Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 56

Þjóðlíf - 01.01.1990, Qupperneq 56
VIÐSKIPTI „Þetta eru viðskipti" Akio Morita forstjóri Sony og Ishihara fyrrverandi ráðherra í Japan skrifuðu bók, ,Japan sem getur sagt nei“, sem valdið hefur miklu fjaðrafoki á Vestur- löndum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Bókin hefur einungis verið gefm út rit- skoðuð á enskri tungu, en gagnrýnendur saka Japanina um nýja „heimsvalda- stefnu“ í viðskiptaheiminum. Tæpast líður sá dagur að Japanir leggi ekki undir sig fyrirtæki einhvers staðar í heiminum. Fyrir stuttu keypti til dæmis stórfyrirtækið Sony fyrirtækið Columbia Pictures í Hollywood, eitt helsta tákn bandarísks auðmagns í tímans rás. Um svipað leyti keypti Mitsubishi Estate hluta af Rockefellersamsteypunni á Manhattan í New York. Akio Morita er 68 ára gamall forstjóri Sony-fyrirtækisins. Ólíkt flestum öðrum japönskum forstjórum kemur Morita oft fram í vestrænum fjölmiðlum og heldur fyrirlestra um stefnu Japana í viðskiptum, og fer fram á skilning á japönsk- um viðskiptaháttum og við- skiptaheimspeki. Morita, sem er eðlisfræðingur að mennt, stofnaði útvarpsverksmiðju árið 1946. Árið 1958 gaf hann fyrir- tæki sínu vestræna nafnið Sony til að vekja á því athygli um all- an heim. Velta þess er nú um 900 milljarðar króna á ári. Fyrir skömmu birti vestur-þýska tímaritið Spiegel viðtal við Mor- ita, sem Þjóðlíf grípur hér niður í á stöku stað: Spiegel: Eru Japanir hreinlega að leggja undir sig hnöttinn? Morita: Nei. Englendingar hafa fjárfest miklu meira en Japanir í Bandaríkjunum og Hollendingar álíka mikið. Sp: En hraðinn á fjárfestingum ykkar á síðustu árum hefur verið ólíkt meiri. Morita: Já, vissulega, það kem- ur af sjálfu sér. Jenið hefur styrkst og við höfum mikla pen- inga til ráðstöfunar. Það eru viðskipti. Sp: Er einhver sérstök stefna sem liggur að baki þessum miklu fjárfestingum? Morita: Auðvitað hafa öll fyrir- tæki eigin stefnu. Öll fyrirtæki eru sjálf- stæð. Okkur hjá Sony er ekki stjórnað af neinum. Við höfum okkar eigin pólrtík . . Sp: . . . pólítík, milljarðar af dollurum í útlend fyrirtæki. Það er óhugsandi að þýskt fyrirtæki hefði efni á því að kaupa Columbia Pictures fyrir 3,4 milljarða doll- ara. Morita: Þetta eru viðskipti. Ég skil ekki, hvað þú ert að segja. Sp: í Bandaríkjunum og Evrópu hafa menn áhyggjur af því að verða keyptir upp af Japönum. Morita: Þetta eru viðskipti! Sp: Japanir hafa undanfarin ár haft já- kvæðan vöruskiptajöfnuð við útlönd, sem nemur 80 milljörðum dollara. Það þýðir að Japanir ráða yfir gífurlegum fjármun- um til að kaupa allt, sem þeim dettur í hug. Aldrei áður í mannkynssögunni hef- ur eitt land í heimi haft yfir eins miklu fjármagni að ráða. Þetta er mjög óvenjuleg staðreynd. Skilur þú að aðrir hafi áhyggj- ur af þessu? Morita: Ég get ekki svarað þessari spurn- ingu fyrir hönd annarra japanskra fyrir- tækja. Ég get hins vegar skýrt það fyrir þér hvers vegna Sony keypti Columbia Pictur- es. Tölvubúnaður þarfnast hugbúnaðar. Tölva án forrits er einskis virði. Þannig eru líka okkar viðskipti. Við hjá Sony höfðum unnið í 20 ár við að þróa nútíma- legan tónmiðil. Síðan komumst við að því að Philips var líka að vinna að sama kerfi. Við ákváðum að vinna saman að þessu verkefni og þróuðum saman geisladiskana svokölluðu. Löngu áður vissum við hins vegar að fyrir þessa tækni þyrftum við hugbúnað. Þess vegna höfum við frá upp- hafi átt hljómplötufyrirtækið CBSSony í Japan . . . Sp: . . . og fyrir tveimur árum keyptuð þið einnig bandaríska móðurfyrirtækið, CBS. Morita: Rétt. Japanska viðskiptakeðjan CBS-Sony hefur hins vegar verið til í 20 ár. Þú ættir að hlusta nákvæm- lega á það, sem ég segi. Ef þú skilur ekki mína pólítík hvernig ætlarðu þá að tjá þig um hana? Sem sé, af því að við vissum að við þurfum hugbúnað fyrir vél- búnað og öfugt stofnuðum við CBS-Sony hljómplötufyrirtækið í Japan og gerðum það að stærsta fyrirtæki landsins á því sviði. Aðeins á þann hátt gátum við fyllt diska okkar af alls kyns tón- list og selt þá í öllum heiminum . Sp: Hvar liggur leyndarmálið að baki árangri Japana á viðskipta- sviðinu? Morita: Leyndarmálið liggur í miklum ágóða af okkar viðskipt- um. í ljósi sameiginlegs markað- ar í Evrópu 1992 og ójafnra við- skipta okkar við Bandaríkin töldum við þessa stefnu æskileg- asta til að komast hjá innflutn- ingshöftum í þessum löndum. Sp: Hvar liggur munurinn á Jap- an og öðrum löndum heimsins? Eruð þið duglegri? Eru Amer- íkumenn og Evrópubúar latari? Morita: Við erum þeirrar skoð- unar að framleiðslan sé undir- staða efnahagslífsins. Ef maður Japanir hafa læst klónum um „hjarta“ bandaríska efnahagslífsins, Rockefeller bygginguna á Manhattan í New York. 56 ÞJÓÐLÍF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.