Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 27

Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 27
Það fjölgar í lögrcglunni í kjölfaríð á úheiðar■ legum fréttaflutningi. hún nefnd til að skoða málið og bauð til fundar við sig ættingjum fórnarlambanna, lögregluþjónum og öðrum sem eru í nán- um tengslum við ofbeldið. Jafnframt var ákveðið að leggja til herðingu á refsingum. Gildir það jafnt um ofbeldisverk sem og leigu á myndböndum sem innihalda „óþarfa“ ofbeldi. Geta menn nú átt á hættu allt að tveggja ára fangelsi sjái þeir ekki til þess að myndbönd þeirra stuði sem fæsta. En nú fóru menn loks að rumska. Af- brotafræðingurinn Jerzy Sarnecki benti á að þær tölur sem aðgengilegar væru bentu til þess að fjölgun ofbeldisafbrota væri mjög óveruleg. Greinilegt væri einnig að ungmenni fremdu stöðugt færri slík af- brot. Taldi hann að það stafaði af því að gildismat kvenna væri að vinna á í samfé- laginu og þá fyrst og fremst meðal ungs fólks. Konur notuðu sjaldnar ofbeldi til lausnar vandamálum en karlar og því drægi smám saman úr því. Taldi hann meðaljónum lítil hætta búin þó þeir væru á götum og torgum eftir að skyggja tekur. Ámóta líklegt væri að mað- ur brynni inni og að vera drepinn í átök- um. Sex sinnum líklegra væri að umferð- arslys yrði mönnum að aldurtila. Ofbeldið á götum úti væri aðallega þeirrar gerðar að drukknir ungir menn áreittu aðra unga menn og úr því yrðu átök. Algerlega ástæðulaust ofbeldi væri sárasjaldgæft. Og nú tók einhver sig til og leit nánar á þau ofbeldisverk sem áður voru nefnd. Bættist þá heldur betur í upplýsingaforð- ann. Öllum vitnum að drápi unglingsins ber saman um að undanfari þess hafi verið heiftúðugar deilur og áreitni. Ungi mað- urinn hafi síðan ráðist að andstæðingi sín- um með planka að vopni og barið hann. Að endalokin urðu afskorinn háls stafaði þannig ekki af ástæðulausri illmennsku þess er verknaðinn framdi. Á sama hátt kom í ljós að móðirin áðurnefnda var illilega alkoholiseruð og hafði lengi átt í útistöðum við unglinga hverfisins. Upphaf átakanna við ungling- ana fjóra var áreitni hennar og hávaði í neðanjarðarlest í Stokkhólmi. Var með ólíkindum hversu hátt áfengismagn mældist í blóði hennar og hlýtur hún að hafa verið dauðadrukkin. Þetta er að sjálfsögðu ekki sagt verkn- uðum þessum til afsökunar. En það er athyglivert að hér birtist allt önnur mynd af hversu hætt fólki almennt er. í báðum tilfellum var áfengi og áreitni und- anfari drápsins. Ákærandinn í fyrrnefnda málinu viðurkenndi líka í fjölmiðlum að sú mynd er upp var dregin í upphafi væri ekki rétt í öllum atriðum. „En,“ bætti hann við, „hún hefur haft visst áróðurs- gildi.“ Og það er víst óhætt að segja það. Gamalmenni eru enn hræddari en áður, það fjölgar í lögreglunni, refsingar eru hertar og fylgismönnum ritskoðunar og fjölmiðlabanna vex fiskur um hrygg. Þannig höfum við þokast feti nær hinu Orwellska samfélagi einangrunar og skoð- anakúgunar. Og allt undir styrkri leiðsögn fjölmiðla. 0 gangur græningja hér í Svíþjóð og annars staðar í Evrópu hefur haft í för með sér, að það er talið mikilvægt frá hreinu pólitísku sjónarmiði, að geta sýnt lit í umhverfis- verndarmálum. Eitt af því sem nefndin telur breytingunum til gildis, er að áburð- arnotkun muni minnka en áburðarnotkun bænda er talin ein af höfuðorsökum und- anhalds lífríkis í vötnum og ám. Nokkuð er þessi skoðun nefndarinnar umdeild. Hafa menn bent á að jafnvel þó breytingin hafi í för með sér heildarfækkun bænda muni þeir sem eftir verða nauðbeygðir til að gjörnýta land sitt. Megi því jafnvel gera ráð fyrir að áburðarnotkun sem og eitrun muni aukast. Sem vænta má hafa fulltrúar bænda brugðist heldur illa við tillögum þessum. Samtök þeirra sem hér eru nokkuð sterk, hafa óskað viðræðna við ríkisvaldið og lýst sig algerlega mótfallin hverri þeirri breyt- ingu á landbúnaðarstefnunni er hafi í för með sér fækkun bænda eða býla. Ríkis- stjórnin hefur að sjálfsögðu fallist á að eiga viðræður við fulltrúa bænda og hafa marg- ir orðið til að minna á að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem tillögur séu gerðar um álíka breytingar. Hingað til hafi þó ekkert breyst og sjálfsagt verði niðurstaðan svip- uð nú eftir að bændur hafi rætt við jafnað- armenn. Ýmislegt er þó sem bendir til að nú verði orðin ein ekki látin nægja. Auk þeirra röksemda sem áður hafa verið tald- ar, er rétt að hafa í huga að svipaðar breyt- ingar hafa átt sér stað víða í Evrópu eða eru að eiga sér stað. Má því einnig líta á breyt- inguna sem enn eina viðleitni Svía að að- laga sig að breytingum þeim sem að eiga sér nú stað innan ríkja Efnahagsbanda- lagsins. Þá ber og að nefna að vinnuaflsskortur er að verða verulegt vandamál í Svíþjóð og þarf því ekki að óttast að fækkun bænda leiði til atvinnuleysis. Þingmannanefndin telur að störfum innan landbúnaðar muni fækka um 2.500 til 5.000 verði breyting- arnar framkvæmdar og mun ekki verða erfiðleikum bundið að fá því vinnuafli ein- hverja aðra iðju. Bændur sjálfir telja þó að um mun meiri fækkun verði að ræða og ganga sumir svo langt að telja að landbún- aðarhéruðin skánsku muni leggjast af. ólitísk staða bænda er einnig mun veikari en hún hefur áður verið. Töluleg fækkun þeirra hefur gert sitt og teljast bændur nú ekki lengur mikilvæg- ustu bandamenn verkafólks er jafnaðar- menn leggja upp stjórnlist sína. Mikilvægt er að mun erfiðara er bændum nú að beita þrýstiaðgerðum. Nóg er til af ódýrum landbúnaðarvörum í Evrópu og óhætt að reikna með að neytendur séu flestir á því að verð á matvöru megi að skaðlausu lækka nokkuð. Matvöruverð í Svíþjóð er með því hæsta sem gerist í Evrópu. 0 ÞJÓÐLÍF 27

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.