Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 23

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 23
Verkalýðshreyfmgin hefur mikil áhrif ílandinu. 1. maíganga. hagslegu öryggi hefur verið náð í mjög ríkum mæli. Fátækt er ekki fyrir hendi í Svíþjóð og Svíar búa áreiðanlega við meira öryggi í efnahagslegu tilliti en þekkist annars stað- ar á vesturlöndum. Það er hins vegar ekki rétt sem gagnrýnendur sænska velferðar- kerfisins halda stundum fram, að hér sé hægt að hafa það náðugt á kostnað ríkisins án þess að gera nokkuð í staðinn. Sænskir jafnaðarmenn hafa ætíð verið meðvitaðir um að efnahagslegi jöfnuðurinn krefst öfl- ugs atvinnulífs og að það sé mannskemm- andi að lifa á bónbjörgum. Atvinnustefna Svía hefur því jafnan falist í að sjá til þess að fólk sé ekki iðjulaust til langframa. Þó atvinnuleysi sé fyrir hendi eru gerðar kröfur til þeirra er bætur þiggja. Boðið er uppá endurhæfmgarnámskeið og atvinnu- bótavinnu auk þess sem fyrirtæki hafa verið styrkt til að ráða ungt fólk. Ástæða hins síðast nefnda er, að þegar atvinnu- skortur ríkir, á ungt og reynslulaust fólk erfitt með að komast inn á vinnumarkað- inn. Það venst á aðgerðarleysi, missir sjálf- straust og í kjölfarið koma hin félagslegu vandamál. Þetta hafa sænskir jafnaðar- menn viljað koma í veg fyrir, með góðum árangri. yrir stuttu var danski atvinnumála- ráðherrann í heimsókn í Svíþjóð til að kynnast þessum þáttum hér. Hann taldi að Danir hefðu gert örlagarík mistök með því að vera um of gjafmildir á at- vinnuleysisbætur. Nú yrði að söðla um og gera kröfur. Það væri öllum fyrir bestu er til lengri u'ma væri litið. Félagsfræðingurinn Gösta Esping- Andersen hefur leitt að því sterk rök að sveiflur í kosningafylgi sænskra jafnaðar- manna síðustu ár megi skýra með afstöðu millihópa eða hinnar nýju verkalýðsstéttar skrifstofufólks, kennara, hjúkrunarfólks og annarra er (opinberri) þjónustu sinna. Það sé lífsnauðsyn fyrir jafnaðarmenn að tengja þessa hópa og hina klassísku verka- lýðsstétt sem ætíð hefur dyggilega stutt jafnaðarmenn. Á árunum 1956 til 1968 fengu jafnaðarmenn að meðaltali um 70% atkvæða verkafólks. Hin síðari ár hefur hlutfallið verið um 65%. Hvernig slíkt bandalag gömlu og nýju verkalýðsstéttanna verður best byggt er lykilspurning jafnaðarmanna vilji þeir gera sér vonir um að halda völdum næstu ár eða áratugi. Einn möguleiki er vinnu- staðalýðræði. Fólki lætur yfirleitt illa að hafa lítil sem engin áhrif á vinnustað sín- um og þá ekki hvað síst áðurnefndum millihópum sem oft eru tiltölulega vel menntaðir. Aukið lýðræði og sjálfstjórn vinnustaða, opinberra sem í einkageiran- um, væri því líkleg krafa til að styrkja jafnaðarmenn meðal þessara hópa án þess að fæla frá aðra stuðningshópa. Megingalli þessarar leiðar er, að hún vekur upp hat- ramma andstöðu atvinnurekenda og gæti hugsanlega þjappað borgaraflokkunum saman. Jafnaðarmenn eru mjög tregir til að styggja verulega atvinnurekendur þar eð þeim er ljóst að sænska velferðin hvílir á öflugum atvinnurekstri og útflutningi. Öll þjóðnýtingaráform voru gefin upp á bátinn þegar á fjórða áratugnum þannig að viss samstaða og samvinna fjármagnseig- enda og jafnaðarmanna er nauðsynleg. Ákveðin skref í lýðræðisátt voru tekin á áttunda áratugnum og þessum, með lög- um um samákvörðunarrétt (medbe- stammandelagen, MBL) og síðan laun- ÞJÓÐLÍF 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.