Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 47

Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 47
LAR KONUR Á SÖGUÖLD ástæða þessa var að þannig hélst auður í ættum þar eð ekki þurfti að greiða heim- anmund. Einnig getur hugsunin verið sú að synir séu líklegri til að geta séð foreldr- um sínum farborða í ellinni. Þá ber líka að hafa í huga hversu út- breitt ofbeldi og herfarir voru á íslandi á söguöld. Þar eð það voru jú karlar er fóru herfarirnar urðu synir enn mikilvægari en ella. Þeir héldu uppi merki fjölskyldunnar í styrjöldum, þeir drógu í búið með ránum og gripdeildum. Að ala upp meybörn þýddi fyrst og fremst kostnað án þess séð yrði að nokkurt gagn yrði að. Hlutfall karla og kvenna í samfélaginu varð þannig mjög skekkt. Slíkt hið sama mun hafa verið uppi á fyrir björg). Kvennaskortur hefur því verið með almesta móti við upphaf vík- ingaaldar og margir velættaðir ungir menn ekki átt nokkurn möguleika á að kvænast. Þeir lentu þannig í raun fyrir utan félags- efnahagsgerð samfélagsins og réðust til starfa á nýjum vettvangi sem víkingar. Flutningur til jaðarsamfélaga er fyrst og fremst iðja karlmanna. Bandaríki Norður- Ameríku eru þar þekkt og augljóst dæmi. Kynjaskipting innflytjenda þangað var svo skekkt að jafnvægi náðist ekki fyrr en í seinni heimsstyrjöldinni. Sú mynd sem Landnáma dregur upp af íbúum íslands bendir eindregið til að svipað ástand hafi þar ríkt og á öðrum jaðarsvæðum. Synir eru fleiri en dætur í ættrakningu Land- verða algengir og konur eiga auðvelt með að giftast aftur. Allt eru þetta þekkt minni úr Islendingasögunum. r þá komið að niðurstöðum Carol J. Clover. Hún telur allt benda til að hlutfall karla og kvenna á íslandi á sögu- öld hafi verið mjög skekkt þannig að kon- ur hafi verið miklu færri en karlar. Form- lega séð hafi karlar haft öll völd og sýni það sig í lagasetningu. Lög þjóðveldisins sýni því hvernig karlmenn hafi viljað að samfé- lagið liti út. í raun gefi hins vegar sögurnar mun betri mynd af raunveruleikanum. Sökum þess hversu konur voru fáar og eftirsóttar voru raunveruleg völd þeirra og áhrif mikil. Er það líka einkennandi fyrir frásagnir íslendingasagna af áhrifum teningnum annars staðar í Evrópu. Konur voru til muna færri en karlar einfaldlega sökum þess að karlar drápu þær við fæð- ingu. Þá vaknar spurningin hvort konur á íslandi hafi hlutfallslega verið enn færri en kynsystur þeirra í Evrópu. Og er þá komið að stöðu jaðarsamfélaga. alið er að við upphaf víkingaaldar hafi mannfjöldi í Skandinavíu verið með almesta móti. Landsgæði hafi þá vart dugað til framfæris öllum og sé það ein skýring víkingaferða. Jafnframt má þá gera ráð fyrir að deyðing meybarna hafi verið enn algengari en annars þar eð þrengingar leiða til þess að óframleiðnum hluta samfélagsins er ýtt til hliðar (eða námu, margir karlar virðast barnlausir og því oft líklega kvennalausir og margir hafa flutt inn konur eða gifst niður fyrir sig. Það er því full ástæða til að ætla að mikið ójafnvægi hafi ríkt. Að leiðrétta slíkt misræmi tekur langan tíma og þá sérstaklega ef útburður meybarna tíðkast og innflytjendur eru eft- ir sem áður fyrst og fremst einhleypir karl- ar. Afleiðingar slíks misræmis í jaðarsam- félögum eru velþekkt. Ofbeldi karla er stofnbundið sem blóðhefndir eða stríð. Samkeppni um konur verður slík að hún leiðir oft til mannvíga og brúðarrána. Karlmenn flytjast úr landi, framhjáhald er algengt og samkynhneigð eykst. Skilnaðir kvenna að þær beita sér í persónulegum samskiptum en ekki á hinu opinbera leiksviði. Þar trónuðu karlarnir. En er þeir gengu of langt í persónulegum sam- skiptum létu konurnar í sér heyra vitandi sem var að færu þær frá einum karli var fjöldi annarra reiðubúinn að taka við þeim með þeim skilmálum sem þær settu. Og er hér skýrt hví Ásgerður í Gísla sögu gat sagt manni sínum að skipta sér ekki af framhjáhaldi hennar þó svo slíkt væri formlega séð alvarlegt afbrot. 0 ÞJÓÐLÍF 47

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.