Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 29

Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 29
 Þekktur Græningi til krata Einn þekktasti þingmaöur og forystumaður Græningja um langt árabil, Otto Schilly 57 ára lögfræðingur, hefur nú yfirgefið grænsku fylkinguna og verður frambjóðandi sós- íaldemókrata í næstu þing- kosningum. Hann var valinn með yfirgnævandi meirihluta fyrir SPD- deild í Bæjaralandi, sem frambjóðandi. Félagarn- ir þar eru mjög stoltir af hinum nýja liðsmanni, sem er lands- þekktur þar fyrir heillandi málafylgju í sjónvarpi, og er reyndar meðal þeirra þýskra stjórnmálamanna sem getið hafa sér gott orð á erlendum vettvangi. Hann varð fyrst þekktur í tíð ”68 óeirðanna í V-Berlín þar sem hann starf- aði með mönnum eins og Rudi Dutschke. Síðar meir var hann lögmaður hryðju- verkafólks án þess þó að vera sakaður um þátttöku í slíku. Hann þykir afburða góður fagmaður meðal lög- manna og er talinn hafa átt ríkulegan þátt í velgengni Græningja á sínum tíma. Þar var hann hins vegar sakaður um að vera málamiðlunar- maður og krati. Sjálfur viður- kennir hann að hafa alltaf verið sósíaldemókrati í sér. Framboð hans fyrir SPD í næstu kosningum kemurekki verulega á óvart, því þróun Ottos frá Græningjum og reyndar margra fleiri hefur farið fram fyrir opnum tjöldum á síðustu misserum... Elisabeth Talor og Larry Fortensky. árum yngri manni og almenn- ingsviðhorfið gamalkunna breytist hægt í þessum efn- um. Fólk í þessum sambönd- um segir sögur af ótrúlega harkalegum viðbrögðum annarra fjölskyldumeðlima þegar samböndin byrja. En þjóðfélagsfræðingurinn sem vann að rannsókninni fullyrð- ir, að ef svona sambönd kom- ast yfir viðbrögðin og fyrstu erfiðleikana reynast þau ótrú- lega farsæl. Samlífið reynist þá einnig mun hamingjurík- ara en algengari sambýlis- form... Fátækt í ísrael Rúmlega tíu prósent af 4.5 milljónum íbúa ísraels lifa undir fátæktarmörkum. Það sem þykir sérstaklega óhugnanlegt í þessu ríki sem vill kalla sig velferðarríki er, að á meðal hinna fátæku eru 223 þúsund börn. Útreikning- ar þessir eru miðaðir við ein- staklingstekjur í landinu; þeir sem hafa helmingi minni tekj- ur en meðaltekjur teljast fá- tækir í ísrael. Hjá fjölskyldu með tvö börn liggja fátæktar- mörkin við 1235 schekel. Tryggingastofnun ríkisins studdi fátækar fjölskyldur með 5.8 milljörðum schekel. Ef sá stuðningur væri tekinn frá, væru 20% þjóðarinnar undir fátæktarmörkum... (Byggt á Spiegel — óg) Brjóstastækkun með silikoni. Silikonbrjóst hættuleg Þúsundir kvenna hafa brugð- ið á það ráð að láta stækka brjóst sín með silikoni. Það getur orðið hættulegt. Lækn- ar við háskólann í Pennsylv- aníu í Fíladelfíu í Bandaríkjun- um upplýsa nú konur sem vilja fara í slíka aðgerð að þær geti hugsanlega notið þess í einungis sex til fimmtán ár. Þá færu ýmsar aukaverkanir að koma í Ijós; ýmiss konar gigtarsjúkdómar, sársauki í maga og þörmum og ýmis- legt fleira er tiltölulega al- gengt. í rannsókn á fjórum konum á aldrinum 43 til 63 ára, sem höfðu látið fjarlægja silikonið, kom einnig í Ijós að aukaverkanirnar héldu áfram. Læknarniróttast aðtil- fellum sjúklinga með slíkar aukaverkanir muni fara fjölg- andi á næstunni... (Byggt á Spiegel — óg) Krabbameins- valdur Bandarískir vísindamenn hafa rannsakað tíðni krabba- meins meðal fyrrum starfs- manna við pappírsgerð fyrir Kentsígarettufiltera. Af þeim 33 mönnum, sem störfuðu við þessa iðju á sjötta ára- tugnum eru 28 þegar látnir. Samkvæmt upplýsingum Kent-sígarettuverksmiðjunn- ar voru framleiddar 9,8 millj- arðar af þessum hættulegu sígarettum fram til ársins 1956 að framleiðslu þeirravar hætt. ÞJÓÐLÍF 29

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.