Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 61

Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 61
yílrsýn eða myndugleika að geta tekið svo stórt skref að ásaka hann um falsanir. Einn þeirra lýsir hvernig Gupta hafi „fundið" steingervinga í sýnum sem aðrir hafi þaulkannað án árangurs. Þá segja þeir að Gupta hafi aldrei komið á sum þau svæði sem hann lýsir í verkum sínum, og að sumir steingervingafundarstaðir hans séu hreinn uppsuni. Gupta er líka ásakað- ur um að falsa lýsingar á jarðlagaskipan vissra svæða, til að betur geta staðsett að- fengna steingervinga. Prófessor Gupta snýst til varnar í sept- emberhefti Nature. Þar brigslar hann Ta- lent um illkvittni og öfundsýki, og segir Talent hafa mistekist með flest það er hann hafi tekið sér fyrir hendur við jarð- fræðirannsóknir í Himalaya. Gupta viður- kennir að margt í gögnum sínum kunni að verka tvímælis, en hann hafi ekki gert sig sekan um falsanir. Hann fullyrðir að stað- hæfingar Talents eigi ekki við rök að styðj- ast, og að mönnum væri nær að hjálpa sér við að leita skýringa á mótsagnakenndri jarðsögu Himalayafjalla. Prófessor Gupta á bara einn kost ef hann vill hreinsa nafn sitt: Að leiða efa- semdamenn á fundarstaði sína vítt og breitt um fjallgarða Himalaya og láta þá skera úr um vísindalegt gildi athugana sinna. Fáir jarðfræðingar eru trúaðir á að hann geti gert það. Sem betur fer eru stórfelldar blekkingar sjaldgæfar í heimi náttúruvísinda. Nátt- úruvísindi eru þess eðlis að falsanir færa geranda sjaldan fjárhagslegan ávinning. Það eru aftur á móti mörg dæmi um fals- anir innan fornleifafræði og listasögu sem fært hafa svikahröppunum drjúgan skild- ing. í tilefni af máli Gupta er ekki úr vegi að rifja upp tvö tilfelli falsana innan jarð- fræði þar sem steingervingar koma við sögu. „Lygasteinar“ (Lugensteine) prófess- ors Behringers eru sígilt dæmi í jarðfræð- ikennslu, og nánast orðnir þjóðsaga. Sag- an segir að Behringer, sem var rektor há- skólans í Wurzburg á fyrri hluta 18. aldar, hafi verið afspyrnu leiðinlegur kennari. Til að klekkja á honum hafi nemendur hans útbúið allskonar myndir er líktust lífverum í steinflögur og lagt á þá staði í nágrenni Wurzburg sem Behringer heim- sótti títt til náttúruskoðunar. Behringer lét blekkjast og lýsti „steingervingunum“ í bókinni „Lithographi Wirceburgensis“, er kom út árið 1726. Sagan segir enn frem- ur að eftir útkomu bókarinnar hafi hann fundið nafn sitt rist í eina steinflöguna, og þá skilist að hann hafi verið hafður að fífli. Síðustu æviárin hafi hann gert allt til að komast yfir upplag bókarinnar til að reyna að hreinsa nafn sitt, en síðan saddur líf- daga dáið úr gremju. jóðsagan lýsir Behringer sem grunn- færnum prófessor er hafi orðið fyrir gráu gamni af hendi ærslafenginna stúd- enta sinna. En sannleikurinn að baki „lyg- asteinunum“ er í raun mikið nöturlegri, því Behringer var fórnarlamb svívirðilegs samsæris er fól í sér að sverta nafn hans og orðstír. „Lygasteinarnir" fóru fyrir dóm- stólana á sínum tíma, og þar var samsærið gegn honum afhjúpað, og nafn hans hreinsað af allri sekt. Behringer fæddist árið 1667 og að loknu doktorsprófi í læknisfræði varð hann fljót- lega rektor háskólans í Wurzburg. Hon- um hefur verið lýst sem einum lærðasta manni síns tíma, er naut mikillar virðingar og vinsælda sem háskólarektor. Náttúru- fræði voru í miklum uppgangi á þessum tímum, og tókust á ýmsar skoðanir um jarðsögu og þróun lífsins. Behringer hafði aðstoðarmenn sem unnu við söfnun steingervinga í nágrenni Wurzburg. 31. mars árið 1726 vakti einn aðstoðarmanna Behringers athygli hans á undarlegum steingerving, sem hann sagðist hafa fund- ið í lagskiptum, dökkum kalksteini. Þar var kominn fyrsti „Lygasteinninn“, en þeir urðu margir áður en yfir lauk. Á steinunum má sjá fyrirbæri sem minna á skordýr, plöntur, eðlur og krabbadýr, en líka fyrirbæri sem minna á halastjörnur eða plánetur. Steingervingafræðin var ekki búin að slíta barnsskónum á tíma Behringers, og það er í raun ekki óeðlilegt að hann ályktaði að hér væri um raunveru- lega steingervinga að ræða. Á þessum tíma ræddu lærðir menn líka hvort basalt væri sjávarset og hvort jöklar væru úr saltpétri. Eftir útkomu „Lithographi Wircebur- gensis“ skildist Behringer að hann hefði verið narraður, og leitaði aðstoðar dóm- stólanna til að hreinsa nafn sitt. Þar kom í ljós að tveir samstarfsmanna Behringers, Ignatius Roderick, prófessor í algebru, og ÞJÓÐLÍF 61

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.