Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 57

Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 57
Akio Moríta forstjórí Sony. Bandarikjamenn áætla tíu mínútur fram í tímann en við tíu ár... framleiðir ekkert, bætir maður engum verðmætum við hráefnin, og ágóðinn verður lítill. Þess vegna höfum við í Japan unnið í mörg ár að því að bæta framleiðslu- aðferðirnar og gerum það enn í dag. Sp: Það reyna líka aðrir. Morita: Þar sem frjáls markaður ræður ferðinni er ekki hægt að þvinga neina til að kaupa framleiðslu einhvers tiltekins aðila. Skilyrði fyrir góðum viðskiptum er að framleiða aðlaðandi vöru. Er við ætlum að selja kassettutæki verðum við að gera það meira aðlaðandi en öll önnur. Sp: Hvers vegna tekst ykkur það betur en öllum öðrum? Morita: Með hörkuvinnu! Sp: Þú notar hvert tækifæri sem gefst til að gagnrýna efnahagslíf Bandaríkjanna. Hver eru helstu vandkvæði atvinnulífsins þar? Morita: Skammsýn framkvæmdastjórn. Þar verða öll fyrirtæki að gefa ársfjórð- ungslega upp veltuna, hagnaðinn o.s.frv. Ef niðurstaðan er neikvæð falla hlutabréf í verði og stjórnendurnir eru látnir fara. Þess vegna eru stjórnendurnir stöðugt með hugann við skammvinnan gróða, augnabliksgróða. Fyrirtækin kaupa jafn- vel framleiðslu annarra til að selja með ágóða, en þau fjárfesta ekki í rannsóknum og þekkingu sem skilað gæti árangri til lengri tíma. Sp: Á þetta einnig við um Evrópu? Morita: í Evrópu lítur dæmið mun betur út.... Sp: Það er haft eftir þér að „Japanir áætli tíu ár fram í tímann en Bandaríkjamenn í tíu mínútur“. Hver er áætlunartími Evrópubúa? Morita: Þar gera mörg stórfyrirtæki vel í þessu efni; Philips, Baer, BASF, Hoechst, Bosch og Siemens til dæmis. Þau fjárfesta mikið í rannsóknum.. Sp: Eru þessi fyrirtæki ekki heilbrigð vegna þess að Japanir hafa enn sem komið er látið þau í friði? Morita: Verið ekki svona svartsýnir. Þið ættuð að vera stoltari... Sp: Eru einhver takmörk í herfræði Jap- ana á viðskiptasviðinu? Morita: Við höfum enga slíka heildar her- fræði. Þið óttist Japan of mikið. Banda- ríkin voru stórveldi.. Sp: ..og eru ekki lengur? Morita: Jú, reyndar. En þar áður var Eng- land stórveldi og Frakkland. Þýskaland hefur líka verið stórveldi. Sp: Mun Japan bætast í hóp stórvelda? Morita: Ef til vill, það væri allavega gott fyrir allan heiminn. Sp: Verður 21. öldin öld Japans? Morita: Aðstæður í efnahagslífi breytast hratt. Um þessar mundir er Evrópa að reyna að verða stór að nýju. Ég sé fyrir mér þrjú voldug efnahagssvæði; Ameríku, As- íu og Evrópu. Sp: Á öllum þessum svæðum virðist Japan vera voldugast ríkja með fjölda verksmiðja og fyrirtækja og ræður stærstum hluta markaðarins. Morita: Sameining Evrópu 1992 er fyrir okkur alla hið besta mál. Ég dái þessa ákvörðun Evrópubúa. Öll lönd verða að láta eitthvað af sjálfstæði sínu til að hægt sé að sameina þessi ólíku málsvæði og menn- ingarsvæði. Það er sársaukafullt, en engu að síður hafa Evrópubúar sett markið hátt. Við Japanir ættum að taka Evrópu- búa í þessu efni okkur til fyrirmyndar og færa slíkar fórnir. Ef við ætlum að vera góðir samborgarar í heiminum megum við ekki einskorða okkur við eigin hags- muni... Sp: Setjum svo, að einhver hjá Coumbia Pictures vildi gera kvikmynd um „Innrás Japana á viðskiptasviði heimsins". Hvað myndir þú segja við því? Morita: Allt í lagi mín vegna. Þið hjá Spiegel gagnrýnið líka ríkisstjórn lands ykkar. Það er bísniss. Sp: Er allur heimurinn bara bísniss? Morita: Einmitt. Um það snýst málið og misklíðin... Spiegel—eh/óg ÞJÓÐLÍF 57

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.