Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 51

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 51
Mætti hugsa sér að sveitarfélög fengju hluta af ágóða af sölu veiðileyfa eða réði sjálft sölu veiðileyfanna.. fiskistofnar, veiðarfæri, og félagslegt um- hverfi - ættu menn að geta lært sitthvað af reynslunni af þeim. Erlendis er dágóður hópur fræðimanna að kanna reynsluna af kvótakerfum og sölu veiðileyfa. Slíkar rannsóknir hafa m.a. beinst að því að kanna hvort stjórn- unarstefna í sjávarútvegi nær tilætluðum árangri og hvort hún hefur óvæntar hliðar- verkanir í för með sér. Ljóst er að þjóðfé- lagslegu áhrifin eru margþætt. Vanalega er það yfirlýst markmið veiðistjórnunar að auka arðsemi og tryggja viðhald fiski- stofna. En stundum markast veiðistefnan einnig af öðrum sjónarmiðum, sem síður er fjölyrt um. Það kann til dæmis að vaka fyrir fylgismönnum kvótakerfa, að hafa hömlur á samkeppni og standa vörð um hagsmuni ákveðins hóps sjómanna og út- gerðarmanna. í nýlegri rannsókn á úthlut- un veiðileyfa á Nýfundnalandi segir til dæmis að yfirlýstum hagrænum og vist- fræðilegum markmiðum hafi að nokkru leyti verið náð, en svo virðist sem það hafi verið dulið markmið að hygla sumum hagsmunahópum á kostnað annarra. Handhafar veiðileyfa hafi fengið umtals- verð forréttindi á silfurfati. Uthlutun veiðileyfa hafi haft í för með sér aukið misrétti og ný félagsleg skil. Hópur leyfis- hafa hafi orðið að þröngri valdaklíku, sem í auknum mæli hasli sér völl á pólitískum vettvangi. Veiðistefnan hafi því haft í för með sér róttækar breytingar á félagsskip- an heilla sjávarþorpa. Eins og kunnugt er, hafa svipaðar gagn- rýnisraddir heyrst hérlendis. Tvennt er það einkum, sem menn hafa beint athygl- inni að; annars vegar tengsl þéttbýlis og dreifbýlis, hins vegar tengsl ólíkra stétta eða þjóðfélagshópa. Hvað fyrra atriðið snertir, er því haldið fram að afli flytjist á milli byggða £ skjóli kvótakerfisins. Af- leiðingin sé sú, að sumar byggðir, einkum þær fjölmennari, dafna á meðan aðrar ramba á barmi gjaldþrots. Lauslegar kannanir gefa þó til kynna, enn sem kom- ið er að minnsta kosti, að flutningar afla- kvóta séu ekki í eina átt, að mynstrið sé flóknara en hér er gefið í skyn. Þeir sem hafa haldið byggðasjónarmiðinu á lofti leggja til að kvóti verði bundinn við byggðarlög í ríkara mæli en nú er. Hvað félagslegu skilin varðar, er bent á að með kvótakerfinu hafi ein mikilvægasta auð- lind þjóðarinnar verið falin fámennum forréttindahópi til einkaafnota. Smátt og smátt muni eignir í sjávarútvegi flytjast á færri hendur. Afleiðingin verði ný stétta- skipting og mun djúpstæðari en sú sem íslendingar eiga að venjast. í vaxandi mæli verði skilið á milli útgerðar og sjósóknar, milli fjármagns og vinnuafls. Skipstjórar og áhafnir þeirra verði ein- ungis launamenn í þjónustu þeirra stór- fyrirtækja sem eiga bátana og veiðileyfin. Þeir sem leggja áherslu á félagslegu skilin eru yfirleitt þeirrar skoðunar að ef íslend- ingar á annað borð halda sér við kvótakerfi eigi þeir að minnsta kosti að krefjast gjalds fyrir afnot af auðlindunum. í fljótu bragði eru framangreindar lausnir á stjórnunar- vandanum illsættanlegar; annars vegar byggðasjónarmiðið sem leggur áherslu á vöxt dreifbýlisins, og hins vegar leyfis- sölusjónarmiðið sem leggur áherslu á ágæti markaðarins og sameiginlegan eign- arrétt þjóðarinnar. Vel má þó vera að unnt sé að sætta þessi sjónarmið með einhverj- um hætti. Til að mynda mætti hugsa sér að sveitarfélögin fengju hluta af ágóðanum af sölu veiðileyfa til eigin afnota. Einnig mætti hugsa sér að sveitarfélagið réði sölu veiðileyfa og því væri í sjálfsvald sett hvort það léti markaðinn ráða eða önnur (félags- leg) sjónarmið. ft er það félagslega umhverfi, sem stjórnun fiskveiða miðast við, flókn- ara en svo að áhrif opinberra aðgerða verði auðveldlega ráðin fyrirfram. Ef við hins vegar leiðum ævinlega hjá okkur að velta vöngum yfir félagslegum afleiðingum fiskveiðistefnunnar, hlýtur hún að koma okkur í opna skjöldu. Ábyrg stjórnunar- stefna hlýtur því að gefa gaum að víðtæk- um afleiðingum veiðistefnunnar. Það er ekki sjálfgefið að félagslegu áhrifin séu nægjanleg ástæða til að vísa veiðistefnunni á bug. Það má vel vera að við komumst að ÞJÓÐLÍF 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.