Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 32

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 32
Alltaf vinir íþrótta og íþróttir áttu að vera fyrir þá. Landsfeðurnir þegar allt lék í lyndi. undur er reyndar á þeirri skoðun að stór- veldistímabili liðsins hafi lokið á köldu haustkvöldi í vestur-þýsku hafnarborg- inni Bremen. Hvorki hafði gengið né rekið hjá liðinu í Evrópukeppni meistaraliða á undanförn- um árum, en kannski léku Berlínarbúar stöðugt samkvæmt hinum frægu hvatn- ingarorðum íslensku, það gengur bara betur næst. Hvað um það, enn var Dyna- mo Berlin fulltrúi alþýðulýðveldisins í keppni meistaraliða, tíunda árið í röð og nú var leikið gegn sjálfum erkióvininum, vestur-þýsku meisturunum Werder Bremen. Fyrri leikur liðanna fór fram í Austur-Berlín og fengu Brimarbúar háð- uglega útreið, töpuðu með engu marki gegn þremur. Þá gerðist sá einstæði at- burður eftir leikinn, að austur-þýskir og vestur-þýskir fjölmiðlar voru nánast sam- mála. Síðari leikurinn í Bremen væri formsatriði, vestur-þýsku meistararnir væru væntanlega úr leik. Leikmenn Bremen, unnu síðari leikinn með fimm mörkum gegn engu og þar með sneru síð- ustu aðdáendur Dynamo Berlin baki við liðinu. Jafnvel fjölmiðlum og framámönn- um var ekki stætt að verja frammmistöðu dekurliðsins frá Austur-Berlín. Halla fór strax undan fæti hjá Dynamo Berlin í deildarkeppninni og svo fór að lokum að Dynamo Dresden rauf tíu ára einokun öryggisvarðanna frá Austur-Ber- lín. Það væri að æra óstöðugan að fara náið út í þá sálma sem sungnir hafa verið í Austur-Berlín síðan níunda nóvember. Atburðarásin í Aþýðulýðveldinu mun fylla fræðiskruddur næstu ára, en svo mikið er víst að flestir æðstu menn íþrótta- mála hafa nú þegar orðið að víkja úr sæt- um sínum. Wolfgang Spitzner aðalritari austur-þýska knattspyrnusambandsins er þó undanskilinn þeirri reglu. Hann hafði ekki verið orðaður við spillingu að ráði og kom því fáum á óvart þegar hann tók af skarið og viðurkenndi fyrstur manna, nú á dögunum, að ásakanir í garð Dynamo Berlín ættu við rök að styðjast. Sú yfir- lýsing olli sprengingu í austur-þýsku knattspyrnunni. Forráðamenn Dynamo Dresden kröfð- ust í kjölfar þess að farið yrði ofan í saum- ana á meistaramótum undanfarinna ára og gott betur. Þeir lýstu jafnframt þeirri skoðun sinni, að í raun bæri Dresdenlið- inu meistaratitilinn fimm af þeim tíu árum sem öryggisverðirnir í Austur-Berlín hrepptu hnossið. Og ekki sér fyrir endann á þeim klögumálum. Hins vegar eru nú teikn á lofti um að fyrir endann sjái á stuttri en óvenjusigursælli sögu Dynamo Berlín. ins og gefur að skilja eru áhugamenn um knattspyrnu í Austur-Þýskalandi æfir vegna uppljóstrana Spitzners. Þá hafa fjölmiðlar gengið í lið með þeim og nú krefjast margir í fullri alvöru að Dynamo Berlin verði hreinlega lagt niður. Leik- mennirnir frá Dynamo Berlin hafa orðið fyrir aðkasti hvar sem þeir hafa komið undanfarnar vikur, en steininn tók þó úr, þegar þeir voru grýttir með snjóboltum, í leik á útivelli gegn Wismut Aue. Slíkaðför hefur skiljanlega haft mikil áhrif á leik- menn, en ljóst var að þeir urðu nú fyrir barðinu á reiðum almenningi, eins og af- reksmenn í öðrum íþróttagreinum, sem áður nutu sérstakra fríðinda. Og þá fóru menn að hugsa sér til hreyfings. Um miðjan desember, bárust þær frétt- ir að fyrirliði Dynamo Berlin og austur- þýska landsliðsins, Andreas Thom, hefði gengið til liðs við vestur-þýska félagið Leverkusen. Jafnt í austri sem vestri urðu menn furðu lostnir því, Leverkusen er talið mesta kapítalistalið Vestur-þýska- lands ásamt Uerdingen, en bæði eru þau í eigu lyfjaframleiðslurisans Bayer. Enn bárust fréttir um félagsskipti. Rainer Ernst, leikstjórnandi Dynamo Berlin og landsliðsins, hélt vestur til Dortmund. Hvað verður svo um hina leikmennina hjá Dynamó Berlin? Rudwaleit landslið- smarkvörður, hefur lagt skóna á hilluna, en aðrir leikmenn eru sennilega í óða önn að setja niður í ferðatöskur. vað sem framtíð Alþýðulýðveldisins líður, þá eru stórveldisdagar örygg- islögregluliðsins Dynamo Berlins á enda, og lífdagar þess, jafnvel taldir. Og skær- asta stjarnan, Andras Thom, er á bak og burt. Höfundur þessarar greinar hitti Thom að máli á Laugardalsvellinum í haust, þegar hann skoraði annað marka Berlínarbúa gegn Val. Þessi besti leikmað- ur austur-þýskrar knattspyrnu og Islend- ingaskelfir reyndist lítillátur og geðþekk- ur, eins og flestir íþróttamenn úr því landi. (Hvort sem þeir hafa nú verið á launaskrá öryggislögreglunnar illræmdu, eður ei). Þá láðist höfundi að spyrja, hvort Andreas Thom gæti hugsað sér að leika með liði í Vestur-þýskalandi sem rekið er til að auka skattaafslátt risafyrirtækis. En kannski var erfitt að ímynda sér tilgang slíkrar spurningar, þegar stórveldi austur- þýskrar knattspyrnu, lék hér á landi.. .fyr- ir þremur mánuðum. Höfundurinn Jón Óskar Sólnes, studdist við eigin viðtöl, Der Spiegel, Kicker, Reuters- skeyti o.fl. 32 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.