Þjóðlíf - 01.01.1990, Page 30

Þjóðlíf - 01.01.1990, Page 30
ERLEN' FA RANGSTOÐU- MEISTARARNIR RAUDA SPJALDIÐ? Sagtfrá Vópó-dekurbörnunum í Dynamo Berlin, spillingu í austur-þýsku meistarakeppninni og endalokum stórveldistímabils öryggisvarðanna frá Austur-Berlm. Magnaðar sögur um spillingu hjá Dyna- mo Berlín reyndust réttar. Hið heims- fræga lið verður ef til vill lagt niður. Margir telja hneykslið dæmigert fyrir flcira en íþróttir í Austur—Þýskalandi. m miðjan september síðastliðinn kom hingað austurþýska knatt- spyrnuliðið Dynamo Berlin og lék við Val í fyrstu umferð í Evrópukeppni bikarhafa. Dynamo vann leikinn á Laugardalsvelli með tveimur mörkum gegn einu. Síðari leikinn, í höfuðborg Alþýðulýðveldisins, unnu Berlínarbúar með sömu markatölu. í leikskrá sem Valur gaf út við þetta tæki- færi mátti meðal annars lesa eftirfarandi: „Óvinsældir Dynamo Berlin eru miklar í Austur-þýskalandi vegna þess að allir bestu knattspyrnumenn landsins hafa verið skikkaðir til þess að gegna herþjón- ustu og um leið orðið leikmenn liðsins. Vegna þessa hefur liðið verið óvinsælt meðal andstæðinganna og almennings en samt hafa dómarar og línuverðir ávallt verið hliðhollir liðinu. Ástæða þess er hræðsla við herinn og það vald sem honum fylgir.“ Þarna tekur hinn nafnlausi höfundur leikskrár nokkuð stórt upp í sig og raunar mætti ætla að hér væri um grófar alhæfing- ar og ýkjur að ræða. En nýjustu tíðindi úr austur-þýsku knattspyrnunni benda til þess að þessi dökka mynd sem dregin er upp af stjörnuliðinu Dynamo Berlin eigi við nokkur rök að styðjast. ynamo Berlin á sér ekki langa sögu. Félagið var stofnað í ársbyrjun 1966, sem einhvers konar íþróttadeild öryggis- lögreglunnar í Austur-Berlín (Volkspol- izei), og hefur æ síðan verið bundið henni nánum böndum. Liðinu voru fljótlega búin bestu mögulegu skilyrði til æfinga, JÓN ÓSKAR SÓLNES SKRIFAR: og hafa önnur lið í Austur-Þýskalandi jafnan rennt öfundaraugum til bækistöðva Dynamo, við Ho Chi Minh-götu. Til marks um umsvif félagsins greinir vestur- þýska tímaritið Spiegel frá því að innan raða þess séu fjórtán þjálfarar og um þrjá- tíu starfsmenn, en leikmennirnir eru ein- ungis tuttugu og þrír. Þeir hafa ávallt verið á launaskrá hjá öryggislögreglunni. Knattspyrnumennirnir fá 1500 mörk í fastakaup, auk þess bætast við 750 mörk fyrir útisigur og 500 mörk fyrir hvern unnin leik á heimavelli. Margir hverjir bera svo heiðurstitla innan öryggislögregl- unnar, en hafa þó aldrei starfað hjá henni sem slíkri. Það eru ekki einungis tengslin við ör- yggislögregluna sem veitt hafa Dynamo Berlin sérstöðu í austur-þýskri knatt- spyrnu. Félagið átti hauk í horni þar sem Erich Mielke yfirmaður Leyniþjónust- unnar var, en eins og gefur að skilja hafa fáir séð sér hag í því að styggja lærisveina hans á knattspyrnuvellinum, hvorki leik- menn annarra liða né þríeykin svart- klæddu með flauturnar og fánana. Þannig má segja að undir verndarvæng Erichs Mielke hafi þróast nokkuð sérkennileg dómgæsla í austur-þýsku fyrstu deildinni. Þegar Dynamo Berlin hafði slitið barns- skónum í byrjun áttunda áratugarins, fór liðið að setja verulegt mark á toppbarátt- una í fyrstu deild. Þótt liðið hefði enga sögulega hefð og fáa aðdáendur ’virtust bestu knattspyrnumenn alþýðulýðveldis- ins ólmir í að ganga í raðir þess. Undarlega margir leikmanna þess unnu sér sæti í austur-þýska landsliðinu og undir lok átt- unda áratugarins var liðið í raun orðið firnasterkt á austur-þýskan mælikvarða. Árið 1978 vann liðið meistaratitilinn og hófst þar með sigurganga sem á sér enga líka í knattspyrnusögu heims. Dynamo Berlin vann austur-þýska meistaratitilinn tíu ár í röð! Það er mál manna að á þessum tíma hljóti hin margrómaða meistara- heppni í knattspyrnu hreinlega að hafa fengið pólitískt hæli í félagsheimilinu við Ho Chi Minh-götu. Knattspyrnuáhugamenn í Alþýðulýð- veldinu virtust hins vegar ekki alls kostar sáttir við þessa frækilegu framgöngu Ber- línarliðsins og sérstaklega komu upp efa- semdarraddir í Leipzig og Dresden. Þá virtust hinir mörgu sigrar engan veginn heilla áhorfendur í Austur-Berlín. Knatt- spyrnuáhugamenn þar, héldu tryggð við Union Berlin, miðlungslið, sem runnið hefur eins og lyfta á milli fyrstu og annarr- ar deildar. aunar má fullyrða að á Vesturlönd- um hafi þessi velgengni sem eins og áður segir, á sér enga hliðstæðu í öðru landi, vakið litla athygli. Þó má kannski segja að furðu hafi vakið hversu lítils leik- menn Dynamo Berlin máttu sín í keppni á 30 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.