Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 25

Þjóðlíf - 01.01.1990, Blaðsíða 25
Umhverfíseftírlit verður stórhert. VÍKINGASVEIT í UMHVERFISVERND Fyrir flokk jafnaðarmanna skiptir höf- uðmáli að hverjar kosningar snúist um efnahags- og félagsmál eða þætti þeim tengdum. Gildir þetta raunar um alla flokka er við verkalýð vilja kenna sig. Þá þarf lítt að óttast klofning í eigin röðum og áróðurslega standa jafnaðarmenn þar sterkt að vígi því trúlega eru þeir Svíar fáir sem í alvöru álíta efnahagsmálum Svíþjóð- ar illa stjórnað. I ljósi þessa, er hin algera eining sem ríkir um grundvallaratriði sænskrar utanríkismálastefnu mikilvæg. Deilur þar um væru jafnaðarmönnum varla til góðs. Mikilvægi þessa atriðis sást vel þegar væringar voru hér með mönnum sökum kjarnorkunnar. Einu skiptin sem innri einingu flokks- ins hefur verið alvarlega ógnað var þegar deilt var um hvort Svíar ættu að fá sér kjarnorkuvopn og síðan þegar deilt var um friðsamlega notkun kjarnorkunnar. Jafnaðarmenn töpuðu kosningunum 1976 og 1979 en í þeim báðum var tekist á um framtíð kjarnorkunnar. Þetta mál veldur enn vandræðum innan raða jafnaðar- manna. Þó var helsti broddurinn dreginn úr með þeim snjalla leik að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu og ekki hvað síst með því að bjóða kjósendum þrjá möguleika í stað tveggja. Er það bragð sem jafnaðar- menn hafa áður beitt með góðum árangri. Var það 1957 er deilt var um svokallaðan viðbótarlífeyri (allman tillaggspension, ATP). Raunar var öll stjórnlist jafnaðar- manna þar með þvílíkri snilld að nota mætti í skólabækur. Hin langa valdaseta jafnaðarmanna í Svíþjóð hefur ekki haft í för með sér nein- ar slíkar kerfisbreytingar er menn vilja tengja sósíalisma. Einkaeign er hér með blóma, fyrirtæki stórgræða og njóta stuðn- ings ríkisvaldsins þegar á þarf að halda. Athuganir meðal forstjóra og fyrirtækis- eigenda sýna einnig, að þeir telja eigin hag og Svíþjóðar best borgið með valdasetu jafnaðarmanna þó þeir kjósi oftast aðra flokka. Ein ástæðan er vitanlega sú að vinnufriður er mun líklegri ef jafnaðar- menn stjórna en borgarar. En þó svo engar grundvallarbreytingar hafi átt sér stað mun óhætt að fullyrða að almenningur í Svíþjóð býr við meira afkomuöryggi en þekkist annars staðar á vesturlöndum. Jafnframt búa menn við lýðræði sem trú- lega er meira en gengur og gerist og eru jafnframt stöðugt í gangi umræður um hvernig megi auka það og breikka. Stóran hluta af heiðrinum þar af geta sænskir jafnaðarmenn eignað sér. 0 í Noregi eru uppi áform um stórhert eftirlit með því að umhverfisverndar- lögin séu virt. Umhverfisverndarráð- uneytið hefur fengið verulega aukna fjárveitingu á fjárlögum, og dómsmál- aráðuneytið ætlar að stofna sérstaka víkingasveit lögreglu sem hægt verður að kalla út til aðgerða með stuttum fyrirvara. Alls er fyrirhugað að eyða á næsta ári um tveimur milljörðum norskra króna til umhverfisverndar- mála. Bætt verður við 125 nýjum stöðum innan lögreglunnar, og eru flestar stöð- urnar ætlaðar til að framfylgja lögum um umhverfisvernd. Umhverfislöggæslan verður búin útbúnaði til mengunarmæl- inga og hávaðamælinga. Sérstaklega er fyrirhugað að fylgjast grannt með að flutningabílar fylgi mengunarákvæðum umhverfisverndarlaganna, en flutningar eiturefna, eldsneytis og annarra hættu- legra efna verður líka gaumgæfður. Víkingasveitin verður væntanlega til- búin til átaka næsta vor, og mun einbeita sér að eftirliti á þéttbýlissvæðum, þar sem þungaflutningar og iðnaður geta valdið mengunarslysum. Mengunareft- irlitið (STF) fær 10 nýjar stöður í sér- stakri deild, MUP (miljöuppklarinsen- heten), sem ætlað er að eltast við um- hverfisverndarbófa með snöggum aðgerðum, án íþyngjandi skriffmnsku. Mikilvægustu verkefni deildarinnar verða að ráðast til aðgerða gegn síbrota- mönnum í iðnaði og að gera skyndikann- anir hjá þeim sem grunaðir eru um mengunarbrot. Þá mun MUP standa fyrir viðbúnaði ef stórslys verða sem skaðað geta umhverfið, svo sem olíulek- ar og eldsvoðar. Deildin mun líka sjá um símavörslu og taka við ábendingum frá almenningi um brot á umhverfisvernd- arlögunum. Mengunareftirlitið er ekkert að leyna því að vinnubrögð þess í framtíðinni munu svipa til aðgerða Greenpeace og Belladonna (herská norsk samtök um- hverfisverndarmanna). Munurinn verð- ur helst sá að MUP og SFT ætla að fylgja málum betur eftir innan dómskerfisins en Greenpeace hefur gert — og auðvitað líka að MUP og víkingasveitin eru hluti framkvæmdavaldsins og njóta trausts og stuðnings á æðstu stöðum. Sama verður ekki sagt um herská samtök umhverfis- verndarmanna, en það á eftir að koma í ljós hvort víkingasveitin leysi Green- peace og Belladonna af hólmi í Noregi. Byggt á Ny Teknik ÞJÓÐLÍF 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.