Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 36
MENNING aM^M^^iiiiiiBaiBBMlllBM
þótt mér þyki ljóst að leiðtogi verður að
vera til staðar. Hversu erfitt hefur ekki
verið að finna mann, sem verið hefur for-
ingi vinstrimanna eins og til dæmis Ólafur
Thors fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
Núna höfum við tvo jafnaðarmanna-
flokka á íslandi, Alþýðuflokk og Alþýðu-
bandalag. Hvað er hægt að gera í þeirri
pólítísku stöðu?
— Ég held að vinstristefnan sé áhrifa-
meiri á íslandi en lítur út fyrir á yfir-
borðinu. í samtökum eins og Kvennalist-
anum og Framsóknarflokknum er auðvit-
að mikið af vinstrihugmyndum. Bilið
milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
er minna en fyrir 10
árum.
Er hægt að sameina þessa flokka?
— Ég held að það sé alveg hægt að gera
það. Það væri ekkert meira mál en þegar
Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður. Við
skulum muna það að Sjálfstæðisflokkur-
inn varð þannig til að tveir nokkuð ólíkir
flokkar, Frjálslyndi flokkurinn og íhalds-
flokkurinn, runnu saman. Öll skynsemi
mælir með því að sameina Alþýðuflokk-
inn og Alþýðubandalagið og það er óskyn-
samlegt að segja fólki að það sé ekki hægt.
Mál eins og herstöðin eru núna minna
Ég held að vinstri stefna á íslandi sé áhrifa-
meiri en virðist í fljótu bragði.
atriði en áður. Annars gætum við skrifað
heila bók um það mál. Umræður um her-
stöðina hafa verið á lágu plani hér á íslandi
og verða sennilega enn um sinn. Ég var
mjög andvígur því að ísland yrði gert að
herstöð. Mér var sú stefna andvíg að
hverfa frá hludeysisstefnu á sínum tíma.
Hins vegar hef ég ekki sömu viðhorf í
þessum efnum og sumir þeir, sem ætla
mætti að ég væri sammála. Herinn er hér
ekki vegna íslands heldur Bandaríkjanna.
Núna verðum við að treysta á breytíngarn-
ar í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum og
vona að þær verði til þess að herinn hverfl
héðan á braut.
Hefur okkur alltaf skort nútfmalega
stjórnmálaleiðtoga?
— Ég er nú ekki viss um það. Við höf-
um átt stjórnmálaleiðtoga, sem ástæða var
til að binda vonir við. Þeir fengu hins
vegar aldrei þá aðstöðu, sem hefði verið, ef
þeir hefðu starfað í stórum og sterkum
flokki. Héðinn Valdimarsson var dæmi
um slíkan leiðtoga. Of fáir hæfir menn
taka núorðið þátt í stjórnmálum og þar á
flokkakerfið óefað sök að máli. Það er
rammgallað, úrelt og leiðinlegt. Stjórnmál
hér eru skítug og margir góðir menn vilja
ekki taka þátt í slíku. Það er miklu væn-
legra til árangurs að leggja fyrir sig önnur
störf en á sviði stjórnmála, sagði Helgi
Sæmundsson að lokum.
0
Þú getur
treyst okkur
KRISTINN
SVEINSSON
og starfsmenn
Vagnhöfða 27
Símar 686431
74378
672877
45 ára
reynsla
tryggir gæöin