Þjóðlíf - 01.01.1990, Page 53

Þjóðlíf - 01.01.1990, Page 53
að mörgu leyti verið lýðræðislegt og heimamenn hafi haft mikil áhrif á opin- bera stefnu, gefa ný viðhorf í atvinnu- málum og raunar þjóðmálum yfirleitt til- efni til að spyrja: Er stjórnkerfi sjávar- útvegsins í takt við tímann? Er æskilegt og framkvæmanlegt að flytja ábyrgðina á stjórnun veiða í auknum mæli „heim í hérað“? etta eru stórarspurningar og rétt er að skýra þær eilítið nánar. Á æðstu stjórnstigum - á Alþingi og í sjávarútvegs- ráðuneyti - hefur löngum verið fylgt þeirri stefnu, sem Fiskiþing hefur mótað. Þaðan kom til að mynda hugmyndin um kvóta- kerfi í þorskveiðum. Löggjafinn og fram- kvæmdavaldið eru raunar alls ekki skuld- bundin til að fylgja stefnu Fiskiþings, en það hefur þótt eðlileg skipan í ljósi þess að Fiskiþing er skipað fulltrúum margra og ólíkra hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Á hitt ber þó að líta, að skilgreiningin á hugtak- inu „hagsmunaaðilar í sjávarútvegi“ er óð- um að breytast. Stjórnskipan og hefðir sjávarútvegsins urðu til á tímum frjálsra veiða. Litið var svo á að stjórnun fiskveiða væri nánast einkamál útgerðarmanna og sjómanna. Nú eru hagsmunaaðilar í sjáv- arútvegi mun víðari hópur og því fer fjarri að hagsmunir í sjávarútvegi séu einskorð- aðir við þá fulltrúa sem átt hafa sæti á Fiskiþingi. í þorskastríðunum tók þjóðin miðin við strendur landsins eignarnámi. Þeim auðlindum, sem þar er að finna, er nú úthlutað til fárra manna, oft þeirra sömu og móta úthlutunarstefnuna. Þetta getur varla talist lýðræðisleg skipan. Ég minni á að á Fiskiþingi fer jafnan lítið fyrir fiskverkafólki, sem þó hlýtur að hafa mik- illa hagsmuna að gæta í þessum efnum. Þeir 39 fulltrúar sem sátu nýafstaðið Fiskiþing eru langflestir fiskverkendur, sjómenn eða útgerðarmenn. Fiskverka- fólk er að stórum hluta konur, og konur hafa, eins og kunnugt er, látið málefni sjávarútvegsins til sín taka í auknum mæli bæði á vettvangi verkalýðshreyfingarinn- ar og á pólitískum vettvangi (á Alþingi). Engin kona sat hins vegar síðasta Fiski- þing og ég dreg í efa að konur hafi nokk- urn tíma áður átt þar fulltrúa. Sumt af því sem gerðist á síðasta Fiski- þingi undirstrikar þversagnirnar í því stjórnkerfi sem við búum við. Einn þing- fulltrúi lagði til að sett yrði í kvótalögin ákvæði sem segir að „auðlindir hafsins séu eign útgerðarmanna“, ekki þjóðarinnar allrar. Sjálfsagt var það meira í gamni en alvöru. En ber að líta svo á að hefði tillagan fengið stuðning Fiskiþings væri Alþingi siðferðilega skuldbundið til að samþykkja hana? í annarri tillögu segir að „innan tveggja til þriggja ára þurfi að rjúfa þau tengsl sem eru milli veiðiheimilda og fjár- magns í núverandi kerfi“. Sú tillaga var raunar samþykkt, með sex atkvæðum gegn fjórum. Ef þessari tillögu væri fylgt hefði það, eins og nærri má geta, afar víð- tæka þýðingu. í tvö til þrjú ár fengju menn að slást um aflakvóta á frjálsum markaði. Ekki er full ljóst hvað þá tæki við, en væntanlega yrði kvótakerfið afnumið. Fyrir sjö árum eða svo samþykkti Fiski- þing flestum að óvörum að leggja til að kvótakerfi yrði tekið upp í þorskveiðum. Nú hafa sex menn knúið fram ályktun að því er virðist um hið gagnstæða og það á sama vettvangi. Ber virkilega að líta svo á að Alþingi sé bundið af slíkri samþykkt? Á málþingi Sjávarútvegsstofnunar 9. nóvember benti einn fyrirlesaranna, Mar- kús Möller, á að þegar til stæði að bora jarðgöng á íslandi væri miklum fjármun- um varið til jarðfræðilegra rannsókna. Öðru máli gengdi hins vegar um stjórnun fiskveiða, þar sem margfalt meiri hags- munir væru í húfi. Fiskveiðistefnan væri mörkuð án þess að nauðsynlegar rann- sóknir hefðu verið gerðar, líkt og mönn- um stæði á sama hvar jarðgöngin koma út. Ef við höldum okkur við þessa samlíkingu og hugsum okkur að bormennirnir komist leiðar sinnar og göngin opnist á réttum stað, verður þá nokkur trygging fyrir því að við hin fáum að fara um þau? Hvaða skilyrðum þurfa ferðalangar að fullnægja og hvaða umferðarreglur verða í gildi? ræðilegar kenningar kveða ekki á um það hvernig eigi að stjórna fiskveið- um og hvernig eigi að ferðast um jarð- göng, hvað sé siðferðilega rétt og hvernig eigi að reka heimili. Þær má hins vegar nota til að fara nærri um það hvaða leiðir séu ófærar, hvað sé ekki hægt. Aðrar þjóð- ir hafa prófað margs konar aðferðir við stjórnun fiskveiða og af þeim eigum við að geta dregið nokkurn lærdóm. Vísindin eru mikilvægt tæki öllum þeim, sem vilja læra af reynslunni og umfram allt verðum við að vera fær um að draga skynsamlegar ályktanir af eigin reynslu. Ef svo á að verða hljótum við að efla rannsóknir á sem flestum hliðum sjávarútvegs. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að sjáv- arútvegurinn á við margskonar vanda að stríða. Það er ekki einungis um vistfræði- legan og hagrænan vanda að ræða, heldur djúpstæða félagslega kreppu. Dr. Gísli Pálsson er dósentímannfræði við Félagsvísindadeild Háskóla íslands. ÞJÓÐLÍF 53

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.