Þjóðlíf - 01.01.1990, Síða 49
MENNING
ÁRBÓK UM
ÞJÓÐMÁL
Ný árbók um félagsvísindi komin út
ÞJOÐMAL
* V* t f
,1 ** 1
X. J + ' f
r
Arbók um
samfélagsmál
nm
Út er komin árbók um þjóðmál sem Út-
gáfufélag félagshyggjufólks og Félags-
og hagvísindastofnun Islands gefa út. I
ritnefnd eru Fannar Jónsson, Gestur
Guðmundsson, Ivar Jónsson, Jóhannes
Ágústsson, Ragnar Karlsson og Þórður
Gunnar Valdimarsson.
í formála segir að með útgáfunni sé
verið að leitast við að fullnægja brýnni
þörf fyrir vettvang gagnrýnnar fræðilegrar
umræðu um málefni íslensks samfélags og
vinna slíkri umræðu þegnrétt.
Ritstjórnin er ómyrk í máli í formálan-
um, þar sem sagt er m.a.: „í landinu eru
ekki stundaðar neinar hagrannsóknir að
gagni. Kenningarleg umræða er stöðnuð
og byggir á úreltum kenningum sem koma
að litlum notum við greiningu á íslenskum
aðstæðum. Jafnframt hefur Seðlabanki fs-
lands óeðlilega mikil áhrif á hagfræðilega
umræðu með tökum sínum á eina hag-
fræðitímaritinu í landinu sem eitthvað
kveður að, þ.e. Fjármálatíðindum.
Áherslusvið Seðlabanka eru f.o.f. á sviði
peningamála og því er hægrisinnuð pen-
ingamálaumræða og einfeldningslegar
kenningar um íslenskt efnahagslíf ríkj-
andi í hagfræðilegri umræðu hér á landi.“
í bókinni eru greinar um æskulýðsrann-
sóknir og verkmenntun íslendinga eftir
Gest Guðmundsson, en hann vinnur nú að
doktorsritgerð um þetta efni. Þá er grein
eftir ívar Jónsson um félagsleg eignarform
gegn einkavæðingu. Þýddar greinar eru
eftir Cynthiu Cockbum; Stéttaátök,
hagsmunasamtök og viðhald karlveldis í
þýðingu Aðalheiðar Eiríksdóttur og um
ritvinnslu og breytingar á karlveldisstjórn
skrifstofunnar eftir Jane Baker og Hazel
Downing í þýðingu Grétu Elínar Guð-
mundsdóttur. Þá er í bókinni langur kafli
á enskri tungu eftir ívar Jónsson,,, Heg-
emonic politics and capitalist restructur-
ing“. í formála bókarinnar er sagt að reynt
verði að birta efni ritsins á íslensku, „en
það verður þó ekki skilyrði“. Við spurð-
um Gest Guðmundsson einn aðstandenda
útgáfunnar hvort það væri ekki einn helsti
tilgangur ritsins að gefa lesendum tæki-
færi til að lesa fræðilegt efni á íslensku
máli. „Jú vissulega er það einn megin til-
gangurinn, en því verður ekki alltaf við
komið, þannig að í þetta skipti urðum við
að láta það gott heita að birta einn kafla á
ensku. Hér er þó aðeins um einn kafla að
ræða, eins konar bókarauka, og ég vonast
til að í framtíðinni verði allt efni ritsins á
íslensku".
Haustið 1990 er áformað að næsta rit
komi út og þá er ætlunin að megin þemað
verði „jafnaðarstefna á krossgötum“.
Fjallað verður sögulega um jafnaðarstefn-
una og skipulagsform hennar á íslandi, og
framtíðarhlutverk hennar í gjörbreyttum
heimi.
-óg
SENDIBÍLASTÖÐIN HF.
BORGARTÚNI 21 áS SlMI 25050 S REYKJAVÍK
ÞJÓÐLÍF 49