagði Olof Palme. að styðjast ýmist við þennan flokkinn eða hinn. Er það raunar eitt af höfuðeinkenn- um sænskra jafnaðarmanna og vafalaust einn helsti skýringarþátturinn á langri valdasetu þeirra að samvinna og eins breið eining og framast er unnt, er ætíð haft að leiðarljósi. Flokkurinn hefur aldrei dottið í gryfju einangrunarstefnu eða reynt að skauta sænsk stjórnmál. Dyrnar hafa ætíð staðið opnar vilji einhver ræða stefnu og störf. Þetta hefur þó ekki orðið til þess að rekin væri marklaus hentistefnupólitík. Samningarnir hafa jafnan þýtt að jafnaðar- menn hafa þokað fram sínum málum en þá á einhvern þann hátt að sem fæsta stuði og valdi sem minnstum klofningi í samfé- laginu. Kjósendum, sem eru vanir stöðugleika, þykir ekki fýsilegt að styðja borgaraflokk- ana sem ómögulega virðast geta komið sér saman um nokkurt mál. Enda nýta jafnað- armenn sér óspart í áróðri reynsluna frá árunum 1976-1982 er borgaraflokkar sátu við stjórnvölinn en stjórnarkreppur og innbyrðis rifrildi ráðherra einkenndu þau ár. Fyrstu ár jafnaðarmannaflokksins fóru í áróður og eflingu flokksins og alþýðu- samtakanna. Kröfur flokksins snerust fyrst og fremst um almennan kosningarétt og slík lýðréttindi. Þegar flokkurinn fyrst myndar ríkisstjórn 1920 er þeim mark- miðum að mestu náð. Þess í stað gat flokk- urinn einbeitt sér að efnahagslegum jöfn- uði og má segja að slíkt markmið hafi verið leiðarljós flokksins allt fram á síðustu ár er krafan um einhvers konar efnahagslegt lýðræði hefur fengið aukinn þunga. Hún er raunar ekki ný hjá jafnaðarmönnum og má minna á þau orð Ernst Wigforss frá 1923 að „lýðræðið geti ekki numið staðar við verksmiðjudyrnar". Það er þó ekki fyrr en nýlega sem rykið hefur verið dust- að af þessari hugmynd og þá eftir að efna- 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.