Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 42
Billy Joel: Stormfront
Ferskir
vindar
Píanóleikarinn og söngva-
smiðurinn Billy Joel hefur í
gegn um tíðina samið mörg
ágætis lög, t.d „Piano Man“,
„Just the way you are“, „My
Life“og fleiri. Þetta eru þó allt
saman lög frá seinni hluta síð-
asta áratugar. Á þessum áratug
hefur frægðarsól kappans
hinsvegar hnigið nokkuð, en á
nýju plötunni blæs hann fersk-
um vindum að hlustendum.
Það eru mörg prýðislög á plöt-
unni sem undir öllum eðlileg-
um kringumstæðum ættu að
kæta gamla aðdáendur kapp-
ans.
Bless: Melting
Nærri hundrað prósent
Það hefur alltaf verið stórvið-
burður í íslenskri rokktónlist,
að mínu mati, þegar hljóm-
sveitir með Gunnari Hjálm-
arssyni, í þessu tilfelli Bless,
gefa út plötur. Drengurinn er
án efa einn sérstæðasti pers-
ónuleikinn innan rokkbrans-
ans hérlendis og gott ef ekki
með magnaðri rokklagasmið-
um samtímans. Hin nýja plata
Bless heitir Melting og á henni
eru sjö lög, öll eftir Gunnar H.
Þar af er eitt þeirra, „Nothing
ever happens in my Head“
með enskum texta. Það eru tvö
atriði sem eru þess valdandi að
þessi plata er nokkuð öðruvísi
en annað efni frá Bless. Nú
heyrist í fyrsta skipti í kassa-
gítar í tónlist sveitarinnar og
annað, sem eru „jassbreik“
Birgis Baldurssonar trymbils
(einn sá besti í dag) í byrjun
lagsins Aleinn í b/d:„Aleinn í
bíó/ekkert hljóð/bara suð úr
tækjum og myndin á/aleinn í
bíó/alheimur/ég fæ mér nýja
grímu í myrkrinu“. „Melting“
er hreinræktuð rokkplata, af
henni geislar frumkraftur
rokktónlistar, enda eru hér
eingöngu notuð frumhljóðfæri
rokksins; trommur, gítar og
bassi, sem Ari Eldon spilar á af
miklum móð. Platan er tekin
upp í tveimur hljóðverum; í
Stúdíó Bjartsýni með Sveini
Kjartanssyni og Þór Eldon og
Hljóðrita en upptakari þar var
Heimir Barðason, fyrrum
meðlimur Jonee Jonee.
Hljóðritalögin brjú eru miklu
hrárri, en hin fjögur hafa
„fínni“ áferð. „Algjör þögn“,
síðasta lag plötunnar er eitt
þessara „fínni“ laga og ég full-
yrði það hér og nú að þetta lag
er það besta sem ég heyrði á
árinu 1989. Frábært lag, and-
gítarsóló og söngur Gunna
hreinlega bræðir hjarta mitt!
Frammistaða Bless á „Melt-
ingu“ er nærri því hundrað
prósent, íslenskt rokk gerist
varla betra, hlustið og sann-
færist.
HLJÓMPLÖTUR
Kanadísk
tónlistargyðja
deildarhringinn og kynna þér
nýja söngkonu mæli ég heils-
hugar með þessari kanadísku
tónlistargyðju. Keyptu nýj-
ustu plötuna, gömlu plötuna,
keyptu allt sem þú finnur með
þessari snjöllu tónlistarskáld-
konu.
Kona er nefnd Jane Siberry.
Tónlistarkona, ættuð frá Kan-
ada, og ekkert venjuleg sem
slík. Árið 1987 sendi hún frá
sér sína fyrstu breiðskífu sem
bar heitið The Walking. Fékk
platan sú mikið lof gagnrýn-
enda og ekki að ástæðulausu.
Demanturinn sem hún færir
okkur núna er þvílíkur kosta-
gripur að platan sú fer á fóninn
minn eiginlega jafnoft og ég
skipti um sokka, eða nær dag-
lega. Jane Siberry er einfald-
lega frábær söngkona og tón-
skáld, lagasmíðarnar spanna
nánast allt litróf formsins, ang-
urværar ballöður (La Jalouse),
magnþrungnar tónsmíðar
(Half Angel, Half Eagle), og
allt þar á milli. Um textasmíð-
ina má segja það sama, það
skiptir ekki máli hvort hún
yrkir um hundinn sinn, nátt-
úruna, öfundina eða fegurð-
ina, allt ber að sama brunni;
Jane Siberry er snillingur og
ekki spillir fyrir henni sam-
starfsfólkið sem er allt úrvals
hljóðfæraleikarar. Ef þú, les-
andi góður villt víkka sjón-
42 ÞJÓÐLÍF