Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 34
FLOKKAKERFIÐ ER
RAMMGALLAð
OG ÚRELT
EINAR HEIMISSON
MENNING
Helgi Sœmundsson fyrrverandi ritstjóri Alþýðublaðsins og formaður
Menntamálaráðs: Öll skynsemi mœlir með því að sameina Alþýðuflokkinn og
Alþýðubandalagið og það er óskynsamlegt að segja fólki að það sé ekki hœgt.
— Ég er fæddur austur í Flóa á Stokks-
eyri, 17. júlí 1920. Ég var næstyngstur
systkina minna og varð fljótt heilsulítill í
æsku. Þetta heilsuleysi markaði uppvöxt
minn því ég gat til dæmis ekki gengið í
barnaskóla eins og önnur börn eða sinnt
leikjum og störfum eins og þau. Slíkt
verður til þess að maður lokast dálítið inni
í sérheimi, sem í mínu tilviki voru bók-
menntir. Þegar ég var fimmtán ára flutt-
um við frá Stokkseyri til Vestmannaeyja
og þar gekk ég í gagnfræðaskóla. Ég hafði
aldrei gengið í skóla fyrr og þegar ég tók
fullnaðarpróf úr barnaskóla var það í
fyrsta sinn sem ég kom inn i skólahúsið.
— Síðan gekk ég í Samvinnuskólann,
lauk þaðan prófi 1940, og var eftir það
lausamaður á ýmsum stöðum í Reykjavík.
Ég hafði í huga að fara norður á Akureyri
og taka inntökupróf í Menntaskólann þar
en þetta voru umbrotatímar, byrjun
stríðsins, margt á hverfanda hveli og líka
hjá mér. Ekkert varð þess vegna af því að
ég færi norður.
Fljótlega eftir þetta hófust afskipti
Helga af blaðamennsku.
— Ég ræðst á Alþýðublaðið 1943 af til-
viljun til þess að starfa þar sem blaðamað-
ur og var þar síðan fram til ársins 1959 þar
af ritstjóri síðustu 3 árin. Þá flyst ég yfir til
Menningarsjóðs og hef starfað hjá útgáf-
unni þar síðan, meðal annars sem ritstjóri
Andvara.
Helgi Sæmundsson stóð nærri Fram-
sóknarflokknum á unglingsárum en gekk
til liðs við Félag ungra jafnaðarmanna í
stríðslok.
— Ég fór að hafa veruleg afskipti af
stjórnmálum í lok síðara stríðs í Félagi
ungra jafnaðarmanna. Það var 1946 að mig
minnir. Félagið hafði þá verið í lægð um
nokkurra ára skeið.
En jafnhliða afskiptum Helga Sæ-
mundssonar af stjórnmálum varð hann
ötull talsmaður Alþýðuflokksins á sviði
menningarmála.
— Á Alþýðublaðsárunum gerðist það
að ég fór að skrifa um bækur. Ég hafði
alltaf verið hneigður til bóka, allt frá upp-
vaxtarárum. En þarna barst ég inn í þessi
svokölluðu menningarmál, sem var nú að-
allega fólgið í því að ég var lengi í úthlut-
unarnefnd listamannalauna og um langt
skeið formaður Menntamálaráðs.
Hvaða skoðanir hefur Helgi á stefnu
stjórnvalda í menningarmálum?
— Það er mikilsvert að hægt sé að setja
listamenn í þá aðstöðu að þeir geti starfað á
besta hluta ævinnar án þess að vera of
háðir afkomunni. Það gleymist stundum
að til eru verðmæti í þjóðfélaginu, sem
ekki koma peningum beinlínis við, og
margir sækjast eftir, sem betur fer. Mér
finnst aðalatriðið alltaf átt að vera það að
menn hefðu góða starfsaðstöðu á þeim
hluta ævinnar, sem skilar mestum ár-
angri. Ég held að það sé óhjákvæmilegt í
okkar þjóðfélagi að líta á það hverjir geta
lifað af listum og menningu. Auðvitað er
það einn mælikvarði að listaverk nái til
fólks og verk þeirra seljist en það er ekki
eini mælikvarðinn. Mér finnst annars um-
ræða um þessi mál vera of lítil. Ég var í
úthlutunarnefnd listamannalauna í 22 ár
og mér finnst sem það hafi alls ekki verið
rætt nógu mikið hvernig slíkri fyrir-
greiðslu skuli hagað. Eiga til dæmis þeir,
sem starfa að fullu og öllu við sína list, að
fá meiri laun en aðrir? Um það mætti deila
þótt mér finnist sjálfum að svo ætti að
vera.
En nú berst talið á ný að pólítískum
afskiptum Helga Sæmundssonar:
— Ég hef ekki þeyst eins mikið til í
pólítík og sumir halda. Ég hef hálfgerðan
ímugust á mönnum, sem breyta stöðugt
um lífsviðhorf. Ég hef alltaf talið mig jafn-
aðarmann en ekki haft samleið með Al-
þýðuflokknum nema að mjög litlu leyti
undanfarin ár eða allar götur síðan 1974.
Mér finnst ástæða til að rannsaka hvers
vegna sá flokkur og vinstrihreyfingin í
heild í landinu hefur ekki skilað þeim ár-
angri, sem vonir stóðu til í upphafi.
Finnst þér árangur vinstri manna
minni hér en annars staðar á Norður-
löndum?
— Já, alveg tvímælalaust, í sköpun
þjóðfélagsins.
Eru menn ekki í pólítík til að hafa áhrif
á það?
— Við höfum auðvitað gert hluti, sem
eru góðir og gildir en samt held ég að við
séum skemmra á veg komnir en á Norður-
löndum, þar sem jafnaðarmannaflokkar
hafa náð gífurlegum árangri. Velferðar-
ríkið hér held ég sé miklu veikara en þar
og í öðrum efnum erum við ennþá aftar á
merinni. Þar á ég til dæmis við að lýðræði í
efnahagsmálum og atvinnurekstri er
meira þar en hjá okkur. Við erum hér til
34 ÞJÓÐLÍF