Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 28
ERLENT
Eldri konur í tísku
Víöa í erlendum fjölmiölum
hefur verið fjallaö um þá
tískubylgju aö ungar konur
giftist körlum sem eru 10 til 20
árum eldri en þær. Þjóðverjar
virðast vera aö snúa á þessa
bylgju. Ný rannsókn leiöir í
Ijós, aö samband eldri
kvenna viö mun yngri karla sé
mun betra en jafnaldrasam-
bönd og hjónabönd af þeim
toga fari mjög fjölgandi. Fyrir
tíu árum voru 13% allra hjóna-
banda í V-Þýskalandi þannig
aö konan var eldri en karlinn.
Nú hafa hlutfölin breyst þann-
ig konum í hag, aö hjónabönd
þar sem konan er eldri eru
orðin 17% allra hjónabanda.
Og þaö sem meira er, vís-
bendingar gefa til kynna að
þannig sambönd séu mun
fleiri án þess aö hafi verið
stofnað til formlegs hjúskap-
ar. í fjölmiðlum eru oft tekin
dæmi úr heimi fræga fólksins;
bandaríski kvikmyndaleikar-
inn Tom Cruise sem er átta
árum yngri en eiginkona hans
Mimi Rogers, rokksöngkon-
an Tina Turner 50 ára með 17
árum yngri manni, leikkonan
Ursula Andress 53 ára á met-
iö meö 23 ára gömlum manni,
Tina Turner og Erwin Bach.
sem hún hefur búiö lengi
með, Elisabeth Taylor 57 ára
meö hinum 37 ára gamla Lar-
ry Fortensky. „Konan færir
inn í sambandið þaö sem
vegur upp á móti æskunni;
visku og vald. Þess vegna
nýtur hún virðingar“, segir
Ursula Richter, sem rannsak-
að hefur svona sambönd og
býr sjálf meö 14 árum yngri
karli. Fólk sem ekki nýtur
frægöar fer ekki mjög hátt
meö slík sambönd, því þau
eru þrátt fyrir allan fjöldann
fremurtortryggð. Þaö kostaði
Edith Piaf árið 1962 mikinn
kjark og fórnir aö giftast 20
Ritskoðarar í ham
Ritskoöaöarar í Kína hafa
meira en nóg aö gera viö aö
koma höndum yfir ritmál frá
útlöndum, þar sem grunur
liggur á aö viðkomandi papp-
írar búi yfir skrifum meö
„borgaralegu frjálslyndi" eöa
jafnvel „gagnbyltingarsinnuð-
um greinum". Vegna þess að
Stærsta
guðshúsið
Felix Houphouet-Boigny 84
ára, forsætisráöherra Afríku-
lýöveldisins Fílabeinsstrand-
ar hefur reist sér minnis-
varöa. í 250 kílómetra fjar-
lægö frá höfuðborginni
Abijdan reis stærsta róm-
versk-kaþólska guöshús í
Afríku. Þar geta 18 þúsund
manns beðist fyrir í einu. Jó-
hannes Páll páfi mun vígja
húsið í janúar. Kostnaður
nemur um 4600 milljónum ís-
lenskra króna.
tímarit eru boðin til sölu í al-
þjóðlegum hótelum, hafa
tímarit eins og Newsweek,
Time og Spiegel oftsinnis
verið gerö upptæk eða blað-
síður rifnar úr þeim og sverta
sett yfir sumar greinar og
myndir. Ritskoðararnir eiga
hins vegar erfiöara meö aö
ráöast gegn „afturhalds-
áróöri" sem berst meö símrita
(telex og þ.h.). Þess vegna
hafa fyrirtæki og stofnanir
fengið fyrirskipanir um aö
senda grunsamlegar send-
ingar til yfirferðar hjá ritskoö-
ara. Útlendingar í Kína hafa
einnig verið varaöir viö. í yfir-
lýsingu frá stjórnvöldum seg-
ir: „Þaö verður aö bæta upp-
eldi verslunarmanna og ann-
arra útlendinga í Peking, og
koma þeim í skilning um hvaö
er bannað...“
(Byggt á Spiegel — óg)
Listmálarinn Hsu Hsiao-dan var i framboði til þingsins í Taiwan fyrir
Verkamannaflokkinn ífyrstu kosningunum sem þar eru haldnar eftir að
stríðsástandi var aflétt árið 1987. I kosningabaráttunni hafði þessi
þrítuga stúlka sem er lærður sagnfræðingur m.a. afrekað að aflétta
klæðum af öðru brjósti sínu og þannig svipað til annars stjórnmála-
manns — á Ítalíu, Ilonu Stalker. En Hsiao-dan þótti ekki einungis
athyglisverður frambjóðandi vegna frjálslegrar kosningabaráttu, held-
ur ekki síður vegna pólitískrar afstöðu sinnar; hún barðist fyrirlýðræði,
fjölþáttaþjóðfélagi og frelsi listarinnar. Ahugi hennar og virkni ípólitík
hófst þannig, að hún var handtekin vegna þátttöku i listrænni uppá-
komu (performans) þarsem hún kom fram nakin. Hún hétþvíað efhún
næði kjöri íkosningunum myndi hún fækka fötum opinberlega. Hvorki
hafa borist fregnir né myndir afþvíhvort hún náði kjöri...
28 ÞJÓÐLÍF