Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 62

Þjóðlíf - 01.01.1990, Side 62
VÍSINDI OG TÆKNI yfirbókaörður háskólans að nafni Georg von Eckhart, stóðu að baki svindlsins. Þeir höðu mútað aðstoðarmanni Behring- ers til að koma „lygasteinunum“, en svo voru gripirnir kallaðir við réttarhöldin, fyrir þannig að Behringer rækist á þá. Þriðji bófinn í svikamyllunni var Hof von Roderick, barónn að tign, sem hafði séð um að útbúa falsgripina. Markmið þeirra félaga var beinlínis að vega að mannorði og vísindaheiðri Behringers. Þeir sögðu við réttarhöldin að Behringer væri hrokagikk- ur sem hefði sýnt þeim fyrirlitningu, og þeir vildu fyrir hvern mun ná sér niðri á honum. Réttarhöldin hreinsuðu nafn Behring- ers, en Roderick var rekinn frá háskólan- um. Eckhart, sem sjálfur var afkastamikill vísindamaður á sviði sagnfræði, lést skömmu eftir réttarhöldin. Behringer var áfram við háskólann í Wiirzburg og skrif- aði á efri árum tvær bækur um læknisfræði sem þóttu afbragðsgóðar. Lygasteinarnir vörpuðu skugga á orðstír hans, en hafa í jarðfræðikennslu oft verið teknir sem dæmi um mikilvægi þess að undirbyggja hugmyndir og kenningar með góðum grunngögnum. ekktasta blekking steingerfingafræð- innar er Piltdownmaðurinn, en svo nefndu menn leifar af frumstæðum apa- manni sem fundust í Sussex í Englandi árið 1909. Þegar Darwin gaf út bók sína um þróun mannsins árið 1871 voru stein- gerðar leifar frummanna með öllu óþekkt- ar. Darwin ímyndaði sér forföður mann- kynsins sem einstakling með stóran heila en kjálka i líkingu við apa. 8. desember 1912 kynntu lögfræðingur- inn Charles Dawson og dr. Smith Woodward frá British Museum Pilt- downmanninn á fundi vísindamanna í London. Hér var kominn „týndi hlekkur- inn“, skapaður eins og eftir fyrirsögn Darwins. Þessi frumstæði forfaðir manns- ins hafði hátt enni mannsins en kjálka sem minnti á mannapa. Hér verður að hafa í huga að fram að þessu hafði lítt miðað með leitina að forföður mannsins frá dögum Darwins. Hollendingurinn Dubois hafði nokkru áður fundið brot úr höfuðkúpu og mjaðmarlið Javamannsins (Pitnecant- hroous erectus, hinn upprétti apamað- ur), en í illsku yfir að margir mannfræð- ingar drógu í efa að beinin væru úr frum- stæðum apamanni hafði hann meinað öllum aðgang að gögnum sínum. Beina- leifar Neandertalsmannsins (Homo Neanderthalensis) höfðu fundist fyrir þennan tíma, fyrst 1848 í helli í Gibraltar og síðan 1886 í Belgíu, en þóttu svipa um of til nútímamanna til að geta talist vera „týndi hlekkurinn". Neðri kjálki Heidel- bergsmannsins (Homo Heidelbergensis) fannst í Þýskalandi árið 1907, en sökum þess að fleiri bein hafa ekki fundist hefur alla tíð verið erfitt að flokka hann. Fundarstaður Piltdownmannsins var malarnáma við Piltdown í Sussex, þar sem fundist höfðu beinaleifar dýra frá ísöld. Fánan þar var talin tilheyra tveim jökul- skeiðum frá miðhluta ísaldar, eldri fána frá Gunz og yngri frá Mindel. Dawson, sem safnaði steingervingum í frístundum sínum, hafði heimsótt námuna nokkrum sinnum og beðið verkamenn þar að halda til haga hugsanlegum beinaleifum er kynnu að koma í ljós. Piltdownmaðurinn sem Dawson kynnti vísindaheiminum var talinn tilheyra yngri fánunni. Beinaleif- arnar voru hluti hauskúpu og heillegt brot úr neðri kjálka. Smith Woodward reyndi að endurskapa höuðkúpuna eftir beina- leifunum og komst að þeirri niðurstöðu að stærð heilabúsins væri um 1100 cm3, sem kom vel heim og saman við heilabú Java- mannsins. Mannfræðingurinn Edward Keith var ósammála rnati Woodwards, og taldi höf- uðkúpu Piltdownmannsins minna mjög á kúpu nútímamanna og vera af svipaðri stærð, eða um 15003. Kjálkinn hins vegar minnti á bein mannapa, að því fráskildu að tennur voru sléttar eins og í mönnum. Woodward gerði ráð fyrir því í endur- sköpun sinni að augntennur hlytu að hafa verið hvassar, og ári síðar fannst slík tönn við Piltdown. ísindamenn voru ekki á eitt sáttir um fund Dawsons, og margir töldu ótrú- legt að hauskúpa og kjálki ættu saman. Rök Dawsons og Woodwards voru þau að leifar apa frá kvartertíma hefðu aldrei áður fundist í Evrópu, og að slit tanna benti til að hér væri á ferðinni mannvera. Um þessi atriði var deilt hart í nokkur ár, en eftir að menn fundu jaxl og fleiri höuðkúpubrot í Piltdown féllust menn á að kjálki og höf- uðkúpa væru trúlega af sama einstaklingi. Piltdownmaðurinn fékk nafn eftir fundar- manni sínum, Eoanthropus dawsoni, eða Frummaður Dawsons. Dawson dó árið 1916, og eftir það fundust ekki fleiri beina- leifar í Piltdown. En leitin að uppruna mannsins hélt áfram: I Kína fannst Pekingmaðurinn (,Sinanthropus peekingensis, seinna kall- aður Homo erectus pekingensis) á þriðja áratug aldarinnar, og Von Königswald fann fleiri beinaleifar sem tengja mátti Javamanninum. Frá Afríku komu gögn um Suðurapann (Australopithecus), sem gerðu Piltdownmanninn enn dularfyllri. Vitnisburður Suðurapans benti til þess að þróun mannsins mætti rekja fyrst í gegn- um tennurnar, og síðar í þróun heilabús- ins. Fyrirbæri eins og Piltdownmaðurinn átti engan samastað í þeirri þróunarröð sem nú byrjaði að sýna sig. Kenneth Oakley, þekktur mannfræð- ingur við British Museum, ákvað að end- urskoða gögnin um Piltdownmanninn til að fá betri hugmynd um aldur hans með því að kanna magn flúors í beinunum, og bera saman við þau fánusamfélög sem fundust í Piltdown. Þegar bein liggur grafið í seti tekur það upp flúor frá um- hverfi sínu. Væru beinin af sama aldri og yngri fánan í Piltdown ættu þau að hafa svipað flúormagn. Niðurstöður hans sýndu að flúormagn Piltdownmannsins var mikið lægra en flúormagn dýraleif- anna. það gat einungis þýtt að Piltdown- maðurinn væri mikið yngri en steingerv- ingafánan. Hann dró þá ályktun að fánan væri eldri en 500.000 ára gömul, en Pilt- downmaðurinn væri vart eldri en 50.000 ára. j Þetta flækti málin enn frekar, því nú var Piltdownmaðurinn skyndilega orðinn jafngamall Neandertalsmanninum og fyrstu einstaklingum Homo sapiens, eða Hinum vitiborna manni. Það var ekkert pláss fyrir Piltdownmanninn á þessu stigi þróunarinnar. Það var mannfræðingur frá háskólanum í Oxford, Wiener að nafni, sem hjó á hnútinn árið 1953, 40 árum eftir fund Piltdownmannsins: „Imyndið ykkur hvað hefði leitt af því ef einhver hefði misst apakjálka í malarnámuna?" spurði hann. Og eitt leiddi af öðru. Þá hlaut ein- hver að hafa slípað niður tennur apans, Piltdownmaðurinn hlaut að vera fölsun. Síðan hefur Piltdownmaðurinn verið rannsakaður í bak og fyrir með þeirri tækni sem nútímavísindi hafa uppá að bjóða. Bæði höfuðkúpa og kjálki reyndust vera ung: Höfuðkúpan trúlega frá miðöld- um, sennilega komin frá Austurafríku, en kjálkinn reyndist vera af órangútan. Bein- unum hafði verið dýft í kalíumbíkrómat lausn til að þau virtust eldri. Það var ekki bara Piltdownmaðurinn sem var falsaður; dýraleifarnar frá Piltdown voru blanda steingervinga frá ýmsum heimshornum, sem höfðu verið lögð í malarnámuna. Hluti beinanna kom frá Englandi en önn- ur komu frá Möltu og Afríku. Þeirri spurningu er enn ósvarað hver standi að baki svindlinu. Allir máls- aðilar voru fyrir löngu látnir þegar svindl- ið var afhjúpað. Dawson er efstur á lista sakborninga. Hann fann beinin, og hon- 62 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.