Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 32

Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 32
Alltaf vinir íþrótta og íþróttir áttu að vera fyrir þá. Landsfeðurnir þegar allt lék í lyndi. undur er reyndar á þeirri skoðun að stór- veldistímabili liðsins hafi lokið á köldu haustkvöldi í vestur-þýsku hafnarborg- inni Bremen. Hvorki hafði gengið né rekið hjá liðinu í Evrópukeppni meistaraliða á undanförn- um árum, en kannski léku Berlínarbúar stöðugt samkvæmt hinum frægu hvatn- ingarorðum íslensku, það gengur bara betur næst. Hvað um það, enn var Dyna- mo Berlin fulltrúi alþýðulýðveldisins í keppni meistaraliða, tíunda árið í röð og nú var leikið gegn sjálfum erkióvininum, vestur-þýsku meisturunum Werder Bremen. Fyrri leikur liðanna fór fram í Austur-Berlín og fengu Brimarbúar háð- uglega útreið, töpuðu með engu marki gegn þremur. Þá gerðist sá einstæði at- burður eftir leikinn, að austur-þýskir og vestur-þýskir fjölmiðlar voru nánast sam- mála. Síðari leikurinn í Bremen væri formsatriði, vestur-þýsku meistararnir væru væntanlega úr leik. Leikmenn Bremen, unnu síðari leikinn með fimm mörkum gegn engu og þar með sneru síð- ustu aðdáendur Dynamo Berlin baki við liðinu. Jafnvel fjölmiðlum og framámönn- um var ekki stætt að verja frammmistöðu dekurliðsins frá Austur-Berlín. Halla fór strax undan fæti hjá Dynamo Berlin í deildarkeppninni og svo fór að lokum að Dynamo Dresden rauf tíu ára einokun öryggisvarðanna frá Austur-Ber- lín. Það væri að æra óstöðugan að fara náið út í þá sálma sem sungnir hafa verið í Austur-Berlín síðan níunda nóvember. Atburðarásin í Aþýðulýðveldinu mun fylla fræðiskruddur næstu ára, en svo mikið er víst að flestir æðstu menn íþrótta- mála hafa nú þegar orðið að víkja úr sæt- um sínum. Wolfgang Spitzner aðalritari austur-þýska knattspyrnusambandsins er þó undanskilinn þeirri reglu. Hann hafði ekki verið orðaður við spillingu að ráði og kom því fáum á óvart þegar hann tók af skarið og viðurkenndi fyrstur manna, nú á dögunum, að ásakanir í garð Dynamo Berlín ættu við rök að styðjast. Sú yfir- lýsing olli sprengingu í austur-þýsku knattspyrnunni. Forráðamenn Dynamo Dresden kröfð- ust í kjölfar þess að farið yrði ofan í saum- ana á meistaramótum undanfarinna ára og gott betur. Þeir lýstu jafnframt þeirri skoðun sinni, að í raun bæri Dresdenlið- inu meistaratitilinn fimm af þeim tíu árum sem öryggisverðirnir í Austur-Berlín hrepptu hnossið. Og ekki sér fyrir endann á þeim klögumálum. Hins vegar eru nú teikn á lofti um að fyrir endann sjái á stuttri en óvenjusigursælli sögu Dynamo Berlín. ins og gefur að skilja eru áhugamenn um knattspyrnu í Austur-Þýskalandi æfir vegna uppljóstrana Spitzners. Þá hafa fjölmiðlar gengið í lið með þeim og nú krefjast margir í fullri alvöru að Dynamo Berlin verði hreinlega lagt niður. Leik- mennirnir frá Dynamo Berlin hafa orðið fyrir aðkasti hvar sem þeir hafa komið undanfarnar vikur, en steininn tók þó úr, þegar þeir voru grýttir með snjóboltum, í leik á útivelli gegn Wismut Aue. Slíkaðför hefur skiljanlega haft mikil áhrif á leik- menn, en ljóst var að þeir urðu nú fyrir barðinu á reiðum almenningi, eins og af- reksmenn í öðrum íþróttagreinum, sem áður nutu sérstakra fríðinda. Og þá fóru menn að hugsa sér til hreyfings. Um miðjan desember, bárust þær frétt- ir að fyrirliði Dynamo Berlin og austur- þýska landsliðsins, Andreas Thom, hefði gengið til liðs við vestur-þýska félagið Leverkusen. Jafnt í austri sem vestri urðu menn furðu lostnir því, Leverkusen er talið mesta kapítalistalið Vestur-þýska- lands ásamt Uerdingen, en bæði eru þau í eigu lyfjaframleiðslurisans Bayer. Enn bárust fréttir um félagsskipti. Rainer Ernst, leikstjórnandi Dynamo Berlin og landsliðsins, hélt vestur til Dortmund. Hvað verður svo um hina leikmennina hjá Dynamó Berlin? Rudwaleit landslið- smarkvörður, hefur lagt skóna á hilluna, en aðrir leikmenn eru sennilega í óða önn að setja niður í ferðatöskur. vað sem framtíð Alþýðulýðveldisins líður, þá eru stórveldisdagar örygg- islögregluliðsins Dynamo Berlins á enda, og lífdagar þess, jafnvel taldir. Og skær- asta stjarnan, Andras Thom, er á bak og burt. Höfundur þessarar greinar hitti Thom að máli á Laugardalsvellinum í haust, þegar hann skoraði annað marka Berlínarbúa gegn Val. Þessi besti leikmað- ur austur-þýskrar knattspyrnu og Islend- ingaskelfir reyndist lítillátur og geðþekk- ur, eins og flestir íþróttamenn úr því landi. (Hvort sem þeir hafa nú verið á launaskrá öryggislögreglunnar illræmdu, eður ei). Þá láðist höfundi að spyrja, hvort Andreas Thom gæti hugsað sér að leika með liði í Vestur-þýskalandi sem rekið er til að auka skattaafslátt risafyrirtækis. En kannski var erfitt að ímynda sér tilgang slíkrar spurningar, þegar stórveldi austur- þýskrar knattspyrnu, lék hér á landi.. .fyr- ir þremur mánuðum. Höfundurinn Jón Óskar Sólnes, studdist við eigin viðtöl, Der Spiegel, Kicker, Reuters- skeyti o.fl. 32 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.