Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 24

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 24
ERLENT ROdsstjóm Svía. þegasjóðunum. Samákvörðun þýðir að fyrirtækjum er óheimilt að gera einhverjar breytingar á rekstri eða fyrirkomulagi án þess að ræða slíkt fyrst við verkalýðsfélög- in. Hefur mikilvægi laganna ef til vill fyrst og fremst falist í auknu atvinnuöryggi þar eð brottrekstur getur ekki átt sér stað án viðræðna. Höfuðgalli laganna er ef til vill að samráðið er falið verkalýðsfélögunum en ekki starfsfólki hvers vinnustaðar. Þar af leiðandi verður ekki um bein áhrif verkafólks að ræða heldur fulltrúalýðræði. Samkvæmt hinni upprunalegu mynd launþegasjóðanna áttu þeir smátt og smátt að sjá til þess að verkalýðshreyfingin eign- aðist meirihluta hlutabréfa fyrirtækja og réði þannig í reynd atvinnulífinu. Eftir hatrammar deilur og mikið makk var á endanum samþykkt mikið þynnt tillaga sem ekki hefur í för með sér neinar kerfis- breytingar. Launþegasjóðirnir auka eitt- hvað möguleika ríkisvaldsins til stýringar á fjárfestingum en heildaráhrif þeirra á fjármagnsmarkaðinn eru hverfandi. Má ef til vill segja, að það eina sem gerst hafi sé að atvinnubraskarar hafi fengið fé launa- manna að leika sér með. kki er þó óhugsandi að á þessu verði breyting í framtíðinni því í kjölfar þó nokkurs fjármagnsflótta frá Svíþjóð að undanförnu hefur einn helsti forystumað- ur iðnverkafólks, Leif Blomberg, varpað fram þeirri hugmynd að allar takmarkanir á fjármagnseign launþegasjóðanna og fleiri opinberra sjóða verði afnumdar. Sjóðirnir verði síðan notaðir til að kaupa upp fyrirtæki er hugsa sér að flytja til ann- arra landa. Óvíst er hversu alvarlega þetta er meint. Ef til vill er hér frekar um að ræða aðvörun til atvinnurekenda. Þá ber og að hafa í huga að launþega- sjóðirnir voru ákaflega óheppilegir frá pólitískum sjónarhóli. Atvinnurekendur snerust hatrammir gegn þeim og borgara- flokkarnir sameinuðust í einarðri and- stöðu. Skoðanakannanir sýndu yfirleitt að meirihluti Svía var sjóðunum andvígur. Sérstök mótspyrnunefnd var sett á lagg- irnar og fékk hún tugi þúsunda til mót- mælaaðgerða fyrstu árin. Ef ekki hefði komið til sterkur þrýstingur Alþýðusam- bandsins hefði vafalítið verið hætt við þessa sjóði. Mesta loftið er þó úr and- stöðunni nú enda augljóst mál að sjóðirnir valda engum eigindar breytingum á sænsku samfélagi. í þessu sambandi er mikilvægt að hafa í huga hin nánu tengsl sem eru milli sænska Alþýðusambandsins (LO) og flokks jafn- aðarmanna. Til skamms tíma var það raunar svo að aðild að verkalýðsfélagi þýddi jafnframt aðild að flokki jafnaðar- manna svo fremi menn segðu sig ekki formlega úr flokknum. Þessu hefur nú verið breytt, en mörgum til nokkurrar undrunar virðist það ekki ætla að hafa neinar stórvægilegar breytingar í för með sér hvað félagafjölda í flokknum áhrærir. Mikilvægi tengsla flokksins og Alþýðu- sambandsins felst ekki hvað síst í því að aðild sænsks verkalýðs að verkalýðsfélög- um er einna mest í heimi. Er nokkurn veginn óhætt að segja að allir séu í verka- lýðsfélagi. Takist að viðhalda þessum skipulags- grunni er það mikilvægt fyrir valdastöðu framtíðarinnar. Það ber að hafa í huga að í þeim löndum sem upplifað hafa verulega hægrisveiflu hefur það stafað af því að nýborgaraleg öfl hafa fengið til liðs við sig hópa úr verkalýðsstétt sem gömlu borg- araflokkunum tókst aldrei að telja á sitt band. Sterk verkalýðshreyfing er þar mik- ilvægur brimbrjótur. Þá hafa tengslin þýtt, að mun minni hætta hefur verið á einangrun flokksins og forystunnar frá almenningi í landinu. Al- þýðusambandið hefur ýtt á um að rekin sé stéttastefna, stefna sem gagni verkalýðn- um. Róttækustu tillögur jafnaðarmanna hafa átt upptök sín hjá Alþýðusamband- inu sem þannig hefur rekið á eftir flokkn- um og unnið gegn þeirri stöðnun er annars vill einkenna flokka er lengi halda völd- um. Fleira en vinnustaðalýðræði er þó hugs- anlegt til lausnar þess vanda að byggja áðurnefnt stéttabandalag og eru breyting- ar á skattakerfinu ef til vill vænlegasta tilraunin. Langvinnar viðræður hafa átt sér stað milli ríkisstjórnarinnar og borg- araflokka um það sem fjármálaráðherrann kallar „skattaumbætur aldarinnar". Þarer stefnt að því að lækka tekjuskatta en bæta ríkissjóði það upp með breikkun á sölu- skattsgrunni. Sá flokkur sem hér er lengst til hægri, Moderata samlingsparti, dró sig snemma úr viðræðunum þar eð þeir eru ekki til viðræðu um annað en að heild- ar skattaálögur lækki. Það er á hinn bóg- inn athyglisvert, að bæði Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn sátu eftir, en þeir hafa ásamt jafnaðarmönnum, reynt mest til að ná áhrifum meðal millihópanna. Lækkun tekjuskatts er hugsað sem vinnuhvetjandi aðgerð en það er einnig vel hugsanlegt að hún dragi úr þeim þrýstingi á fjármál ríkisins sem launakröfur opin- berra starfsmanna hafa verið hin síðari ár. Takist á þann hátt að sætta opinbera starfsmenn við kjör sín án þess að dregið sé úr þjónustu velferðarríkisins er líklegra að jafnaðarmönnum takist það ætlunar- verk sitt að byggja nýtt stéttabandalag verkalýðs og miðhópa. Margt á þó eftir að gerast áður en unnt er að segja hvort eitt- hvað slíkt hafi gerst. Þar skiptir ekki hvað minnstu máli hvort tekst að fá TCO (hið sænska BSRB) að fallast á skattabreyting- arnar. 24 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.