Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 52

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 52
Meðal þeirra 39 sem sátu síðasta Fiskiþing var t.d. engin kona, en konur eru í meirihluta fískverkunarfólks. Þó konumar ráði engu á Fiskiþingi hafa þær Iátið málefni sjávarútvegs æ meira til sín taka bæði á vettvangi verkalýðshreyfíngar og stjórnmála. VIÐSKIPTI þeirri niðurstöðu að við verðum að sætta okkur við umtalsverða byggðaröskun, og það kann sömuleiðis að reynast erfitt að komast hjá miklu félagslegu umróti í kjöl- far kvótakerfis og sölu veiðileyfa. En þetta er heldur ekkert sjálfgefið. í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi ættum við að horfast í augu við vandann og efla rannsóknir á hugsanlegum og raunverulegum afleiðingum veiðistefn- unnar. Hér þyrfti að fylgjast vandlega með áhrifum kvótakerfisins á afstöðu þéttbýlis og dreifbýlis annars vegar og hins vegar hvað varðar almenna skiptingu valds og eigna í landinu. Ef gagnrýnin á veiðistefnuna reynist á rökum reist, er full ástæða til að spyrja: Er völ á annars konar fiskveiðistefnu sem tekur mið af félagsleg- um þáttum í ríkara mæli en sú sem nú er við lýði? Er unnt að ná yfirlýstum mark- miðum með öðrum hætti, með minni fé- lagslegum tilkostnaði? Á málþingi Sjávarútvegsstofnunar Há- skóla íslands 9. nóvember var bent á það að reiknimeistarar Háskólans og Hafrann- sóknastofnunar hefðu tilhneigingu til að mála skrattann á vegginn þegar viðgangur fiskistofnanna er annars vegar. Og einn fyrirlesara, Einar Júlíusson, hélt því raunar fram að þorskstofninn væri bók- staflega að hruni kominn. Á það var bent á móti að það væri skylda fræðimanna að mála skrattann á vegginn. Annað væri óá- byrgt. Og því skyldum við ekki gera það sama þegar samfélagið á hlut að máli? Er það ekki skylda okkar að leiða hugann að verstu félagslegu afleiðingum fiskveiði- stefnunnar og reyna að meta líkindin fyrir því að þær verði að veruleika? Svari fólk spurningunni neitandi, hlýtur það að líta svo á, svo gripið sé til samlíkingarinnar við heimilið sem ég notaði að framan, að heimilislífið sjálft sé aukaatriði svo fram- arlega sem fólk hafi eitthvað að borða og bókhaldið sé í lagi. Iiðnvæddum samfélögum koma opin- berar lausnir á stjórnunarvanda gjarna í stað heimatilbúinna lausna. Ástæða þessa er einkum sú að nútíma veiðikerfi eru flókin og þar eigast við ólíkir hags- munaaðilar. Oft eru afskipti opinberra að- ila einmitt nauðsynleg til að sætta ólík sjónarmið; veiðistjórnunin er að hluta til fólgin í að leysa á farsælan hátt samskipta- vanda heimamanna. En ef opinber stefn- umörkun á að ná tilætluðum árangri verð- ur hún að taka mið af sjónarmiðum og stofnunum heimamanna. Áhrif heima- manna á stefnumörkun í sjávarútvegi eru breytileg frá einu samfélagi til annars. Hlutfallslegt mikilvægi fiskveiða í við- komandi þjóðarbúskap ræður þar miklu. Það hefur verið áberandi einkenni á stjórnsýslu í íslenskum sjávarútvegi, að áður en endanleg ákvörðun er tekin eiga sér stað formlegar og óformlegar viðræður milli hagsmunaaðila, milli þolendanna og yfirvalda. Smæð samfélagsins veldur því meðal annars að almenningur hefur átt greiðari aðgang að stjórnkerfinu en víða annars staðar. Samkomulag um róðratíma og burtfararstaði línubáta um miðja þessa öld er ágætt dæmi. Þar komu sjómenn sér saman um lausn á þeim vanda sem fylgdi samkeppni um veiðisvæði. Síðar samein- uðust nokkur sveitarfélög um lausnina og að lokum varð hún að lögum. En þótt stjórnkerfi sjávarútvegsins hafi 52 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.